Endurskoða ætti lögin 27. janúar 2010 04:30 Erindið kallaði Guðni: „Þeir fólar sem frelsi vort svíkja“ og fjallaði um lög, ásakanir og dóma um landráð á Íslandi.fréttablaðið/stefán Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Sjá meira
Nota ætti hugtakið landráð varlega í samhengi við aðdraganda og hrun íslenska efnahagskerfisins, er mat sagnfræðingsins Guðna Th. Jóhannessonar, lektors við laga- og viðskiptadeild Háskólans í Reykjavík. Í erindi sem hann flutti í vikunni á vegum lagadeildarinnar sagði hann lítið hægt að græða á sögunni í þeirri viðleitni að meta hvort landráð hafi verið framin á allra síðustu árum. Strax eftir efnahagshrunið á Íslandi haustið 2008 heyrðust þær ásakanir að landráð hefðu verið framin í aðdraganda þess; að bankamenn, stjórnmálamenn og embættismenn hefðu gerst sekir um glæpi eða gáleysi sem jafngiltu landráðum. Vegna þessa skrifaði Guðni grein í tímaritið Sögu. Í erindinu var saga landráða á Íslandi rakin í stuttu máli og mat lagt á landráðatal síðustu mánaða. „Í athugasemd við frumvarpið segir að efnahagslegt tjón væri ekki landráð í eiginlegri merkingu, en hefði engu að síður þótt heppilegt að hafa þetta ákvæði innan landráðakaflans. Þegar þeir sem voru að semja kaflann um landráð voru að vinna sína vinnu fannst þeim sem sagt á grensunni að efnahagslegt tjón ætti við. Þeir voru að hugsa um stríð, svik, njósnir, byltingu og þess háttar. Þeir höfðu ekki ímyndunarafl til þess að sjá fram á hrun íslensks efnahagslífs sextíu árum síðar,“ sagði Guðni um landráðakafla almennra hegningarlaga. Hann er þeirrar skoðunar að ástæða sé til að endurskoða landráðakaflann frekar en að „reyna að teygja það sem gerðist hér á landi á allra síðustu árum yfir á eitthvað sem var samið fyrir sextíu árum.“ Tekist er á við stórar spurningar vegna þeirra atburða sem hér hafa gerst. Landráð eru ekki endilega það sama í hugskoti þjóðarinnar og hvernig landráð eru skilgreind í lögum. Sagan geymir svo þriðju útgáfuna. Ef landráðahugtakið er tengt hruninu þarf að fá svör við því sem hér gerðist í raun, og þess vegna er skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis og niðurstöðum úr rannsókn sérstaks saksóknara beðið af eins mikilli óþreyju og raun ber vitni. Sagði Guðni að ef sagan kennir okkur eitthvað þá fáist ekki svör við þessum stóru spurningum fyrr en að nokkrum tíma liðnum. Guðni sagði jafnframt að samkvæmt lögum og í almennum skilningi væri um svívirðilegan glæp að ræða. Þess vegna væri eðlilegt að spyrja sig hvort það væri í lagi að slá því fram að einhver sé landráðamaður, eins og reyndar hefur verið gert. Guðni sagði að glæpir hefðu án efa verið framdir í aðdraganda hrunsins og margir hefðu hagað sér með óábyrgum hætti. „En mér finnst að við eigum að halda hugtakinu landráðum utan við það,” sagði hann. Ragnhildur Helgadóttir, prófessor við lagadeild HR, sagði við lok fundarins að ástæða væri til að beina þeim tilmælum til sagnfræðinga, lögfræðinga jafnt sem tungumálafólks að fylgja fjölmörgum álitamálum eftir sem tengjast lögum um landráð og orðanotkun. svavar@frettabladid.is
Rannsóknarskýrsla Alþingis Mest lesið Lofuðu Trump í Norður-Kóreustíl Erlent Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Innlent Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Innlent Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Innlent Rússneskum herþotum flogið inn í lofthelgi Eistlands Erlent Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Innlent Bandaríkin beittu neitunarvaldinu gegn kröfu um vopnahlé Erlent Banna kennslubækur eftir konur í háskólum landsins Erlent „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Innlent Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Innlent Fleiri fréttir Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Fara yfir gögnin en úttekt Viðskiptaráðs sé „skoðun hagsmunaaðila“ Sauð upp úr hjá förðunarmeistara og fegurðardrottningu Hvetja ráðherra til að mæta ekki á fund veitingamanna Bátar sviptir haffærisskírteini og Kourani sækir um náðun Lögreglan leitar manns Á annað hundrað báta óhaffærir vegna ófullnægjandi skoðunar Kourani sótti um náðun af heilbrigðisástæðum Efnisneysla á Íslandi dregst saman en nemur yfir sextán tonnum á mann Um tvö hundruð á ári á gjörgæslu vegna lífshættulegrar sýkingar „Það er erfitt að berjast fyrir eigin réttindum þegar maður er veikur“ Fór inn á heimili, klæddi sig úr fötunum og sofnaði í stól 3,9 stiga skjálfti í Bárðarbungu Raunvirði íbúða lækkar á ný Mótmælir breyttu fyrirkomulagi í nemendaráðskosningum Grunaður um að fara inn á heimili fjölskyldu og brjóta þar á barni Ók á vegavinnumann og flúði vettvang Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Sjá meira