Meistaradeild Evrópu: Úrslit og markaskorarar Ómar Þorgeirsson skrifar 17. febrúar 2010 18:45 Frá leik Porto og Arsenal í kvöld. Nordic photos/AFP Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.). Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira
Veislan hélt áfram í 16-liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu í kvöld þar sem Porto vann 2-1 sigur gegn Arsenal á Dragao-leikvanginum og Bayern München bar sigurorð af Fiorentina 2-1 á Allianzx-leikvanginum. Markvörðurinn Lukasz Fabianski átti vægast sagt hræðilegan leik í marki Arsenal en hann var í markinu í stað hins meidda Manuel Almunia. Sýningin byrjaði hjá Fabianski á 11. mínútu þegar hann missti saklausa fyrirgjöf Silvestre Valera klaufalega inn í markið en enginn leikmaður Porto var nálægt honum þegar boltinn lak inn. Gestirnir í Arsenal létu þó ekki slá sig út af laginu því gamli refurinn Sol Campbell jafnaði metin með góðu skallamarki nokkrum mínútum síðar en Campbell var í vörn Arsenal í stað hins meidda William Gallas. Boltinn barst á fjærstöngina þar sem Tomas Rosciky skallaði laglega fyrir markið á Campbell sem skoraði af öryggi. Leikurinn var annars mjög fjörlegur og skemmtilegur á að horfa þar sem bæði liðin voru að spila stífan sóknarleik. Það dró til tíðinda í upphafi síðari hálfleiks þegar Arsenal heimtaði vítaspyrnu er Rosicky féll í teignum en dómarinn kaus að flauta ekki. Ótrúlegir hlutir gerðust hins vegar á hinum vallarhelmingnum skömmu síðar þar sem Fabianski handlék boltann eftir sendingu til baka frá Campbell og dómarinn dæmdi réttilega aukaspyrnu. Leikmenn Porto voru fljótir að átta sig á hlutunum og tóku aukaspyrnuna strax á meðan Fabianski og Campbell voru í einhverjum öðrum heimi og Radamel Falcao reyndi boltanum í autt markið. Ótrúleg sjón að sjá og Fabianski með sín önnur hræðilegu mistök í leiknum. Hvorugu liðinu tókst að skora eftir þetta og niðurstaðan því 2-1 sigur heimamanna en tapið klárlega enginn heimsendir fyrir leikmenn Arsenal sem fara aftur til Lundúna með mikilvægt útivallarmark í farteskinu. Bayern München vann sinn þrettánda leik í röð í deild, bikar og Meistaradeild þegar Fiorentina kom í heimsókn í kvöld. Bæjarar hafa ennfremur ekki tapað leik síðan í byrjun nóvember á meðan Fiorentina hefur gengið afleitlega undanfarið og er í 11. sæti ítölsku deildarinnar. Það er skemmst frá því að segja að Bæjarar voru mun sterkari aðilinn í leiknum en niðurstaðan var þó aðeins eins marks sigur, 2-1. Arjen Robben skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu í uppbótartíma fyrri hálfleiks en Fiorentina náði að jafna metinnn snemma í síðari hálfleik með marki Per Kroldrup eftir klafs í vítateig heimamanna. Gestirnir misstu hins vegar mann af velli þegar um stundarfjórðungur lifði leiks er Massimo Gobbi fékk beint rautt spjald fyrir heldur litlar sakir. Gobbi rak út hendina í baráttu við Robben sem gerði mikið úr högginu og dómarinn gleypti við því. Gult spjald hefði verið réttlætanlegra en manni færri náðu gestirnir ekki að halda aftur af Bæjurum og sóknarþunginn skilaði sér í sigurmarki heimamanna. Það var Miroslav Klose sem tryggði Bæjurum sigurinn í blálokin með ólöglegu marki sem fékk þó að standa. Klose fékk sendingu þegar hann var greinilega í rangstöðu og nikkaði boltanum í netið framhjá Frey. Seinni leikir liðanna fara fram 9. mars. Úrslit kvöldsins: Porto-Arsenal 2-1 1-0 Lukasz Fabianski, sjálfsmark (11.), 1-1 Sol Campbell (18.), 2-1 Radamel Falcao (52.).Bayern München-Fiorentina 2-1 1-0 Arjen Robben (45.+3.), 1-1 Per Kroldrup (50.), 2-1 Miroslav Klose (89.).
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Viktor Gísli fær treyju númer eitt hjá Barcelona Handbolti Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum Íslenski boltinn Guðmundur í grænt Íslenski boltinn Calvert-Lewin á leið til Leeds Enski boltinn Willum lagði upp sigurmark Birmingham Enski boltinn PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Fótbolti Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Íslenski boltinn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Fótbolti Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Fótbolti Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Fótbolti Fleiri fréttir Calvert-Lewin á leið til Leeds Guðmundur í grænt Willum lagði upp sigurmark Birmingham Njarðvík með fjögurra stiga forskot á toppnum PSG kom til baka og vann Ofurbikarinn í vítakeppni Uppgjörið: Valur - Stjarnan 4-2 | Rhodes með þrennu í seinni hálfleik Jón Daði skoraði fyrsta markið fyrir Selfoss í þrettán ár og Fylkir á botninum Jason Daði og félagar fá Rauðu djöflana í heimsókn Mótherjarnir afsaka sig fyrir fram: „Hvort sem það er leikrit eða ekki“ Hártog er harðbannað og ekki skylda að vera með tagl Vill þjóðina upp á dekk: „Langt síðan við höfum átt alvöru heimavöll“ Brøndby brennir skipin: „Verðum að sækja og svo verðum við að sækja meira“ Enska augnablikið: Hugsaði til van Persie eftir frægt mark í Eyjum Matthías ekki lengi einsamall hjá Val Rashford segir Man. United fast í einskismannslandi Donnarumma sagður á leið til City í sögulegum skiptum Grealish valdi númerið sitt vegna Rooney og Gascoigne Fyrirmenni fótboltans á Norðurlöndum mæta til Íslands í vikunni Stjarnan sækir landsliðsfélaga Caulker „Fáránleg staða sem er komin upp“ Stuðningsmenn Chelsea bjartsýnastir en mjög svartsýnir hjá Newcastle Spáir Bröndby sigri í einvíginu á móti Víkingum „Er að koma inn í hlutverk sem ég veit að ég er góð í“ „Einhver vildi losna við mig“ Gullsending Sveindísar Jane valin sú besta Enska augnablikið: Hefði gengið af Hjálmari dauðum Konunum fórnað í peningavandræðum karlaliðs Barcelona Hent út úr Tottenham liðinu fyrir óstundvísi Vildi hvergi annarsstaðar spila Lehmann færir sig um set á Ítalíu Sjá meira