Randy Moss tekur viðtölin við sjálfan sig - myndband Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 2. nóvember 2010 23:15 Randy Moss í búningi Minnesota Vikings. Nordic Photos / Getty Images Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér. Erlendar Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Randy Moss var í gær rekinn frá bandaríska ruðningsliðinu Minnesota Vikings en þessi skrautlegi útherji staldraði stutt við hjá sínu gamla félagi. Moss lék með Vikings fyrstu sex árin á sínum ferli sem hefur verið glæsilegur en hann hefur fjórum sinnum verið valinn í úrvalslið NFL-deildarinnar. Hann var fenginn aftur til Vikings til að styrkja sóknarleik liðsins sem er stýrt af hinum þaulvana leikstjórnanda Brett Favre. En Moss náði aðeins að spila fjóra leiki með Vikings og töpuðust þrír þeirra. Á blaðamannafundi eftir leik Vikings gegn New England Patriots um helgina, sem Moss lék með frá 2007 þar til fyrr á þessu ári, mærði hann sína gömlu félaga hjá New England og ekki síst þjálfarann Bill Belichick. Hann gagnrýndi hins vegar sitt eigið lið fyrir að hlusta ekki á sig og fara að hans ráðum í leiknum gegn New England. Hann var sektaður í síðustu viku fyrir að sinna ekki fjölmiðlum eftir leik nægilega vel og um helgina tilkynnti hann að hann myndi sjálfur bera upp spurningar til sín og svara þeim svo jafnóðum. Brad Childress, þjálfari Vikings, virtist hafa fengið nóg og tilkynnti leikmönnum sínum í gær að Moss hefði verið látinn fara. Það var svo staðfest í yfirlýsingu frá félaginu. Vikings hafði greitt New England eina og hálfa milljón dollara fyrir Moss sem og gefið New England valrétt sinn í þriðju umferð næsta nýliðavals. Hægt er að sjá þennan stórkostlega blaðamannafund hjá Moss hér.
Erlendar Mest lesið Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Nunez farinn frá Liverpool Enski boltinn Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Sport Haaland á skotskónum í sigri Man. City Sport Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Sport De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Sport Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Sport Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Enski boltinn Fleiri fréttir Dagskráin: Enski boltinn byrjar og risaleikur í Bestu Japanskur hnefaleikakappi lést eftir bardaga Reiður Geno sendi áhorfanda fingurinn Shedeur stóð sig vel og fékk hrós frá LeBron Haaland á skotskónum í sigri Man. City Nunez farinn frá Liverpool McLagan framlengir við Framara De Gea: Mun aldrei gleyma þessum leik Axel heldur fast í toppsætið Hulda Clara leiðir með fimm höggum fyrir lokadaginn Gyökeres byrjaður að skora fyrir Arsenal Völsungur kom til baka og nældi í stig Björgvin Karl: Settið sem kom að sunnan ekki í Bestu deildar klassa Uppgjör: FHL-FH 0-2 | Þolinmæði vann þraut FH gegn FHL Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Diljá með stoðsendingu í fyrsta byrjunarliðsleiknum Eir Chang sjöunda á EM Enska augnablikið: Mætti sköllóttur á Old Trafford Daníel Tristan lagði upp mark en það var ekki nóg gegn toppliðinu Gerrard: Owen var betri sem táningur en Yamal og Mbappé Albert lagði upp á Old Trafford í síðasta leik United fyrir tímabilið Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket Strákarnir unnu Brassa og fóru áfram með fullt hús Draumabyrjun Wrexham breyttist í martröð í lokin Hafþór Júlíus í öðru sæti eftir fyrri daginn Eir komin í úrslitahlaupið á EM Isak verður áfram í frystikistunni í fyrsta leik Newcastle Bæði lið stóðu saman í hring þar til leiknum var aflýst Meiðsli Rodri verri en menn héldu Segir hetju Evrópumeistaranna ljúga Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti