Walesverjar rannsaka gjósku 1. júlí 2010 04:30 Alex McGregor, sjálfboðaliði hjá CCW, safnar sýnum á Snowdon. Llyn Llydow í baksýn. mynd/Daily post Rannsóknir á ösku frá Eyjafjallajökli eru nú stundaðar í Snowdon þjóðgarðinum í Wales sem dregur nafn sitt af hæsta fjalli landsins. Vísindamenn safna þar gras- og regnvatnssýnum í þeim tilgangi að meta umhverfisáhrif öskufallsins á svæðinu. Dylan Lloyd, sérfræðingur hjá umhverfisskrifstofunni CCW, segir í viðtali við dagblaðið Daily Post að ekkert bendi til þess að öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi haft skaðleg áhrif þar á bæ. Hins vegar sé rannsóknin skammt á veg komin og of snemmt að fullyrða nokkuð um áhrifin. Vísindamennirnir sjá rannsóknina ekki síst sem undirbúning frekari náttúruhamfara hér á landi. „Ef annað eldgos verður og annað eldfjall í næsta nágrenni er mjög virkt, þá höfum við aflað mikilvægra gagna til að meta áhrif þess,“ segir Alex Turner, einn vísindamanna CCW. Vísindamennirnir eru ekki síst að mæla magn flúors í jarðveginum, en eins og komið hefur fram í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli getur það haft neikvæð áhrif á skepnur. Rannsóknamiðstöðin stendur hátt yfir stöðuvatninu Llyn Llydow, í austurhlíðum Snowdon-fjallsins. Þar hafa rannsóknir á loftslagsáhrifum verið stundaðar undanfarin ár. Öskurannsóknirnar eru því viðbót við hefðbundin rannsóknastörf hópsins, eins og plöntu- og snjólagarannsóknir. - shá Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira
Rannsóknir á ösku frá Eyjafjallajökli eru nú stundaðar í Snowdon þjóðgarðinum í Wales sem dregur nafn sitt af hæsta fjalli landsins. Vísindamenn safna þar gras- og regnvatnssýnum í þeim tilgangi að meta umhverfisáhrif öskufallsins á svæðinu. Dylan Lloyd, sérfræðingur hjá umhverfisskrifstofunni CCW, segir í viðtali við dagblaðið Daily Post að ekkert bendi til þess að öskufallið frá eldgosinu í Eyjafjallajökli hafi haft skaðleg áhrif þar á bæ. Hins vegar sé rannsóknin skammt á veg komin og of snemmt að fullyrða nokkuð um áhrifin. Vísindamennirnir sjá rannsóknina ekki síst sem undirbúning frekari náttúruhamfara hér á landi. „Ef annað eldgos verður og annað eldfjall í næsta nágrenni er mjög virkt, þá höfum við aflað mikilvægra gagna til að meta áhrif þess,“ segir Alex Turner, einn vísindamanna CCW. Vísindamennirnir eru ekki síst að mæla magn flúors í jarðveginum, en eins og komið hefur fram í kjölfar gossins í Eyjafjallajökli getur það haft neikvæð áhrif á skepnur. Rannsóknamiðstöðin stendur hátt yfir stöðuvatninu Llyn Llydow, í austurhlíðum Snowdon-fjallsins. Þar hafa rannsóknir á loftslagsáhrifum verið stundaðar undanfarin ár. Öskurannsóknirnar eru því viðbót við hefðbundin rannsóknastörf hópsins, eins og plöntu- og snjólagarannsóknir. - shá
Innlent Mest lesið Reiður Trump segir Schumer að fara til helvítis Erlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Innlent Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Innlent Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Innlent Rússneskt eldfjall gýs í fyrsta sinn í sex hundruð ár Erlent Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Innlent Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Innlent Grunaður um að myrða heila fjölskyldu en skilja ungabarnið eftir á lífi Erlent Fleiri fréttir Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Aldrei upplifað annað eins: „Það eru öll stígvél á þessari eyju uppseld“ Stígvélaskortur í Eyjum og brekkusöngur í Kópavogi Þjóðhátíðarbrennunni frestað til sunnudags Stúlka flutt á sjúkrahús eftir fall í sjóinn við Reynisfjöru Herjólfur siglir ekki meira í dag Stúlka í sjóinn við Reynisfjöru „Varla gangfær“ og „skulfu eins og hríslur“ Verbúðarstemning á Hjalteyri og nóg af ástarpungum fyrir alla Sjá meira