Umfjöllun: Jarvis skaut ÍR í úrslitakeppnina Rafnar Orri Gunnarsson skrifar 18. mars 2010 22:22 Robert Jarvis á ferðinni í kvöld. Mynd/Anton Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni. Dominos-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Í kvöld varð ljóst að ÍR-ingar munu taka þátt í úrslitakeppninni en þeir sigruðu Grindavík 91-89 í frábærum leik sem fram fór í kvöld í Iceland-Express deild karla í körfubolta. Heimamenn í ÍR mættu vel klárir í slaginn gegn Grindavík. Þeir byrjuðu með látum og skoruðu fjórar þriggja stiga körfur í fyrstu fimm skotum sínum. Robert Jarvis fremstur í flokki, stjórnaði liði ÍR eins og herforingi og staðan eftir fyrsta leikhluta, 26-27. Sama sagan hélt áfram í öðrum leikhluta. ÍR-ingar sjóðheitir fyrir utan og svöruðu með þriggja stiga körfu sem kom þeim yfir á nýjan leik, 29-27. Leikurinn var hraður sem fyrr og frábær stemning í húsinu. Það var greinilegt að það var aldrei inn í myndinni hjá heimamönnum að rétta Grindvíkingum sigurinn. Þeir spiluðu mjög vel í bæði vörn og sókn og gestirnir gerðu sér grein fyrir því að það væri langt kvöld fram undan fyrir þá í Breiðholtinu. Ólafur Ólafsson, leikmaður Grindavík, lét þó vita af sér og bauð upp á troðslur af dýrari gerðinni við mikinn fögnuð áhorfenda. Gestirnir frá Grindavík sýndu fína takta og náðu að koma sér yfir rétt fyrir leikhlé. Arnar Freyr Jónsson skoraði lykilkörfu með tilþrifum sem að gaf Grindvíkingum kost á að anda í leikhlé. Darrel Flake var grimmur í sókninni, stigahæstur gestaliðsins með 18 stig í hálfleik. Staðan 48-53 er liðin gengu til búningsherbergja. Í síðari hálfleik komust gestirnir skrefinu á undan og leiddu leikinn. Grindvíkingar voru sterkari á flestum sviðum og börðu stemninguna úr liði heimamanna. Staðan eftir þriðja leikhluta, 62-69. En ÍR-ingar virtust eiga nóg inni. Robert Jarvis hélt sínum mönnum inn í leiknum og fór mikinn í liði ÍR-inga eins og áður kom fram. Það var mikil spenna og heimamenn jöfnuðu leikinn þegar að fimm minútur voru eftir. Þeir komu frábærir til baka og leikurinn galopinn. ÍR komst yfir í kjölfarið með þrist frá Steinari Arasyni og á þessum tímapunkti voru allir áhorfendur staðnir upp í Breiðholtinu. Allt brjálað innan sem utan vallar. Það virtist enginn maður í húsinu geta stöðvað Robert Jarvis og hann kláraði dæmið fyrir heimamenn. Grindvíkingar klóruðu í bakkan en það reyndist ekki nóg og lokatölur 91-89 í stórskemmtilegum körfuboltaleik. Robert Jarvis skoraði 29 stig og var allt í öllu hjá heimamönnum bæði í vörn og sókn. Þetta var sannkölluð veisla og frábær sigur fyrir ÍR-inga sem að geta þakkað Robert Jarvis fyrir að bera liðið inn í úrslitakeppnina. Nemanja Sovic átti einnig góðan leik en hann skoraði 22 stig í kvöld. Guðlaugur Eyjólfsson, Páll Axel Vilbergsson og Darrel Flake áttu allir góðan leik fyrir Grindavík í kvöld en það reyndist ekki nóg að þessu sinni.
Dominos-deild karla Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn Segir að Cecilía verði keypt fyrir metverð Fótbolti Valdi fjórar verstu hornspyrnur ÍBV: „Þessi var helvíti slæm“ Íslenski boltinn Sjáðu partýið í Kópavogi, Gylfa afgreiða Fram og nýliðana í stuði Íslenski boltinn Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit „Kóngurinn á Íslandi, DeAndre Kane, bjargaði okkur“ Houston knúði fram oddaleik Segir sína menn þurfa að vera í „meistara ásigkomulagi“ „Þeir vilja náttúrulega fleiri leiki líka“ Uppgjörið: Grindavík - Stjarnan 95-92 | Rosalegasta endurkoma síðari ára „Ég hef hluti að gera hér“ Brynjar Karl svarar fyrir sig: „Ég má ekki verja mig opinberlega“ Goðsögnin Popovich hættur í þjálfun Þurfti bara eitt orð um mestu áskorunina við að mæta Njarðvík Sjá meira
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn
Tóku Valsmenn til bæna: „Það er kannski helvítis málið, það er ekki hungur í paradís“ Íslenski boltinn