Erlendar fjárfestingar og Evrópa Össur Skarphéðinsson skrifar 27. október 2010 06:00 Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Össur Skarphéðinsson Mest lesið Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Erlendar fjárfestingar á Möltu, Kýpur, Slóvakíu og Slóveníu tvöfölduðust fyrstu fjögur árin eftir að ríkin gengu í Evrópusambandið árið 2004. Öll nota þau evru. Í Eistlandi jukust erlendar fjárfestingar um helming á sama tíma, en Eistar taka ekki upp evruna fyrr en um næstu áramót. Þetta sýnir, að þegar smáríki ganga í Evrópusambandið stóreykur það erlendar fjárfestingar í viðkomandi ríkjum. Athyglisvert er, að langstærsti hluti erlendrar fjárfestingar í þessum fimm nýju aðildarlöndum kemur frá öðrum ríkjum sambandsins. Smáríki, sem hafa búið við sjálfstæða mynt og sveiflukenndan efnahag, einsog við Íslendingar, eru ekki sjálfsagður fjárfestingakostur í augum alþjóðlegra fjárfesta. Þeim fylgir áhætta, einsog birtist varðandi Ísland 2008. Reynsla ríkjanna fimm sýnir hins vegar að um leið og ríkin verða hluti af traustu og stöðugu efnahagsumhverfi Evrópusambandsins, þá opnast fyrir flæði erlendra fjárfestinga frá ríkjum, sem eru fyrir í sambandinu. Það er engin ástæða til að ætla, að sama verði ekki uppi á teningnum ef Ísland gengi í Evrópusambandið og hefði skýra stefnu um upptöku evrunnar. Við þurfum á erlendum fjárfestingum að halda til að vinna gegn atvinnuleysinu. Það ógnar framtíð fjölmargra fjölskyldna, og þarmeð framtíð Íslands. Þó atvinnuleysi á Íslandi fari að sönnu minnkandi eru ennþá um 15 þúsund manns án atvinnu. Árlega munu ríflega tvö þúsund manns hið minnsta bætast við á vinnumarkaðnum. Á næsta áratug þurfum við því að skapa fleiri en 30 þúsund störf til að eyða atvinnuleysinu. Ég tel að Evrópuleiðin sé besta leiðin til þess. Aðild Íslands að ESB er raunar besta einstaka aðgerð til endurreisnar ímyndar Íslands sem álitlegs fjárfestingarkosts. Evrópuleiðin mun skapa stöðugleika, færa okkur Evrópuvexti og stórlækka þannig greiðslubyrði fjölskyldna og fyrirtækja, gera okkur fært að skera frá verðtrygginguna, og síðast en ekki síst losna við gjaldeyrishöftin. Króna í viðjum gjaldeyrishafta mun ella koma í veg fyrir að Ísland geti keppt við aðrar þjóðir í viðskiptum á jafnræðisgrundvelli. Þessu til viðbótar sýnir nú reynsla smáþjóða, að erlendar fjárfestingar stóraukast þegar þær verða hluti af Evrópusambandinu. Andspænis atvinnuleysi hafa íslenskar fjölskyldur ekki efni á að hafna þeirri framtíðarleið sem liggur gegnum Evrópusambandið. Menn verða þá að sýna fram á betri leið til að eyða atvinnuleysi á Íslandi. Það hefur enginn gert ennþá.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun