Laus við kynþáttafordóma og reyndi að stilla til friðar 17. september 2010 10:31 Sveinn Andri Sveinsson, lögmaður Jóns. Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum var ekki viðstaddur þegar eignaspjöll voru framin á heimili feðganna og hann er blessunarlega laus við kynþáttafordóma. Þetta segir lögmaður Jóns, Sveinn Andri Sveinsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun undanafarinna daga sér undirritaður f.h. Jóns Hilmars Hallgrímssonar sig tilneyddan til þess að koma að athugasemdum vegna sérlega óvandaðs fréttaflutnings í fjölmiðlum í tilefni af meintum kynþáttaofsóknum gegn Íslendingum af kúbverskum uppruna," segir Sveinn Andri. Hann segir tildrög málsins vera erjur milli hópa ungmenna í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ungur frændi Jóns Hilmars var í öðrum hópnum og hafði samband við Jón þar sem honum stóð stuggur af þeim hópi ungmenna sem tekið hafði sér stöðu með hinum kúbverska dreng." Jón Hilmar Hallgrímsson.MYND/Fréttablaðið Sveinn segir að Jón hafi hringt í kúbverska piltinn til þess að freista þess að róa málin en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Í fjölmiðlum hefur tveimur staðhæfingum verið slegið fram sem staðreyndum; annars vegar að umbj. minn hafi ráðist inn á heimili hinnar kúbversku fjölskyldu og framið þar eignaspjöll og hins vegar að hann hafi haft í hótunum við piltinn kúbverska," segir Sveinn Andri ennfremur. „Í tvö skipti voru framin eignaspjöll; í fyrra skiptið var á ferðinni hópur unglinga með golfkylfur og fleiri áhöld og brutu rúður í húsinu. Í síðara skiptið var útihurð brotin upp með slökkviliðstæki." Sveinn segir það liggja fyrir að Jón Hilmar hafi í hvorugt skiptið verið nálægt umræddu húsi og ljóst að umræddir aðilar hafi ekki verið á vegum Jóns eða að gera eitthvað að hans beiðni. „Jón Hilmar hefur aldrei haft í hótunum við hina kúbversku fjölskyldu, hvorki fyrr né síðar. Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar," segir Sveinn einnig og bætir því við að Jón sé „blessunarlega laus við fordóma í garð fólks af öðrum kynþætti eða þjóðerni og það síðasta sem hann myndi gera væri að kynda undir kynþáttaofsóknum." Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07 Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09 Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00 Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Jón Hilmar Hallgrímsson, sem var handtekinn og úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna meints kynþáttahaturs og hótana gagnvart kúberskum feðgum var ekki viðstaddur þegar eignaspjöll voru framin á heimili feðganna og hann er blessunarlega laus við kynþáttafordóma. Þetta segir lögmaður Jóns, Sveinn Andri Sveinsson, í yfirlýsingu sem hann hefur sent fjölmiðlum. „Í tilefni af fjölmiðlaumfjöllun undanafarinna daga sér undirritaður f.h. Jóns Hilmars Hallgrímssonar sig tilneyddan til þess að koma að athugasemdum vegna sérlega óvandaðs fréttaflutnings í fjölmiðlum í tilefni af meintum kynþáttaofsóknum gegn Íslendingum af kúbverskum uppruna," segir Sveinn Andri. Hann segir tildrög málsins vera erjur milli hópa ungmenna í Menntaskólanum í Kópavogi. „Ungur frændi Jóns Hilmars var í öðrum hópnum og hafði samband við Jón þar sem honum stóð stuggur af þeim hópi ungmenna sem tekið hafði sér stöðu með hinum kúbverska dreng." Jón Hilmar Hallgrímsson.MYND/Fréttablaðið Sveinn segir að Jón hafi hringt í kúbverska piltinn til þess að freista þess að róa málin en að hann hafi ekki haft erindi sem erfiði. „Í fjölmiðlum hefur tveimur staðhæfingum verið slegið fram sem staðreyndum; annars vegar að umbj. minn hafi ráðist inn á heimili hinnar kúbversku fjölskyldu og framið þar eignaspjöll og hins vegar að hann hafi haft í hótunum við piltinn kúbverska," segir Sveinn Andri ennfremur. „Í tvö skipti voru framin eignaspjöll; í fyrra skiptið var á ferðinni hópur unglinga með golfkylfur og fleiri áhöld og brutu rúður í húsinu. Í síðara skiptið var útihurð brotin upp með slökkviliðstæki." Sveinn segir það liggja fyrir að Jón Hilmar hafi í hvorugt skiptið verið nálægt umræddu húsi og ljóst að umræddir aðilar hafi ekki verið á vegum Jóns eða að gera eitthvað að hans beiðni. „Jón Hilmar hefur aldrei haft í hótunum við hina kúbversku fjölskyldu, hvorki fyrr né síðar. Þvert á móti reyndi hann að stilla til friðar en uppskar aðeins hótanir og svívirðingar," segir Sveinn einnig og bætir því við að Jón sé „blessunarlega laus við fordóma í garð fólks af öðrum kynþætti eða þjóðerni og það síðasta sem hann myndi gera væri að kynda undir kynþáttaofsóknum."
Mál Jóns stóra Tengdar fréttir Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07 Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09 Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17 Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00 Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13 Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Erlent Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Innlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Erlent Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Erlent Fleiri fréttir Óvenjulítill snjór á hálendinu auki rýrnun jökla í sumar Segist hafa skipað hæfasta fólkið þvert á athugasemdir verkfræðinga Bæjarstjóri Ölfus biðlar til ríkisins vegna Garðyrkjuskólans „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Sjá meira
Krafist gæsluvarðhalds yfir meintum kynþáttahatara Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu hefur óskað eftir gæsluvarðhaldi yfir manni á fertugsaldri sem handtekinn var vegna gruns um að hafa hótað feðgum af kúbverskum uppruna lífláti og að hafa valdið eignaspjöllum á heimili þeirra í Vesturbæ Reykjavíkur. 13. september 2010 12:07
Feðgar flúðu land eftir ofsóknir Tveir karlmenn eru í haldi lögreglu fyrir að hóta feðgum lífláti. Feðgarnir sem eru af kúberskum uppruna eru íslenskir ríkisborgarar og hafa búið Íslandi í meira en áratug. Þeir flúðu land í dag og fylgdi lögreglumaður þeim út á flugvöll. Greint var frá málinu í kvöldfréttum Ríkissjónvarpsins. 12. september 2010 19:09
Nemandi við MK: Málið snýst ekkert um kynþáttafordóma Nemandi við Menntaskólann í Kópavogi segir ekkert hæft í því að kynþáttafordómar séu orsök deilna á milli nemenda við skólann og drengs af kúbversku bergi brotnu. 13. september 2010 13:17
Í haldi grunaður um að ofsækja kúbverska fjölskyldu Einn maður er í haldi lögreglu, grunaður um að hafa ofsótt fjölskyldu af kúbverskum uppruna í Reykjavík, með þeim afleiðingum að fjölskyldufaðirinn og eldri sonur hans, 17 ára, flúðu land í gær, í lögreglufylgd. 13. september 2010 08:00
Meinti kynþáttahatarinn áður handtekinn af sérsveit lögreglunnar Karlmaðurinn sem hefur verið úrskurðaður í gæsluvarðhald vegna árásar á heimili kúbverskra feðga um helgina heitir Jón Hilmar Hallgrímsson, oft kallaður Jón stóri. 13. september 2010 19:13