Maður misnotaði stúlkur í Reykjahlíð 16. september 2010 03:00 Kynntu niðurstöður - Vistheimilanefnd undir forystu Róberts Spanó kynnti niðurstöður annarrar áfangaskýrslu sinnar í Þjóðmenningarhúsinu í gær. Fréttablaðið/Stefán Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
Flest bendir til þess að gestkomandi maður hafi beitt stúlkur á vistheimilinu í Reykjahlíð kynferðislegu ofbeldi í upphafi sjöunda áratugar. Þetta kemur fram í annarri áfangaskýrslu vistheimilanefndar, sem kynnt var í gær. Í niðurstöðum nefndarinnar, sem rannsakaði nú vistheimilið að Silungapolli og heimavistarskólann að Jaðri auk Reykjahlíðar, kemur þó fram að börnin sem þar voru vistuð hafi almennt ekki sætt illri meðferð eða ofbeldi af hendi starfsfólks eða vistmanna. „Það er niðurstaða okkar að telja verði meiri líkur en minni á því að sumir vistmenn í Reykjahlíð hafi sætt kynferðislegu ofbeldi af hálfu gestkomandi einstaklings,“ sagði Róbert Spanó, formaður nefndarinnar. Fjórar konur sem voru vistaðar í Reykjahlíð á aldrinum 6 til 12 ára báru í viðtölum við nefndina að maður sem var þá í tygjum við forstöðukonu Reykjahlíðar og var þar stundum gestur hefði brotið á þeim. Þrír aðrir viðmælendur sögðust hafa orðið vitni að brotum mannsins, sem káfaði á kynfærum ungra stúlkna, bæði utanklæða og innan. Maðurinn lést árið 1966, nokkru eftir að sambandi hans við forstöðukonuna lauk. Konurnar báru að þær hefðu tilkynnt um brot mannsins en mætt sinnuleysi og afneitun hjá forstöðukonu og starfsfólki, sem í viðtölum við nefndina neituðu að hafa heyrt af málinu og efuðust um að slíkt hefði getað viðgengist á heimilinu. Auk þessa bar fyrrverandi vistmaður fyrir nefndinni að hann hefði verið misnotaður af manni sem hefði stundum starfað við smíðar og þess háttar á Reykjahlíð. Meginþráðurinn í skýrslunni er að þó almennt hafi ekki verið um ofbeldi eða illa meðferð að ræða á þessum stofnunum sé hægt að gera athugasemdir við ófullnægjandi málsmeðferð og skort á eftirliti barnaverndaryfirvalda með rekstri þeirra. Í tillögum sínum varðandi greiðslu skaðabóta til þeirra vistmanna sem telja sig eiga heimtingu á slíku, geðheilbrigðisúrræði og gildi skýrslunnar fyrir framtíðarstefnu í barnaverndarmálum vísar nefndin í tillögur úr fyrri skýrslum. Á grundvelli þeirra voru meðal annars sett lög um sanngirnisbætur fyrir misgjörðir á stofnunum og heimilum sem nefndin hefur fjallað um. thorgils@frettabladid.is
Fréttir Mest lesið „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Innlent Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Innlent Ósköp venjuleg kona ráðin sem leigumorðingi eftir kynni á stefnumótaforriti Erlent Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax Innlent Söguleg sátt milli há- og lágmenningar á Klapparstíg Lífið „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Innlent Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Innlent Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Innlent Fleiri fréttir Stærðar borgarísjaki sást vestur af Látrabjargi „Hefði ég ekki verið kominn af stað væri ég ekki að tala við þig núna“ Kærumál seinkar verklokum við brúagerð í Gufudalssveit Bjóða þeim sem skera niður regnbogafána í heimsókn Valdar strætóleiðir ganga oftar og lengur Hafi ekki forsendur til að efast um ákvörðun Sjúkratrygginga Rannsókn á „bíræfnum“ þjófnaði á viðkvæmu stigi Niðurgreiðsla sálfræðiþjónustu verði tryggð Niðurgreidd sálfræðiþjónusta, tollar á lyf og hitamet Óprúttnir aðilar hóta rofinni rafmagnstengingu berist greiðsla ekki strax „Ég hef engar vísbendingar fengið um að þetta sé að gerast“ Allir gangi hamingjusamir úr nýjustu sundlaug landsins Ástandið á Gasa: 42 prósent telja að Íslendingar ættu að beita sér meira „Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Teiknaði hakakross á hurðina hjá nágrannanum Stálu myndavélum fyrir þrjár milljónir: „Grunar að þessu hafi verið stolið eftir pöntun“ Skrefi nær draumnum um þjónustuíbúð með vinningnum Minkurinn stakk sér á kaf eftir fiski í Elliðaám Íslendingur á Spáni sagður þungt haldinn vegna hitaslags „Ómetanlegur fjársjóður“ í heimsókn á Íslandi Tilkynnt um bíl fullan af bensínbrúsum Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Tollarnir sem bíta nú þegar, sögulegur fundur og fjársjóður Fækkar sífellt í Þjóðkirkjunni Rithöfundur ráðinn til varnarmálaskrifstofunnar Barinn við barinn en gerandinn farinn Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Gerðu langtímasamning um niðurgreidd liðskipti og brjóstaminnkun Dagbjartur aðstoðar Daða Má Innviðaráðherra leggur af stað í fundaferð um samgöngumálin Sjá meira
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent
„Stærsti höfundaréttarþjófnaður sögunnar“: Skora á íslensk stjórnvöld að feta í fótspor Dana Innlent