Enn um landhreinsun Jón Baldvin Hannibalsson skrifar 5. nóvember 2010 06:00 Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jón Baldvin Hannibalsson Mest lesið Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon Skoðun Hvenær leiddist þér síðast? Daðey Albertsdóttir,Silja Björk Egilsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Halldór 03.05.2025 Halldór Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Sjá meira
Dálkahöfundur Fréttablaðsins þykist kunna skýringu á því, hvers vegna ég get ekki mælt með Árna Mathiesen í stjórnunarstöðu hjá FAO vegna ferils hans í aðdraganda hruns. Skýring Björns er einföld: "Í hans ráðherratíð (þ.e. Jóns Baldvins) réði hann nefnilega ekki - eða studdi til starfa - aðra en samflokksmenn". Ég efast um, að t.d. Ingimundur Sigfússon, fv. formaður fjáröflunarnefndar Sjálfstæðisflokksins, sem ég skipaði sendiherra, telji það kompliment að vera stimplaður krati. Alla vega er þessi fullyrðing blaðamannsins ekki sannleikanum samkvæm. Fæstir þeirra sem ég "studdi til starfa", hefðu gengist við því að vera kratar, enda ráðnir í þjónustuna af utanríkisráðherrum helmingaaskiptaflokkanna. Það var því varla öðrum til að dreifa til "að styðja til starfa", eins og Björn orðar það. Þannig skipaði ég fyrstu konuna í sendiherraembætti, Sigríði Snævarr, eiginkonu Kjartans Gunnarssonar, framkvæmdastjóra Sjálfstæðisflokksins Hins vegar kannast ég ekki við að nánustu samstarfsmenn mínir í EES- samningunum, t.d. Hannes Hafstein, aðalsamningamaður, eða sendiherrarnir Gunnar Snorri Gunnarsson og Einar Benediktsson hafi verið í Alþýðuflokknum. Heyrði ég rétt, að Einar hafi verið að segja sig úr Sjálfstæðisflokknum? Ég sá hins vegar enga ástæðu til að setja sósíaldemókrata í "Berufsverbot" (atvinnubann), þegar starfshæfni þeirra var óvéfengjanleg. Gott dæmi um það var skipun Kjartans Jóhannssonar sendiherra hjá EFTA. Kjartan er doktor í verk - og hagfræði og reyndist svo vel í starfi, að hann þótti eftirsóttur sem framkvæmdastjóri EFTA. Tímabilið 1988-94 er lengsta samdráttarskeið lýðveldissögunnar. Af sparnaðarástæðum var því lengst af ráðningarbann í gildi, þ.e. nýtt fólk var aðeins ráðið til starfa í stað þeirra sem hættu. Í góðærinu fram að hruni fjölgaði starfsmönnum utanríkisþjónustunnar gríðarlega.Vonandi verður þó langt í það, að annar utanríkisráðherra slái met Davíðs Oddssonar, sem skipaði ellefu sendiherra - flesta hverja pólitíska trúnaðarmenn sína - á þeim fáum mánuðum, sem hann gisti ráðuneytið, áður en hann stýrði Seðlabankanum í hrun. Vilji lesendur hins vegar forvitnast um það, hvers vegna ég tel, að utanríkisráðherra hefði átt að láta ógert að senda Mathiesen til Rómar, geta menn séð rökstuðning minn fyrir því í greininni (Land)hreinsun á heimasíðu minni: jbh.is. Ætli okkur veiti af að efla annars konar útflutningi næstu misserin.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar