Forkastanleg vinnubrögð sérstaks saksóknara Jakob Frímann Magnússon skrifar 8. maí 2010 06:00 Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jakob Frímann Magnússon Skoðun Vinsælast 2010 Mest lesið Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun Skoðun Skoðun Er veganismi á undanhaldi? Hópur meðlima Samtaka grænkera á Íslandi skrifar Skoðun Lýðræðið tekið úr höndum nemenda í Lundarskóla Benedikt Már Þorvaldsson skrifar Skoðun Geðheilbrigði er mannréttindamál Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Stuðningsyfirlýsing forstöðumanna Sólheima Elfa Björk Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar Skoðun Tími skyndilausna á húsnæðismarkaði er liðinn Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Lýðræði í mótvindi Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Orka Breiðafjarðar Ingólfur Hermannsson skrifar Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar Skoðun Eigum við samleið Ragnheiður Ríkharðsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorð Palestínu Guðný Gústafsdóttir skrifar Skoðun Agaleysi bítur Árelía Eydís Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar Skoðun Ísland boðar mannúð en býður útlegð Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Börnin eru ekki tölur Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Endurskoðun vaxtarmarka forsenda frekari uppbyggingar Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Að kveikja á síðustu eldspýtunni Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Hvað veit Hafró um verndun hafsvæða? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Ógnar stjórnleysi á landamærunum íslensku samfélagi? Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Grímulaus aðför að landsbyggðinni Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Menningarstríð í borginni Hildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Málfrelsið Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Austurland lykilhlekkur í varnarmálum Ragnar Sigurðsson skrifar Skoðun Áhyggjur af fyrirhugaðri sameiningu Hljóðbókasafns Íslands Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Fjárfesting í færni Maj-Britt Hjördís Briem skrifar Skoðun Hvar á ég heima? Aðgengi fólks með POTS að heilbrigðisþjónustu Hugrún Vignisdóttir skrifar Sjá meira
Hálfu öðru ári eftir hrun íslenska bankakerfisins hefur orðið háværari krafan um sýnilegan afrakstur rannsóknarvinnu sérstaks saksóknara og annarra sem treyst hefur verið til að komast til botns í meintum sakarefnum tengdum hruninu. Samkvæmt íslenskum lögum eru menn saklausir þar til sekt þeirra hefur verið sönnuð. Speglar það ekki vissa örvæntingu og vísbendingu um getuleysi rannsóknaraðila og ákærenda að boða síendurtekið til blaðamannafunda og tilkynna að til standi að rannsaka þennan eða hinn og láta birta myndir af hinum sömu? Er sú lenska ekki með öllu óþolandi að þeir sem treyst hefur verið til svo vandasamra verka af sjálfu ríkinu skuli síendurtekið leita á náðir dómstóls götunnar í stað þess að vinna verk sín í kyrrþey, birta síðan ákærur ef einhverjar eru og láta dómstólum eftir að dæma? Við minnumst miskunnarleysis og handjárnunar vegna Hafskipsmálsins á níunda áratugnum sem síðan reyndist tilbúningur samkeppnisaðila. Lærðum við af því? Ekki nokkurn skapaðan hlut. Íslenskir embættis- og rannsóknarmenn hafa ítrekað beitt þeim ráðum á undanförnum árum að kalla til fjölmiðla og þar með dómstól götunnar þegar kosið hefur verið að klekkja á einhverjum ÁÐUR en rannsókn, ákæra og dómur liggur fyrir. Nægir þar að nefna innrás skattrannsóknarstjóra í Norðurljós Jóns Ólafssonar á sínum tíma, mislukkaða tilraun til að hneppa Jón Ásgeir í handjárn á Keflavíkurvelli er hann kaus á síðustu stundu að lenda í Reykjavík og fjölmarga blaðamannafundi sérstaks saksóknara, ríkislögreglustjóra og skattrannsóknarstjóra á undanförnum misserum með gömlu tugguna: "Okkur grunar að þessi eða hinn eigi skilið ærlega ráðningu, við ætlum að kalla hann fyrir, rannsaka, ákæra og láta dæma ef kostur er..hmm, ..en hér er sumsé skúrkurinn !" Þessari aðferðafræði rannsóknar- og ákæruaðila hljóta allir sæmilega innrættir Íslendingar að hafna gjörsamlega og furðulegt að enginn hafi til þessa haft döngun í sér til þessa að gera það opinberlega svo eftir sé tekið. Er það ekki bein vísbending um getuleysi, kvíða og skort á sjálfstrausti sérstaks saksóknara að freistast til þess að kalla til fjölmiðla og stinga tveimur mönnum í tukthús ÁÐUR en mál þeirra hafa verið krufin til mergjar, ákæra birt og dómur upp kveðinn. Rætt hefur verið um "rannsóknarhagsmuni" en vitað er að legið hefur verið yfir þessum málum frá því í fyrra og ekkert nýtt komið fram. Kynni það að vera stærsta áhyggjuefni sérstaks saksóknara að forsíðumyndir blaðanna í gær af handtöku tveggja bankamanna verði einu handtökumyndirnar sem hann nái að kreista úr öllu sínu puði og því eins gott að grípa til krassandi PR-bragðs án tafar ? Létta aðeins á þrýstingnum? Sefa vinnuveitendur sína? Um sekt eða sakleysi umræddra aðila skal algerlega ósagt látið. Vitað er að þeir eiga börn á viðkvæmum aldri og fjölskyldur sem hljóta að vera í losti. Væri umrædd handtaka afrakstur þeirrar vinnu sem sérstökum saksóknara var sett fyrir, þ.m.t. ákæru og fenginni niðurstöðu dómstiganna tveggja gegndi öðru máli. Okkur ber að standa vörð um hugtakið réttarríki á Íslandi. Því er um þessar mundir mjög í tvísýnu teflt af embættismönnum sem ekki virðast starfi sínu vaxnir og brjóta beinlínis lög með framferði sínu. Dómsmálaráðherra ber hér eftir að víkja tafarlaust úr starfi embættismönnum sínum sem hyggjast starfa með þessum hætti. Það er einfaldlega nóg komið. Réttarríkið er í húfi. Höfundur er framkvæmdastjóri Miðborgarinnar okkar og formaður STEF & FTT.
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun
Skoðun Sniðganga fyrir Palestínu Hólmfríður Drífa Jónsdóttir,Ragnhildur Hólmgeirsdóttir,Hrönn G. Guðmundsdóttir,Katrín Björg Þórisdóttir,Þorbjörg Ída Ívarsdóttir,Yvonne Höller skrifar
Skoðun Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson skrifar
Skoðun Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson skrifar
Skoðun Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson skrifar
Skoðun Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens skrifar
Skoðun Lág laun og álag í starfsumhverfi valda skorti á fagfólki Laufey Elísabet Gissurardóttir,Steinunn Bergmann,Þóra Leósdóttir skrifar
Hinsegináætlun stjórnvalda – pólitísk hugmyndafræði í stað staðreynda Eldur Smári Kristinsson Skoðun
Öfga-hægrið hefur rétt fyrir sér: Íslensk menning á undir högg að sækja - en skjöldur hennar er fjölbreytileikinn Josie Anne Gaitens Skoðun
Axarvegur styttir leiðina milli Suðurlands og Egilsstaða um tæpa 70 km Kristján Ingimarsson Skoðun
Greinin vex í þá átt sem hún er beygð: Um umdeildar sameiningarþreifingar HA og Bifrastar Guðmundur Oddsson Skoðun
Ríkisstjórnin svíkur verkafólk: Ætlar að leggja niður jöfnunarframlagið Vilhjálmur Birgisson Skoðun