Umfjöllun: KR-ingar byrja tímabilið af krafti Stefán Árni Pálsson skrifar 7. október 2010 23:10 Mynd/Daníel KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1. Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
KR-ingar unnu virkilega fínan sigur á Stjörnunni í fyrstu umferð Iceland-Express deild karla í Vesturbænum í kvöld. Framlengja þurfti leikinn en KR-ingar voru of sterkir og unnu 108-90 í hörkuleik. Stjörnumenn virtust ætla byrja leikinn af krafti en þeir skoruðu fyrstu tvær körfur leiksins. Sú forysta hélst nú ekki lengi og heimamenn tóku strax öll völd á vellinum. Um miðjan fyrsta leikhluta var staðan orðin 26-14 fyrir KR og Stjarnan virtist vera ennþá í sumarfríi. Rétt undir lok fyrsta leikhluta náðu gestirnir aftur á móti að rétta aðeins úr kútnum og minnkuðu muninn í 33-28 með flautukörfu frá Fannari Frey Helgasyni. Flautukarfa Fannars hafði lítið að segja því KR-ingar byrjuðu annan leikhluta gríðarlega vel. Fljótlega voru heimamenn komnir með 17 stiga forskot, 50-33. Brynjar Þór Björnsson og Pavel Ermolinskij voru að spila sérstaklega vel fyrir KR-inga og það var hausverkur Teits Örlygssonar, þjálfara Stjörnunnar, að finna leið til að stoppa þá í síðari hálfleiknum. KR-ingar höfðu 14 stiga forystu í hálfleik, 56 - 42. KR-ingar byrjuðu síðari hálfleikinn eins og þeir enduðu þann fyrri og komust fljótlega í 66-46 og gestirnir virtust sigraðir. Smá saman fóru Stjörnumenn að minnka muninn og heimamenn virtust ætla hleypa þeim inn í leikinn. Staðan var 75-62 fyrir KR eftir þrjá leikhluta en það sást á leik gestanna að þeir voru hvergi nærri hættir. Fjórði leikhlutinn var æsispennandi og Stjörnumenn héldu áfram að saxa á forskot KR-inga. Gestirnir náðu að jafna leikinn 84-84 þegar lítið var eftir og komust síðan yfir í næstu sókn. Þegar um tíu sekúndur voru eftir af venjulegum leiktíma náði Brynjar Þór Björnsson, leikmaður KR, að fiska villu á gestina og jafnar leikinn á vítapunktinum. Stjörnumenn vildi fá dæmdan ruðning en svo var ekki. Framlengja þurfti leikinn og það var strax ljóst á fyrstu mínútu framlengingarinnar að gestirnir höfðu notað alla sína orku í að jafna leikinn. KR-ingar rúlluðu yfir Stjörnumenn í Framlengingunni og unnu öruggan sigur 109-90. Pavel Ermolinskij var gjörsamlega óstöðvandi í liði KR en hann náði þrefaldri tvennu. Pavel skoraði skoraði 22 stig, náði 14 fráköstum og gaf 11 stoðsendingar. Breiddin hjá KR-ingum var hreinlega of mikil fyrir gestina og þeir voru einfaldlega orkumeiri í framlengingunni.Stig KR: Brynjar Þór Björnsson 23/6 fráköst, Pavel Ermolinskij 22/14 fráköst/11 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 13/4 fráköst, Fannar Ólafsson 10/5 fráköst, Hreggviður Magnússon 9/5 fráköst, Finnur Atli Magnússon 9/7 fráköst, Jón Orri Kristjánsson 8, Marcus Walker 7/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 4/4 fráköst, Martin Hermannsson 3..Stig Stjörnunnar: Justin Shouse 21/7 stoðsendingar, Fannar Freyr Helgason 17/9 fráköst, Kjartan Atli Kjartansson 17, Marvin Valdimarsson 11/4 fráköst, Jovan Zdravevski 10/4 fráköst/9 stoðsendingar/5 stolnir, Birgir Björn Pétursson 7/10 fráköst, Guðjón Lárusson 4, Birkir Guðlaugsson 2, Ólafur Aron Ingvason 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti Dagskráin í dag: Besta deild kvenna, enskur fótbolti og fleira Sport Tom Brady steyptur í brons Sport Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti