Schumacher búinn að finna neistann 10. maí 2010 12:13 Michael Schumacher hjá Mercedes ræðir við starfsmann Ferrari, en hann vann áður hjá Ferrari með góðum árangri eins og frægt er. Mynd: Getty Images Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry. Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
Nick Fry hjá Mercedes segir að Michael Schumacher sé búinn að finna neistann aftur í Formúlu 1, eftir að hann var hálf ráðvilltur eftir Kína kappaksturinn þar sem honum gekk miður vel. Schumacher fékk endurbættan og lengri bíl í hendurnar um helgina á Spáni og náði fjórða sæti. "Neistinn er kominn aftur. Hann var ráðvilltur í Kína, það eru bestu lýsingarorðin. Ég held að Schumacher hafi ekki skilið hvað vandamálið var og það er alltaf áhyggjuefni. Frá fyrsta æfingadegi á Spáni þá var hann með allt á hreinu. Maður heyri í gegnum talkerfinu að sjálfstraustið var til staðar. Hann veit nákvæmlega hvað hann vil og náði því fram", sagði Fry í samtali við Autosport. "Schumacher skildi ekki hvað var í gangi í Kína og varði degi með tæknimönnum sínum eftir keppnina og fór svo dag í hjólreiðatúr með þeim. Ég held að þeir hafi fundið út hvað skorti." Engu að síður varð Schumacher mínútu á eftir sigurvegaranum Mark Webber, en liðsfélaga hans Nico Rosberg gekk verr í fyrsta skipti á árinu og fékk engin stig í mótinu. "Þegar maður klárar mínútu á eftir þá er það svekkjandi. Ég býst ekki við að Red Bull hafi svona forskot á öðrum brautum, en Barcelona brautin hentaði bílnum vel. Trúlega hafa þeir hálfa sekúndu á okkur í heildina litið. Það er því mikil vinna framundan", sagði Fry.
Mest lesið „Það er björt framtíð á Nesinu“ Sport Fantasýn: Sölvi Tryggva með leynivopn Enski boltinn Magnús verður áfram í Mosfellsbæ Íslenski boltinn Íslendingaliðið sótti stig og Aston Villa vann mótmælaleikinn Fótbolti „Við vorum sjálfum okkur verstir“ Handbolti Fótboltaleikur í beinni á TikTok í fyrsta sinn Enski boltinn Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Baldur Fritz fór á kostum og Afturelding styrkti stöðuna Handbolti „Þurfum að fara átta okkur á því hversu góðir við erum í körfubolta“ Sport Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira