Netglæpamenn geta notað óvarðar tölvur til innbrota 21. október 2010 05:30 Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni.Nordicphotos/AFP Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira
Fjarskipti Íslenskur almenningur verður sjálfur að gæta að öryggi eigin tölvubúnaðar, bæði til að verja eigin upplýsingar og til að tölvur þeirra séu ekki notaðar til árása eða innbrota í tölvukerfi annars staðar í heiminum, segir sérfræðingur í netöryggi. „Ef ríkið getur ekki séð um að verja þig verður þú að verja þig sjálfur,“ segir Jón Kristinn Ragnarsson, sem vann meistaraverkefni í alþjóðasamskiptum við Háskóla Íslands um netógnir. Eins og fjallað var um í Fréttablaðinu í gær eru engar miðlægar varnir til staðar hér á landi gegn tölvuárásum, þrátt fyrir að slíkar árásir geti haft alvarlegar afleiðingar. Bæði Varnarmálastofnun og Póst- og fjarskiptastofnun hafa undirbúið uppsetningu slíkra varna, en ekkert fé hefur fengist til þess að koma þeim á fót. Jón Kristinn segir almenning geta varið eigin tölvur, þó að stjórnvöld verði að koma að því að verja landið. Hann segir fólk verða að gæta að því að vírusvörn og eldveggur séu í notkun, og öll forrit séu uppfærð reglulega. Ef þetta sé ekki gert geti tölvuglæpamenn notað tölvur þeirra til að fremja glæpi hvar sem er í heiminum. Einnig sé hægt að nota tölvurnar til að gera álagsárásir, sem geta sett tölvukerfi heilu þjóðanna á hliðina. Glæpir Tölvuglæpir eru vaxandi vandamál í heiminum. Almenningur getur gert ýmislegt til að verja eigin tölvur, en ekkert hefur verið gert til að verja allt tölvukerfið á Íslandi í heild sinni. Nordicphotos/AFP Íslensk tölvufyrirtæki eru mjög meðvituð um hættuna sem stafar af tölvuárásum, og stórir rekstraraðilar tölvukerfa þurfa að verjast minni háttar árásum daglega. Öflugar tölvuárásir eru sjaldgæfari, en þó eru þekkt dæmi um slíkt. Öflug tölvuárás á margar íslenskar vefsíður samtímis gæti haft það í för með sér að samskipti í gegnum tölvur og síma á landinu öllu myndu detta niður. Jón Kristinn segir að ástandið sem það myndi skapa gæti minnt á ástandið 7. október 2008, þegar Glitnir og Landsbankinn féllu. „Ég er hræddur um að afleiðingarnar yrðu alger ringulreið,“ segir Jón Kristinn. Hann segir að ef ráðist verði á vefsíður bankanna, sem hafi heldur betur verið milli tannanna á fólki erlendis undanfarið, geti það valdið ótta fólks um að peningarnir þeirra séu ekki öruggir. Erfitt verði að koma upplýsingum um ástandið til fólksins ef netið liggi niðri, sem geti alið á enn meiri ótta. Aukin áhersla á rafræna stjórnsýslu gerir landið sífellt veikara fyrir árásum tölvuglæpamanna. Jón Kristinn segir að stjórnvöld ættu að stofna viðbragðshóp til að bregðast við tölvuárásum, og gera úttekt á helstu veikleikum kerfisins. Þá sé mikilvægt að efla tengslin við hin Norðurlöndin, og tengslin við tölvuvarnadeild Atlantshafsbandalagsins. brjann@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Innlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Innlent Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Erlent Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Innlent PAP vann stórsigur í Singapúr Erlent Fleiri fréttir Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið „Mér finnst þetta ómöguleg framkoma“ Í leyfi frá þingstörfum og flytur til New York Óljóst hvers vegna ferðamanni var haldið í gíslingu Borgarstjóri sé brennuvargur en Framsókn í slökkviliðinu Sjá meira