Stefán með slitna hásin: Ég er ekki óheppnasti handboltamaðurinn Henry Birgir Gunnarsson skrifar 13. ágúst 2010 07:00 Fréttablaðið/Anton Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér," sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur," sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í handboltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira," sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona," sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlinum af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórssyni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti," sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið. Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Sjá meira
Hinn lunkni hornamaður Fram, Stefán Baldvin Stefánsson, verður væntanlega ekkert með Frömurum í vetur eftir að hafa slitið hásin á æfingu í vikunni. „Ég var að taka af stað og þá var eins og það væri sparkað aftan í mig þó svo það væri enginn nálægt. Þetta var sárt en ég gerði mér strax grein fyrir því hvað hefði gerst. Hef séð svona gerast og veit hvernig það lýsir sér," sagði Stefán Baldvin svekktur. „Það er talað um að sinin sjálf jafni sig á hálfu ári. Þá á ég eftir að komast í form og styrkja sinina. Það er því frekar hæpið að ég nái að spila eitthvað í vetur," sagði Stefán en þetta er mikið áfall fyrir Framara enda missti liðið annan vinstri hornamann á dögunum er Guðjón Finnur Drengsson ákvað að ganga í raðir Selfoss. Það verður seint sagt að lukkan leiki við Stefán Baldvin í handboltanum því á síðasta vetri skaddaðist hann mjög illa á auga er hann fékk putta í augað. Hann hefur síðan þurft að leika með hlífðargleraugu. „Ég er með 20 prósent sjón á auganu og það lagast líklega ekki meira," sagði Stefán en hann ætlar ekki að hætta í boltanum þó mótlætið sé mikið. „Þegar ég hætti þá mun ég hætta á eigin forsendum. Ég hef ekki áhuga á því að enda ferilinn svona," sagði hinn 28 ára gamli Stefán sem þvertekur fyrir að vera orðinn óheppnasti handboltamaður landsins og hafi þar með tekið við kyndlinum af hinum seinheppna Stjörnumanni, Vilhjálmi Halldórssyni. „Ég á nokkuð í land með að ná honum. Hef ekki enn dottið ofan af þaki og ökklabrotnað í píptesti," sagði Stefán léttur en hann segist vera mjög jákvæður þrátt fyrir allt mótlætið.
Olís-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Hvolfdu kamri, skölluðu Víking og voru piparúðaðir út Fótbolti Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti „Algjörlega óásættanlegt“ og stuðningsmennirnir verða settir í bann Fótbolti Sjáðu mörkin sem gerðu stuðningsmenn Bröndby alveg bandbrjálaða Fótbolti Þýsk fótboltagoðsögn dæmd í fangelsi Fótbolti Sterkasti maður Íslands 2025: Hafþór Júlíus ætlar að vinna í tólfta sinn Sport Enska augnablikið: 13 ára Hjörvar tók andköf Enski boltinn Samdi við kríuna um að koma sér á brott Golf Fleiri fréttir Ágúst Elí leysir af Landin hjá besta liði landsins Leðurblökur að trufla handboltafélag Markvörður íslenska liðsins með fimm mörk Íslensku strákarnir byrjuðu HM á 22 marka sigri Þýsku meistararnir urðu að segja upp öllum leikmönnunum sínum Blær og félagar „niðurlægðir“ á undirbúningstímabilinu „Mikilvægt að fá nýjan og ferskan Blæ inn í þetta“ Guðjón Valur orðaður við Kiel Holland fór illa með stelpurnar okkar í seinni hálfleik Íslensk landsliðskona skrifar um glímu sína við átröskun Stelpurnar fóru illa með færeyrsku frænkur sínar Sú markahæsta sett í bann því liðsfélagarnir neita að æfa með henni Ekkert spilað í þrjú ár eftir ítrekuð læknamistök Gull og brons á Ólympíuhátíð Evrópuæskunnar Annað risastórt kvennahandboltafélag gjaldþrota Strákarnir brunuðu í úrslitaleikinn Tjörvi Týr færir sig um set í Þýskalandi Ákvað að fara þegar faðir hans var rekinn Stelpurnar tryggðu sér fimmtánda sætið Stelpurnar réðu ekki við þær serbnesku Erlangen staðfestir komu Andra Grétar kveður Frakkland og fer til Grikklands Aron Pálmars fær kveðjuleik í Kaplakrika og Veszprém mætir Ásthildur skoraði átján mörk í stórsigri íslensku stelpnanna „Margt dýrmætt á þessum ferli“ Valskonur þurfa að vinna hollensku meistarana til að fá Íslendingaslag Elín Jóna ólétt og verður ekki með á HM Giorgi Dikhaminjia aftur til Íslands Þorsteinn Gauti semur við Sandefjord Hneykslast á kostnaði við kveðjuveislu Þóris og Lio Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Tapsárir Danir lentu í skærum við lögreglu: Piparúða beitt, ferðaklósetti velt og fimm milljón króna tjón Fótbolti