Umfjöllun: Grindavík slátraði Fjölni í fjórða leikhluta Stefán Árni Pálsson skrifar 9. desember 2010 22:45 Úr leik liðanna í kvöld. Mynd/Valli Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst. Dominos-deild karla Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Sjá meira
Grindvíkingar unnu sterkan sigur gegn Fjölni , 86-69, í tíundu umferð Iceland-Express deild karla í körfubolta í kvöld en leikurinn fór fram í Grafarvoginum. Fjölnismenn voru með yfirhöndina stórann hluta af leiknum en gestirnir í Grindavík gjörsamlega keyrðu yfir óreynda Fjölnismenn í fjórða leikhlutanum og sigruðu að lokum örugglega. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var atkvæðamestur hjá gestunum með 20 stig en Ægir Steinarsson skoraði 17 stig fyrir Fjölni. Fjölnismenn eru alltaf stórhættulegir og hafa að skipa sprækum og ungum leikmönnum í bland við reynslumikla menn. Fjölnir gerði sér lítið fyrir og sló út ÍR í Powerade-bikarnum í síðustu viku og það örugglega en heimamenn eru í 7.sæti deildarinnar með 8 stig. Grindvíkingar eru aftur á móti í harðri toppbaráttu og mega hvergi misstíga sig. Gestirnir hafa verið nánast óstöðvandi í vetur og eru í öðru sæti deildarinnar með 14 stig. Það leit allt út fyrir að hitinn í leiknum myndi verða svipaður og á grillinu hér Dalhúsum. Heimamenn byrjuðu með miklum látum og Grindvíkingar voru hreinlega ekki mættir til leiks en Fjölnir komst í 18-8 í fyrsta leikhluta. Magni Hafsteinsson, leikmaður Fjölnis, var að leika virkilega vel í byrjun en hann setti niður þrjár þriggja stiga körfur í fjórðungnum. Staðan var 26-16 eftir fyrsta fjórðung og Grindvíkingar þurftu að hysja upp um sig buxurnar. Heimamenn héldu áfram uppteknum hætti í byrjun annars leikhluta og náðu strax 15 stiga forystu 31-16. Grindvíkingar vöknuðu þá aðeins til lífsins og minnkuðu hægt og rólega muninn. Ryan Pettinella, leikmaður Grindvíkinga, var að leika ágætlega og skoraði 13 stig í fyrri hálfleiknum. Ægir Steinarsson stýrði sókn Fjölnis eins og herforingi og skoraði að auki 12 stig í hálfleiknum. Grindvíkingar skoruðu ekki eina einustu þriggja stiga körfu í fyrri hálfleiknum og skotnýting liðsins var alls ekki nægilega góð. Staðan eftir tvo leikhluta var samt sem áður 42-36 og gestirnir vel inn í leiknum. Það tók gestina aðeins tvær mínútur að komast yfir í þriðja leikhlutanum en þeir breyttu stöðunni í 42-41 sér í vil. Það var jafnt á öllum tölum það sem eftir var af fjórðungum og mikill spenna komin í leikinn. Jeremy Kelly, nýr leikmaður Grindvíkinga, var að leika sérlega vel og kom inn með mikla baráttu inn í Grindavíkurliðið. Staðan var 61-56 fyrir Grindavík eftir þrjá leikhluta og leikurinn enn galopin. Það er skemmst frá því að segja að Grindvíkingar settu í skotgírinn í loka leikhlutanum og voru aðeins fjórar mínútur að koma muninum upp í 16 stig. Það hreinlega opnuðust flóðgáttir fyrir utan þriggja stiga línuna hjá gestunum og þeir virtust ekki geta misnotað skot. Sigurinn var aldrei í hættu í lokin og lauk leiknum með öruggum sigri gestanna 86-69. Það var ekki sérstaklega fallegur körfubolti í Grafarvoginum í kvöld en mikil barátta einkenndi bæði lið. Grindvíkingar verða aftur á móti að spila mun betur ef þeir ætla sér að vera í toppbaráttunni fram að úrslitakeppninni. Fjölnir-Grindavík 69-86 (26-16, 16-20, 14-25, 13-25) Fjölnir: Ingvaldur Magni Hafsteinsson 21/5 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 17/9 fráköst/5 stoðsendingar, Ben Stywall 14/10 fráköst, Jón Sverrisson 10/7 fráköst, Tómas Heiðar Tómasson 5, Sindri Kárason 2. Grindavík: Ryan Pettinella 20/9 fráköst, Páll Axel Vilbergsson 16/10 fráköst, Ólafur Ólafsson 14/5 fráköst, Jeremy Kelly 14/7 fráköst/5 stoðsendingar, Þorleifur Ólafsson 10, Björn Steinar Brynjólfsson 6, Kjartan Helgi Steinþórsson 2, Ómar Örn Sævarsson 2, Guðlaugur Eyjólfsson 2/5 fráköst.
Dominos-deild karla Mest lesið Lögreglan réðst inn á heilsugæslustöð til að komast yfir gögn um Maradona Fótbolti Rio Ferdinand lagður inn á sjúkrahús Enski boltinn Trump: HM í fótbolta 2026 ætti að hvetja Rússa til að enda Úkraínustríðið Fótbolti Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Körfubolti Gætu þurft að bíða í sautján ár eftir nýjum leikvangi Enski boltinn „Ekkert lið í þessari keppni hefur verið betra en við“ Fótbolti Fagnaði í bol með fullt af myndum af sjálfum sér Enski boltinn Uppgjörið: Bosnía-Ísland 25-34 | Toppsætið tryggt hjá strákunum okkar Handbolti Hakimi um Luis Enrique: „Hann er snillingur“ Fótbolti Fleiri fréttir Önnur endurkoma hjá Knicks og OKC hamfletti Nuggets Reynsluboltinn verður nýliði í Síkinu í kvöld Einar Árni: Ætlum að koma hingað aftur Krista Gló: Ætluðum að vinna Uppgjörið: Haukar - Njarðvík 93-95| Njarðvíkingar eru enn á lífi Félag Martins segir skilið við EuroLeague og fer í arma FIBA Þjálfari Úlfanna skammaði stórstjörnu liðsins: „Þú verður að gefa tóninn“ Curry niðurbrotinn í sigri og mögnuð endurkoma Pacers Mætti á blaðamannafund með börn látins bróður síns Öll sextíu sigra liðin 0-1 undir í sínum einvígum Goðsagnirnar Duncan og Ginobili pössuðu upp á Popovich Ármenningar einum sigri frá sæti í Bónus deildinni Önnur sigurkarfa Gordons í úrslitakeppninni „Ofboðslega meðvitaður um að ég eigi ekki marga svona leiki eftir“ „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ „Annar oddaleikurinn þar sem við lendum í algjörri þvælu“ „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 74-70 | Stjarnan í úrslit eftir hádramatík Lögmálið: Vil fá Óskar Ófeig hérna í staðinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Sendu Houston enn á ný í háttinn „Loksins fæ ég að hafa hann í mínu liði“ Diamond: Þurfum að ná í stopp allan leikinn Uppgjörið: Njarðvík - Haukar 72-90 | Haukar einu skrefi frá Íslandsmeistaratitlinum Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Sjá meira
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn
Sýking ógnaði ferli Kristófers: „Algjört kraftaverk að þetta hafi ekki farið verr“ Íslenski boltinn