Rekja gögn Wikileaks til sama hermannsins - Fréttaskýring 30. nóvember 2010 06:00 Ásakaður Bandarísk stjórnvöld telja sig vita að fyrrverandi hermaðurinn Bradley Manning hafi lekið hundruðum þúsunda eldfimra skjala til Wikileaks.Fréttablaðið/AP Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira
Hvernig komust ríflega 250 þúsund leyniskjöl frá sendiherrum og sendiráðsfulltrúum Bandaríkjanna í hendur Wikileaks? Hluti þeirra ríflega 250 þúsund skjala úr bandarísku utanríkisþjónustunni sem lekið var til Wikileaks var gerður opinber á sunnudag. Skjölin voru ekki birt á vefsíðu Wikileaks, heldur birtu fimm erlend stórblöð upplýsingar úr þeim á sama tíma í samvinnu við Wikileaks. Talið er víst að uppruni skjalanna sem birt eru nú sé sá sami og uppruni annarra eldfimra skjala sem lekið hefur verið til Wikileaks á árinu. Í apríl síðastliðnum birti Wikileaks myndband sem sýndi árás bandarískra hermanna á óbreytta borgara í Írak árið 2007. Í júlí birtust síðan tæplega 77 þúsund skjöl bandarískra stjórnvalda um stríðið í Afganistan. Bandarísk stjórnvöld telja sig vita hvernig öll þessi gögn láku út. Bradley Manning, sem var bandarískur hermaður, var handtekinn fyrir sjö mánuðum, grunaður um að hafa stolið gögnunum af tölvum hersins og lekið þeim áfram til Wikileaks. Honum hefur verið haldið í einangrun síðan. Manning hafði aðgang að gríðarlegum fjölda leyniskjala á herstöð nærri Bagdad þar sem hann starfaði þar til hann var handtekinn. Hann lýsti því í vefsamtali við tölvuhakkara hvernig hann hlóð gögnunum niður. „Ég mætti með tónlistargeisladisk sem var merktur Lady Gaga eða eitthvað álíka, þurrkaði út tónlistina og skrifaði gögnin á diskinn," skrifaði Manning. „Engan grunaði neitt, ég þóttist vera að syngja með laginu Telephone með Lady Gaga meðan ég hlóð niður því sem sennilega er stærsti einstaki gagnalekinn í sögu Bandaríkjanna," sagði hann enn fremur. Stórblöð leiða fréttaumfjöllunManning hafði aðgang að upplýsingunum í fjórtán klukkutíma á dag, sjö daga vikunnar í meira en átta mánuði, og gat því hlaðið niður ógrynni gagna sem smátt og smátt hafa verið að koma í dagsljósið.Þó að gögnunum hafi verið lekið til Wikileaks hafa nýjustu gögnin ekki enn birst á vefsíðu samtakanna nema að litlu leyti. Aldrei stóð til að birta gögnin þar fyrr en erlendu stórblöðin hefðu hafið birtingu sína, segir Kristinn Hrafnsson, talsmaður Wikileaks.Ritstjórnir fimm stórra erlendra dagblaða fengu aðgang að þeim gögnum sem nú er verið að gera opinber í marga mánuði áður en fyrstu fréttir af gögnunum voru settar á vef blaðanna á sunnudag.Blöðin eru The New York Times í Bandaríkjunum, The Guardian í Bretlandi, Der Spiegel í Þýskalandi, Le Monde í Frakklandi og El País á Spáni. Þau hafa aðeins birt lítinn hluta af skjölunum, og ekki er víst hvenær gögnin verða birt á vef Wikileaks í heild sinni.Skjölin eru samtals 251.287 talsins, en komust auðveldlega fyrir á litlum minniskubbi sem komið var til dagblaðanna fimm. Samkvæmt frásögn blaðamanns á The Guardian voru öll gögnin aðeins 1,6 gígabæti að stærð. Það er svipað gagnamagn og 80 eintök af Fréttablaðinu í pdf-skjölum.brjann@frettabladid.is
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Situr í súpunni eftir að hafa selt bankaþjófi jeppa Innlent Reikna með tveggja daga aðalmeðferð í máli Alberts Innlent Játaði hópnauðgun og vildi komast í frí til heimalandsins Innlent „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Erlent Gat keypt afmælisblómin eftir að ókunnugur mætti með skóflu Innlent Segir þaggað niður í starfsfólki og hyggst ekki snúa aftur Innlent Sonurinn sefur enn með kylfu undir rúminu Innlent Ferðin á Keflavíkurflugvöll það erfiðasta við utanlandsferðina Innlent Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Erlent Innsigluðu sex gististaði vegna skorts á leyfum Innlent Fleiri fréttir Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Ítrekar hótanir sínar og hvetur íbúa til að kjósa Cuomo Ætlar ekki að láta „óða“ Demókrata kúga sig Ódæðin í Súdan mögulega glæpir gegn mannkyninu Handtekin fyrir að leka myndbandi af misþyrmingu á fanga Myndar stjórn með fjarhægriflokkum Miðaldaturn í Róm hrundi að hluta Áfengisneysla „Evrópumeistara í unglingadrykkju“ dregst saman Bandarískir erindrekar hótuðu evrópskum kollegum sínum Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Mamdani mælist með gott forskot degi fyrir kosningar Að minnsta kosti 20 látnir eftir stóran skjálfta í Afganistan Segir Bandaríkin ekki geta ráðist inn Konur í Afganistan óttist raunverulega að heimurinn gleymi þeim Annar hinna handteknu látinn laus: „Drepið mig, drepið mig, drepið mig“ Andrew sviptur síðustu hernaðartigninni Sjá meira