Hvernig þarf þjóðaratkvæðagreiðslan að vera? Þingmenn Hreyfingarinnar skrifar 8. janúar 2010 17:00 Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Margrét Tryggvadóttir Þór Saari Mest lesið Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Íslenska er leiðinleg Nói Pétur Á Guðnason skrifar Skoðun Þrjú slys á sama stað en svarið er: Það er allt í lagi hér! Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar Skoðun Kjósið reið og óupplýst! Ragnheiður Kristín Finnbogadóttir skrifar Skoðun Ekkert barn á Íslandi á að búa við fátækt Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Árásir á gyðinga í skugga þjóðarmorðs Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Hundrað doktorsgráður Ólafur Eysteinn Sigurjónsson skrifar Skoðun EES: ekki slagorð — heldur réttindi Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Að þjóna íþróttum Rögnvaldur Hreiðarsson skrifar Skoðun „Quiet, piggy“ Harpa Kristbergsdóttir skrifar Skoðun Ísland er ekki í hópi þeirra sem standa sig best í loftslagsmálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Ísland, öryggi og almennur viðbúnaður Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Leysum húsnæðisvandann Guðjón Sigurbjartsson skrifar Skoðun Hugleiðing um jól, fæðingu Krists og inngilding á Íslandi Nicole Leigh Mosty skrifar Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Sjá meira
Nú þegar forseti Íslands hefur synjað seinni lögum Alþingis um ríkisábyrgð vegna Icesave og sent þau til þjóðarinnar svo hún fái að kjósa um þau er ekki seinna vænna að huga að framkvæmd þjóðaratkvæðgreiðslna. Því ber að fagna að íslensku þjóðinni sé loksins treyst til að taka afstöðu og greiða atkvæði um mál sem skiptir okkur öll máli. Því er mikilvægt að vandað sé til verka og að bæði framkvæmd atkvæðagreiðslunnar og upplýsingagjöf til almennings verði eins og best verður á kosið. Víða þar sem hefð er fyrir þjóðaratkvæðagreiðslum starfa óháðar stofnanir sem hafa það hlutverk að meta kosti og galla og afleiðingar laga á hlutlausan hátt og matreiða upplýsingarnar með þeim hætti að þorri almennings geti auðveldlega sett sig inn í málin og tekið upplýsta afstöðu. Fyrir þinginu hafa legið um skeið tvö frumvörp um þjóðaratkvæðagreiðslur, annað frá forsætisráðherra, hitt þingmannafrumvarp, meðal annars frá þingmönnum Hreyfingarinnar. Búið er að mæla fyrir þeim, leita umsagna og eru þau í vinnslu í allsherjarnefnd þingsins. Því kemur það á óvart að ríkisstjórnin skuli ætla að leggja fram glænýtt, einnota frumvarp um þessa tilteknu þjóðaratkvæðagreiðslu, frumvarp sem stendur til að keyra í gegnum þingið á einum degi, ekki leita umsagna sérfræðinga um málið og ekki á að gefa þing og þjóð ráðrúm til að huga að því hvernig best er að ráðast í þessa mikilvægu aðgerð. Í frumvarpi Hreyfingarinnar er gert ráð fyrir að svokölluð Lýðræðisstofa hafi það hlutverk að taka saman þær upplýsingar sem máli skipta, greina kosti og galla og fræði almenningi um báða kostina. Í þeim frumvörpum sem ríkisstjórnin ber ábyrgð á er ekki gert ráð fyrir hlutlausri, opinberri kynningu til almennings. Icesave-málið hefur dvalið of lengi í skotgröfunum. Það er vissulega flókið en þó ekki flóknara en svo að þorri almennings geti skilið það til hlýtar, fengi hann vandaða samantekt á báðum kostum. Hluti þeirra upplýsinga sem liggja fyrir um málið er í svokallaðri leynimöppu í þinginu og verða varla gerðar opinberar úr þessu. Það virðist vera ætlun stjórnvalda að hin "upplýsta umræða" um málið fari fram í fjölmiðlum og frá stjórnmálamönnum. Á því er sá stóri galli að íslenskir fjölmiðlar geta vart talist hlutlausir og hafa margir hverjir meira að segja mjög ákveðnar skoðanir á einmitt því máli sem greiða á atkvæði um. Þær upplýsingar sem koma frá stjórnmálamönnum eru einnig afskaplega litaðar eftir því hvort þær koma frá stjórnarliðum eða stjórnarandstæðingum. Hræðsluáróður af versta tagi hefur því miður verið afskaplega áberandi á kostnað staðreynda og yfirvegaðra samræðna. Það er í meira lagi bagalegt fyrir hinn almenna kjósanda að geta ekki stólað á að fá hlutlausar og traustar upplýsingar um málið og vita ekki hverjum skal treysta. Nú stendur þjóðin á tímamótum. Fyrsta þjóðaratkvæðagreiðslan er framundan og nú þurfum við að vanda okkur svo hún geti sameinað þjóðina í réttri ákvörðun frekar en að sundar henni. Margrét Tryggvadóttir, Birgitta Jónsdóttir og Þór Saari. Höfundar eru þingmenn Hreyfingarinnar.
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Réttar upplýsingar um rekstur og fjármögnun RÚV Stefán Eiríksson,Björn Þór Hermannsson skrifar
Skoðun Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Um ólaunaða vinnu, velsæld og nýja sýn á hagkerfið Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir Skoðun