Tilgangurinn að veita saksóknara aðhald Jón Hákon Halldórsson skrifar 12. október 2010 18:01 Birgir Ármannsson verður fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í saksóknaranefnd Alþingis. Mynd/ Anton. Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde. Landsdómur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira
Þingflokkur Sjálfstæðisflokksins ákvað að bjóða fram fulltrúa í saksóknaranefnd Alþingis sem kjörin var í dag. Engu að síður greiddu allir þingmenn flokksins atkvæði gegn ákæru gegn Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar atkvæðagreiðsla fór fram í lok síðasta mánaðar. Fulltrúi Sjálfstæðisflokksins í nefndinni verður Birgir Ármannsson. „Landsdómslögin gera ráð fyrir því að kosið sé í þessa nefnd hlutfallskosningu og af því má draga þá ályktun að hugsunin á bakvið sé sú að nefndin endurspegli mismunandi sjónarmið innan þingsins," segir Birgir Ármannsson í samtali við Vísi. „Í ljósi þess að nefndin hefur ekki síst það hlutverk að fylgjast með störfum saksóknara og veita eftir atvikum aðhald þá var það niðurstaða þingflokks sjálfstæðismanna að bjóða fram fulltrúa," segir Birgir. Hann segir að afstaða þingmanna Sjálfstæðisflokksins til málsóknarinnar liggi alveg ljós fyrir en í ljósi þess hvernig nefndin sé hugsuð og hvernig hún sé skipuð hafi þingflokkurinn ekki talið annað fært en að eiga þar fulltrúa. Birgir tekur undir þær athugasemdir sem Andri Árnason, lögmaður Geirs Haarde, gerði við forseta Alþingis um ágalla á málshöfðuninni vegna þess að kjósa hefði átt saksóknara áður en síðasta þingi lauk í lok september. „Mér finnst augljóst að lögin gera ráð fyrir því að kjör saksóknara hefði átt að fara fram annað hvort samhliða eða strax í kjölfar ákvörðunar um ákæru," segir Birgir. Hann segir að nú verði það landsdóms að ákveða hvort þessi formgalli muni hafa áhrif á framgang málsins. Eins og fram hefur komið í dag kaus Alþingi Sigríði Friðjónsdóttur saksóknara og Helga Magnús Gunnarsson varasaksóknara vegna málshöfðunarinnar gegn Geir Haarde.
Landsdómur Mest lesið Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Innlent „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Innlent Vill breyta nafni Viðreisnar Innlent Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Innlent „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Innlent Gary Busey dæmdur fyrir kynferðisbrot Erlent Miklar tafir á fjölda flugvalla vegna netárásar Erlent Íslendingur grunaður um morð í Svíþjóð Erlent Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Innlent Ísland rampar upp Úkraínu Innlent Fleiri fréttir Ráðherra til í umræðu um sumarfrí barna „Ísland á heima í hjarta Evrópu“ Allt að gerast í Rangárþingi hvað varðar lífsgæði íbúa Sniðgangan friðsæl leið til að mótmæla og sýna samstöðu „Skiljanlegt að mörgum blöskri við að vita að hann gangi laus“ Fordæmalaust kynferðisbrotamál og viðbragð NATO við brölti Rússa Vill breyta nafni Viðreisnar Ýmsar leiðir fyrir lögreglu til að tryggja að endurkomubann virki Landsþing Viðreisnar hafið Peningakassa stolið af hóteli í miðbæ Reykjavíkur Breyta Hlöðunni í fræðslusetur fyrir 88 milljónir Ísland gegnir formennsku í Norræna blaðamannasambandinu Ísland rampar upp Úkraínu Drógu vélarvana togara í land „Það er mikil reiði í Grafarvoginum út af þessu“ Fékk ekkert símtal frá gömlu vinnufélögunum Leiðinlegt að óprúttnir aðilar skemmi fyrir heyrnarlausum Gervigreindarvélmenni mætt til starfa til að flokka rusl Segir lítið til í orðum ráðherra Gengur laus grunaður um barnaníð og meintar rangfærslur ráðherra Alvarlega slasaður eftir vélsleðaslys á Langjökli Stefán Einar greiðir fyrir umdeilda boli Breytingar á framhaldsskólastigi: „Við erum að reyna átta okkur á þessu“ Rannsaka hvort maðurinn hafi haft samræði við ungan drenginn Karlmaður á fertugsaldri fannst látinn í Hafnarfirði Lýsa yfir fullum stuðningi við stjórnendur Sólheima Vill að „guð“ taki á þeim sem vilja ekki fækka sveitarstjórnarmönnum Býður Sólveigu á fundinn og kannast ekkert við Virðingu Töldu ekki skilyrði fyrir varðhaldi yfir grunuðum barnaníðingi Kjarasamningur í höfn og atkvæðagreiðslu um verkfall aflýst Sjá meira