Spænskir bankar glíma við 13.000 milljarða vandamál 30. nóvember 2010 08:22 Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg." Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Spænskir bankar þurfa að endurfjármagna lán upp á 85 milljarða evra eða um 13.000 milljarða kr. á næsta ári. Það gæti reynst þeim erfitt þar sem margir telja að Spánn muni þurfa neyðaraðstoð eins og Írland. Fjallað er um málið á Bloomberg fréttaveitunni. Þar segir að taugaveiklun yfir því hvort Spánverjum muni takast að skera niður þriðja mesta fjárlagahallann á evrusvæðinu hafi gert það að verkum að fjármagnskostnaður Spánverja hafi rokið upp úr þakinu. Þetta bætist við þegar bágborið ástand þar sem bankar og fjármálastofnanir berjast við slæm lán og minnkandi tekjur. Ávöxtunarkrafan á spænsk bankaskuldabréf í evrum, samanborið við ríkisskuldabréf, hækkaði um 1,17% í nóvember en það er mesta slík hækkun á einum mánuði í sögunni samkvæmt upplýsingum sem Bank of America hefur tekið saman. Skuldatryggingaálagið á Spán hefur einnig hækkað gífurlega og er nú hærra en álagið á Ísland í fyrsta sinn í sögunni. Álagið á Spán stóð í tæpum 350 punktum í morgun samanborið við 273 punkta álag á Ísland. Á Bloomberg kemur fram að áhættan af hagkerfi Spánar fyrir Evrópu er tvöföld á við samanlagða áhættuna af Grikklandi, Írlandi og Portúgal. Spánska hagkerfið er það fjórða stærsta í Evrópu og landsframleiðsla landsins er nær tvöföld á við samanlagða landsframleiðslu í fyrrgreindum þremur löndum. Þetta þýðir að hætta er á að neyðarsjóður ESB upp á 750 milljarða evra sé ekki nægilega öflugur ef Spánn sækir um neyðaraðstoð. „Stóri fíllinn í búðinni er ekki Portúgal heldur auðvitað Spánn," segir hagfræðingurinn Nouriel Roubini oft auknefndur dr. Doom. „Það er ekki til nægilegt af opinberu fé til að bjarga Spáni ef allt fer á versta veg."
Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira