Þrjátíu milljarða evra neyðarlán 12. apríl 2010 00:01 Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig tilbúinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lánafyrirkomulagið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Grikklands niður í lægsta flokk með neikvæðum horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuldbindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahagslífi valda því að fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Evrópusambandið (ESB) hefur boðist til að lána Grikklandi allt að 30 milljarða evra með um fimm prósenta vöxtum á þessu ári til að létta á gríðarlegum fjárhagsvanda landsins. Gengi evrunnar hefur styrkst töluvert í morgun í kjölfar þessarar ákvörðunnar. Að sögn Olli Rehn, efnahags- og fjármálastjóra ESB, er Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn einnig tilbúinn til að lána Grikkjum um tíu milljarða evra. Til þess að fá lánin þurfa Grikkir að sækja formlega um þau, sem þeir eiga enn eftir að gera. Ráðamenn hjá ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðnum munu hittast í dag til að ræða frekar um lánafyrirkomulagið. Stutt er síðan alþjóðlega matsfyrirtækið Fitch lækkaði lánshæfiseinkunnir Grikklands niður í lægsta flokk með neikvæðum horfum. Stjórnvöld á Grikklandi hafa síðustu vikur unnið að undirbúningi skuldabréfaútboðs til að afla 11,6 milljarða evra, jafnvirði um tvö þúsund milljarða króna, fyrir maílok til að standa við skuldbindingar hins opinbera. Erfiðleikar í grísku efnahagslífi valda því að fjárfestar krefjast nú tvöfalt hærri ávöxtunar á bréfin en Þjóðverjar greiða fyrir þýsk ríkisskuldabréf um þessar mundir. Bloomberg-fréttaveitan hefur eftir George Papandreou, forsætisráðherra Grikklands, að ekki megi útiloka að sækja verði um alþjóðlega neyðaraðstoð. - jab
Mest lesið Óskar eftir starfslokum Viðskipti innlent Stækka hótelveldið á Suðurlandi Viðskipti innlent Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Viðskipti erlent Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent Tannlæknastofa í Reykjavík og Búdapest fær viðurkenningu Samstarf „Það er hægt að byrja að fjárfesta með fimm þúsund krónum á mánuði“ Atvinnulíf Kvartanir vegna bílastæðamála daglegt brauð hjá Neytendastofu Neytendur Framtíð tannlækninga og gervigreindar – kynntu þér Oraxs Samstarf „Það er draumur að vera á BMW og keyra fram á nótt” Samstarf „Ekkert Viking eða Gull“ á nýjum stað í B5 Viðskipti innlent Fleiri fréttir Íslensku KFC-feðgarnir í Danmörku gjaldþrota Kynntu nýja útgáfu ChatGPT: „Þetta er eins og að tala við sérfræðing“ Stærsti olíu- og gasfundur olíurisa í 25 ár Tíu prósenta tollur á færeyskar vörur Leist ekki á hagtölur og rak yfirmann stofnunarinnar Hagnaðist um 2,2 billjónir króna Gengi Novo Nordisk steypist niður Samkomulagið það besta mögulega í erfiðum aðstæðum Stærsti olíufundur Evrópu í áratug í Póllandi Hampiðjan kaupir ástralskan kaðlaframleiðanda Japanskir bílaframleiðendur í skýjunum eftir tollasamkomulag Hagnaðurinn af Labubu sagður hafa aukist um 350 prósent Hótar þrjátíu prósenta tolli á ESB Hótar Kanadamönnum hærri tollgjöldum Forstjóri X hættir óvænt Kynna nýtt kerfi gegn „gervigreindarsópum“ SAS í sókn og kaupir 55 brasilískar vélar Sjá meira
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent
Skilur ekkert í stjórnvöldum að hafa ekki stöðvað „græðgisvæðingu“ í bílastæðamálum Viðskipti innlent