Þetta er Framsókn Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar 29. maí 2010 22:00 Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Ef lýðræði á að virka þarf að gera upp á milli flokka. Að undanförnu hefur varla verið talað um stjórnmál öðruvísi en að skella stjórnmálaflokkum saman í einn hóp sem nefndur er fjórflokkurinn eða stjórnmálastéttin. Ef mönnum er alvara með að stjórnmál þurfi að breytast og batna þarf hins vegar að aðgreina fólk og flokka og meta hverjir eru að þróast í rétta átt.Trú á stjórnmálin Ég hafði sjálfur misst trú á stjórnmálum og ákveðið að halda mig fjarri þeim. Ég skil því vel fólk sem hefur efasemdir nú. Við efnahagshrunið varð hins vegar ljóst að stjórnmálin þyrftu að leysa vandann sem stjórnmál höfðu átt þátt í að skapa. Frá því að ég snéri mér að stjórnmálum hef ég kynnst hundruðum framsóknarmanna um allt land sem eiga það sameiginlegt að vera reiðubúnir til að fórna frítíma sínum og leggja á sig ómælda vinnu til að gera samfélagið betra fyrir aðra. Fólk með brennandi réttlætiskennd og sterka framtíðarsýn.Grasrótin tekur völdin Þetta er grasrótin sem stóð fyrir mestu endurnýjun í sögu Íslenskra stjórnmála og þurfti ekki að bíða eftir niðurstöðum rannsókna til að sjá að samfélagið hefði farið út af sporinu og róttækar aðgerðir þyrfti til að finna aftur gildin sem samfélag þarf að byggjast á og verið hafa grunngildi flokksins. Grasrótin krafðist þess að flokkurinn mundi ekki gera það sem væri best fyrir flokkinn á hverjum tíma heldur best fyrir landið og byggja endurreisnina á rökum og fagmennsku sem ekki væri háð sínum flokki eða öðrum.Samvinna Í öllum málum hafa framsóknarmenn verið reiðubúnir að vinna að góðum tillögum sama hvaðan þær hafa komið og leitað að hugmyndum og ráðgjöf utan flokks ekki síður en innan. Í landsmálunum vörðum við minnihlutastjórn í þeirri trú að allir væru að vinna að sömu hagsmunum og höfum iðulega lagt áherslu á samstarf ólíkra flokka í þinginu. Í sveitarstjórnamálum hafa menn lýst sig reiðubúna til að taka þátt í að leysa vanda annarra þótt þægilegast hefði verið að sitja á hliðarlínunni. Í Borgarbyggð hefðu framsóknarmenn t.d. getað setið hjá án þess að taka ábyrgð. Þess í stað buðust menn til að leggjast á árarnar og taka þátt í erfiðum ákvörðunum.Þetta er Framsókn Þetta er fólkið sem hleypur inn í brennandi hús þegar aðrir hlaupa út, fólkið sem gerir þá kröfu til sjálfs sín og annarra að hagsmunir samfélagsins séu settir ofar flokkshagsmunum, fólkið sem finnst skipta meira máli hvað menn gera en hvað þeir segja, þetta er Framsókn. Höfundur er formaður Framsóknarflokksins
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar