Logi: Ef Guð er til næ ég heilu tímabili án meiðsla Elvar Geir Magnússon skrifar 13. apríl 2010 16:15 Logi á blaðamannafundinum í dag. Mynd/Vilhelm „Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni. Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
„Þetta er ungt og flott lið. Það hefur verið mikil uppbygging í gangi sem hefur skilað sér," sagði Logi Geirsson sem er kominn heim úr atvinnumennskunni erlendis og genginn í raðir uppeldisfélagsins FH. „Ég geri tveggja ára samning og ætla mér að spila með félaginu þar til eitthvað annað kemur fram. Ég vænti þess að það komi einhver tilboð frá öðrum félögum," sagði Logi á blaðamannafundi í dag. „Hungrið hefur aðeins dáið vegna erfiðra meiðsla. Mér tókst að vera stór hérna hjá FH og komast í eitt af bestu liðum í heimi. Mín stefna er að koma hingað, sækja hungrið og fara svo út aftur." Logi ætlar að halda áfram að berjast um sæti í landsliðinu. „Ég er ekki kominn hingað til að hvíla mig. Ég ætla að berjast um sæti í landsliðinu, einu af þremur bestu landsliðum heims í dag," sagði Logi sem hefur glímt við erfið meiðsli síðustu ár. „Öxlin er nokkuð góð. Það er ár síðan ég fór í aðgerðina. Það hefur verið stöðug framþróun. Hér heima fæ ég bestu meðhöndlun sem ég hef fengið og ég stefni á að vera kominn í mitt besta form fyrir næsta vetur. Ef Guð er til næ ég heilu tímabili í FH án þess að meiðast," sagði Logi. „Formlegar samningaviðræður tóku um hálftíma," sagði Þorgeir Jónsson, formaður handknattleiksdeildar FH á blaðamannafundinum í dag. Logi brosti og sagði það kannski hafa verið nær klukkutíma. „Efnislega var gengið frá þessu í gærkvöldi. Samningurinn er til tveggja ára. Logi hefur metnað til að snúa aftur í atvinnumennsku en við sjáum hvernig það þróast. Við munum ekki standa í vegi fyrir honum ef áhugi kemur að utan fyrir næsta vor," sagði Þorgeir og tilkynnti að Logi muni spila allt næsta tímabil nema eitthvað stórkostlegt gerist. „Varðandi ástandið á honum þá var hann settur í læknisskoðun í gær og stóðst það próf mjög vel. Við höfum ekki áhyggjur af líkamlegu ásigkomulagi hans." „Það er engin stórkostleg stefnubreyting á vegum deildarinnar að fá Loga. Þetta er bara tækifæri sem kom upp og við gripum það. Við erum áfram að vinna eftir sömu formúlu, það er að byggja liðið upp á okkar eigin leikmönnum. Við viljum gera unga og hæfileikaríka leikmenn enn betri. Ég er sannfærður um að Logi muni hjálpa okkur mikið í því," sagði Þorgeir. Logi mun gera meira hjá FH en spila fyrir liðið. Félagið mun standa fyrir handboltaskóla fyrir unga iðkendur í ágúst og mun Logi stýra því verkefni.
Olís-deild karla Mest lesið Í beinni: Stjarnan - Grindavík | Upp á líf og dauða Körfubolti Kristín Birna í stað Vésteins sem verður ráðgjafi Sport Staðfestir brottför frá Liverpool Enski boltinn Allt undir í oddaleik: Sjaldan mætt liði á Íslandi með jafn mikil einstaklingsgæði Körfubolti Í beinni: Breiðablik - KR | Meistararnir mæta læriföður Íslenski boltinn Íslensk hjón fóru holu í höggi á sama hring Golf „Gengur aldrei einn í Liverpool en kannski gerir þú það i Madrid“ Enski boltinn Freyr á toppnum: „Ég elska Bergen“ Fótbolti „Þær eru stærri en við erum drullusterkar“ Körfubolti Þorleifur snýr heim í Breiðablik Íslenski boltinn Fleiri fréttir Bjarki kallaður inn í landsliðið Sólveig Lára hætt með ÍR Gríðarlega spenna á toppnum en stórleikur Viggós dugði ekki til „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar Þórir ráðinn til HSÍ Mætir bróður sínum í úrslitum: „Staðfestur titill á okkar heimili“ Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita Fram á lífi eftir sigur gegn Haukum Stjarnan áfram í Olís deildinni Íslandsmeistararnir örugglega í úrslit Haukur meistari í Rúmeníu „Verður svakalegur leikur“ Gísli og Ómar drógust gegn meisturunum Sjáðu sigurmark Gísla gegn Veszprém Janus Daði öflugur þegar Pick Szeged féll naumlega úr keppni Viggó og Andri Már frábærir í sigrum sinna liða Gísli Þorgeir skaut Magdeburg áfram Orri sá farmiðann til Kölnar enda í tætaranum Gagnrýnir HSÍ harðlega: „Enginn metnaður til að gera betur“ Valur í kjörstöðu gegn ÍR Góður leikur Þorsteins Leó dugði ekki í Frakklandi Uppgjörið: Haukar - Fram 25-24 | Orkufrekur eltingaleikur „Ég er smá í móðu“ Haraldur tekur við Fram af Rakel „Treysti bara á að allt þetta fólk mæti“ Uppgjörið: Afturelding - Valur 29-26 | Einvígið ræðst í oddaleik Guðjón Valur missir fyrirliðann sinn „Við ætlum að klára að Íslandsmeistaratitilinn“ Sjá meira
Uppgjörið: Valur - Afturelding 33-29 | Afturelding send í sumarfrí og Valsmenn leika til úrslita