Efling umhverfisráðuneytisins Svandís Svavarsdóttir skrifar 10. september 2010 06:00 Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar Skoðun 4.865 börn sem bíða í allt að fjögur ár Ragnheiður Dagný Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Sjá meira
Endurskipulagning ráðuneyta er nú hafin á vegum ríkisstjórnarinnar og mun vonandi verða að fullu lokið um næstu áramót. Í næsta skrefi er áformað að færa umhverfisráðuneytinu aukið hlutverk varðandi rannsóknir, nýtingarstefnu, ráðgjöf og verndun á sviði auðlindamála. Verður heiti ráðuneytisins þá breytt í umhverfis- og auðlindaráðuneyti í samræmi við stefnu Vinstri grænna og samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar. Í samstarfsyfirlýsingunni er meðal annars gert ráð fyrir að atvinnuvegaráðuneyti taki ákvarðanir um nýtingu auðlinda á grundvelli rannsókna og ráðgjafar frá umhverfis- og auðlindaráðuneytinu. Mun stofnanakerfi ráðuneytanna beggja verða endurskoðað í þessu ljósi. Að mínu mati er það grundvallarþáttur í velferð þjóðarinnar að rannsóknir á auðlindum og ráðgjöf um nýtingu þeirra séu í skjóli frá nýtingarsjónarmiðum. Slík skipan mála mun marka merkileg tímamót í sögu Stjórnarráðs Íslands. Í umræðu um endurskipulagningu ráðuneyta hefur gjarnan verið bent á fjárhagslegan ávinning og mögulega hagræðingu. Einhver sparnaður hlýst væntanlega af breytingunum, en hitt er mest um vert að þær munu efla Stjórnarráðið og styrkja faglegan grunn hvers ráðuneytis. Þannig mun skapast möguleiki á öflugri stefnumótun innan Stjórnarráðsins en hingað til hefur tíðkast, en skýr stefnumótun og gerð langtímaáætlana eru nauðsynlegur grundvöllur endurreisnar samfélagsins. Eitt af því sem rannsóknarnefnd Alþingis gagnrýndi stjórnsýsluna fyrir í skýrslu sinni var skortur á faglegri og pólitískri stefnumörkun. Það er því mikið hagsmunamál fyrir þjóðina að hér verði gerð bragarbót á með styrkingu ráðuneyta. Stjórnarráðinu er ætlað að tryggja lýðræði, gagnsæi og skilvirkni. Umræða um málefni þess og framtíðarskipan má ekki kafna í tímabundnum hagsmunum einstaklinga, atvinnugreina eða annarra sérhagsmuna. Henni hefur um of verið stjórnað af hagsmunaaðilum sem hafa með nýtingu náttúrunnar að gera. Þau samtök sem hafa hagsmuni náttúrunnar og sjálfbæra þróun að leiðarljósi hafa ekki verið eins fyrirferðarmikil. Það er því rétt að vekja athygli á að ýmis samtök, til að mynda Landvernd, styðja þær tillögur sem settar voru fram í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar um aukin áhrif umhverfisráðuneytisins. Við lærðum það af hruninu að hagsmunir heildarinnar verða að vera í öndvegi og að sérhagsmunaöfl mega ekki ráða för. Skref í þá átt verða tekin með uppstokkun í Stjórnarráðinu um áramótin - Íslandi til heilla.
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Ríkisstjórnin fellir niður jafnrétti íþrótta og gerir vont verra Unnar Már Magnússon skrifar
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Frjósemisvandi – samfélagsleg ábyrgð og stuðningur María Rut Baldursdóttir,Sigríður Auðunsdóttir Skoðun