Botnliðið stóð í meisturunum - Hamar vann Njarðvík Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 28. október 2010 21:07 Nonni Mæju var góður með Snæfelli í kvöld. Mynd/Stefán Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2. Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Snæfellingar máttu þakka fyrir að hafa farið með tvö stig frá Sauðárkróki í kvöld þar sem liðið vann tveggja stiga sigur á botnliði Tindastóls í Iceland Express-deild karla, 94-92. Þá gerði Hamar góða ferð í Njarðvík þar sem liðið vann fjórtán stiga sigur á heimamönnum, 90-76. Hamarsmenn hafa byrjað gríðarlega vel á tímabilinu og nú lagt þrjú stórlið að velli; KR, Keflavík og nú Njarðvík. Liðið hefur að vísu tapað fyrir Fjölni og Haukum. Alls fóru þrír leikir fram í deildinni í kvöld en í þeim þriðja vann Fjölnir öruggan sigur á Haukum, 107-81.Tindastóll - Snæfell 92-94 Lokamínútur leiksins á Sauðárkróki í kvöld voru æsispennandi. Staðan var jöfn þegar fjórði leikhluti hófst, 73-73, og komust heimamenn í forystu. Þegar fimm mínútur voru eftir var staðan 89-85, Stólunum í vil, en þá skoruðu Íslands- og bikarmeistararnir sjö stig í röð og komust yfir, 92-89. Pálmi Freyr Sigurgeirsson jók muninn í 94-91 þegar 30 sekúndur voru eftir en þá fóru heimamenn illa að ráði sínu. Þeir fóru alls fjórum sinnum á vítalínuna en nýttu aðeins eitt víti auk þess sem Dragoljub Kitanovic klikkaði á sniðskoti þegar þrjár sekúndur voru til leiksloka. Niðurstaðan því 94-92 sigur Snæfells. Ryan Amoroso skoraði 24 stig fyrir Snæfell og Jón Ólafur Jónsson 21. Hjá Tindastóli var Josh Rivers stigahæstur með 25 stig auk þess sem hann tók níu fráköst. Friðrik Hreinsson skoraði 22 stig.Njarðvík - Hamar 76-90 Leikurinn í Njarðvík var nokkuð kaflaskiptur en heimamenn höfðu forystu í hálfleik, 43-32, eftir afleitan annan leikhluta hjá Hamar þar sem liðið skoraði aðeins níu stig. En Hamarsmenn settu allt á fullt í síðari hálfleik sem liðið vann með miklum yfirburðum, 58-33, og þar með góðan fjórtán stiga sigur. Nerijus Taraskus var öflugur í liði Njarðvíkur með 20 stig og átta fráköst en alls skoruðu fimm leikmenn liðsins meira en tíu stig í kvöld. Hjá Haukum var Semaj Inge atkvæðamestur með 25 stig og tólf fráköst.Fjölnir - Haukar 107-81 Í Grafarvoginum fóru Fjölnismenn mikinn í fjórða leikhluta gegn Haukum sem þeir unnu með 25 stigum gegn ellefu. Heimamenn höfðu verið með undirtökin allan leikinn og unnu að lokum öruggan sigur sem fyrr segir. Ben Stywall skoraði 24 stig fyrir Fjölni og tók fjórtán fráköst. Ægir Þór Steinarsson kom næstur með 20 stig. Snæfell komst upp í annað sæti deildarinnar í kvöld og Njarðvík upp í það þriðja. Fjölnir er nú í fimmta sæti en Haukar eru í áttunda, Njarðvík í níunda og Tindastóll er enn á botninum án stiga. Grindavík er ósigrað á toppi deildarinnar en liðið mætir ÍR á morgun.Tölfræði leikjanna: Njarðvík-Hamar 76-90 (21-23, 22-9, 12-29, 21-29) Njarðvík: Christopher Smith 22/8 fráköst, Guðmundur Jónsson 18/5 stoðsendingar, Jóhann Árni Ólafsson 10, Friðrik E. Stefánsson 9/11 fráköst/6 stoðsendingar, Lárus Jónsson 6, Rúnar Ingi Erlingsson 5, Hjörtur Hrafn Einarsson 3, Kristján Rúnar Sigurðsson 3.Hamar: Nerijus Taraskus 20/8 fráköst, Darri Hilmarsson 19/8 fráköst, Ellert Arnarson 18/8 stoðsendingar, Andre Dabney 17/7 fráköst/5 stoðsendingar, Svavar Páll Pálsson 12/8 fráköst, Ragnar Á. Nathanaelsson 2, Snorri Þorvaldsson 2. Tindastóll-Snæfell 92-94 (26-23, 18-27, 29-23, 19-21)Tindastóll: Josh Rivers 25/9 stoðsendingar, Friðrik Hreinsson 22/4 fráköst/7 stoðsendingar, Dragoljub Kitanovic 21/5 fráköst, Helgi Rafn Viggósson 10/11 fráköst/6 stoðsendingar, Helgi Freyr Margeirsson 9, Radoslav Kolev 5.Snæfell: Ryan Amaroso 24/7 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 21/6 fráköst/5 stoðsendingar, Pálmi Freyr Sigurgeirsson 19/5 fráköst/5 stoðsendingar, Sean Burton 16, Atli Rafn Hreinsson 4, Emil Þór Jóhannsson 4, Egill Egilsson 4, Kristján Andrésson 2.Fjölnir-Haukar 107-81 (25-16, 24-21, 33-33, 25-11)Fjölnir: Ben Stywall 24/14 fráköst, Ægir Þór Steinarsson 20/9 fráköst/12 stoðsendingar, Tómas Heiðar Tómasson 15/5 fráköst, Sindri Kárason 13/4 fráköst, Hjalti Vilhjálmsson 12, Jón Sverrisson 10, Ingvaldur Magni Hafsteinsson 3, Trausti Eiríksson 3, Arnþór Freyr Guðmundsson 3, Elvar Sigurðsson 2, Einar Þórmundsson 2.Haukar: Semaj Inge 25/12 fráköst/5 stoðsendingar, Gerald Robinson 15/5 fráköst, Óskar Ingi Magnússon 12, Örn Sigurðarson 11, Sævar Ingi Haraldsson 8/6 stoðsendingar, Haukur Óskarsson 8, Sveinn Ómar Sveinsson 2.
Dominos-deild karla Mest lesið Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti Heimsmeistarar Chelsea lögðu Leverkusen í æfingaleik Fótbolti Sonur Rooney á hraðri uppleið hjá Man. United Enski boltinn Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Körfubolti Celtics festa þjálfarann í sessi Körfubolti Njarðvíkingar á toppi Lengjudeildarinnar Fótbolti „Þarf ekkert að ræða við dómarann enda norskan farin að ryðga“ Sport Fyrsti kvendómarinn í bandaríska hafnaboltanum Sport Axel leiðir að öðrum degi loknum Golf Á Tryggvi Guðmundsson kannski enn markametið? Íslenski boltinn Fleiri fréttir Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik Sjá meira
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti
Slagsmál stuðningsmanna fyrir utan Ölver: „Allir með grímu fyrir andlitið og réðust á okkur“ Fótbolti