Illa ígrunduð og niðrandi skrif Sigurjón Þórðarson skrifar 3. desember 2010 06:30 Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.Eftir fyrstu endurskoðun á óvægnum niðurskurðartillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðisþjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boðaðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geta leitt til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreytingar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbyggingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráðamenn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá norrænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutningum úr heimabyggð. Forgangsröðum frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldraðir ekki. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurjón Þórðarson Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Hagfræðingurinn Þröstur Ólafsson skrifar nokkuð langa grein í Fréttablaðið þann 1. desember sl. þar sem hann kvartar sáran yfir því að íbúar hinna dreifðu byggða hafi reynt að verjast allt að 40% niðurskurði á heilbrigðisstofnunum á landsbyggðinni í boði Guðbjarts Hannessonar heilbrigðisráðherra.Eftir fyrstu endurskoðun á óvægnum niðurskurðartillögum Samfylkingarinnar blasir við Skagfirðingum að fjárframlög Heilbrigðisstofunarinnar sem voru skorin niður um 11% í ár, verði skorin áfram hörkulega niður um 24% á næstu tveimur árum. Ekki fór neitt fyrir efnislegum rökum hjá hagfræðingnum fyrir þvílíku offorsi gegn heilbrigðisþjónustunni. Þröstur varði hins vegar miklu púðri í niðrandi skrif um nauðvörn íbúa fyrir grunnþjónustu á borð við heilsugæslu og sjúkrarými fyrir aldraða. Í ljósi þeirra fordóma sem komu fram í grein Þrastar er rétt að benda honum og öðrum á vandað lögfræðiálit Daggar Pálsdóttur þar sem efast er um lögmæti boðaðs niðurskurðar. Sömuleiðis hafa reynslan og útreikningar sýnt að vanhugsaðar breytingar og niðurskurður á einum stað í heilbrigðiskerfinu geta leitt til aukins kostnaðar annars staðar í kerfinu. Ánægjulegar viðhorfsbreytingar koma þó fram í grein Þrastar um að rétt sé að minnka yfirbyggingu og gæta hófs en sjálfur var hann einn helsti hvatamaður að byggingu rándýrs tónlistarhúss í samvinnu við útrásarvíkinga. Sömuleiðis barðist hann hart gegn því að byggingunni yrði slegið á frest þegar kreppan fór að læsa klóm sínum í landsmenn. Og ráðamenn tóku þátt í þeirri vörn. Mér finnst illa ígrundað og í hæsta máta óskynsamlegt hjá norrænu velferðarstjórninni að ætla að flytja aldraða hreppaflutningum úr heimabyggð. Forgangsröðum frekar gæluverkefnum aftar í röðina, þau geta beðið en aldraðir ekki.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar