Umhverfisspjöll á heimsmælikvarða? Tryggvi Felixson skrifar 24. september 2010 06:00 Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tryggvi Felixson Mest lesið Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Skoðun Skoðun Djíbútí norðursins Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Þegar veikindi mæta vantrú Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Öll börn eiga að geta tekið þátt Þorvaldur Davíð Kristjánsson skrifar Skoðun Krónan úthlutar ekki byggingalóðum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar sannleikurinn krefst vísinda – ekki tilfinninga Liv Åse Skarstad skrifar Skoðun Fimm skipstjórar en engin við stýrið Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Fermingarbörn, sjálfsfróun og frjálslyndisfíkn Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Ekki framfærsla í skilningi laga Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Evra vs. króna. Áhugaverð viðbrögð við ótrúlegum vaxtamun Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Hverjar eru hinar raunverulegu afætur? Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Vændi og opin umræða Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Jesú er hot! Þorsteinn Jakob Klemenzson skrifar Skoðun Kíkt í húsnæðispakkann Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Óbærilegur ómöguleiki íslenskrar krónu Guðbrandur Einarsson skrifar Skoðun Íslenskir Trumpistar Andri Þorvarðarson skrifar Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar Skoðun Í hvað á orkan að fara? Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Vegatálmar á skólagöngunni Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Þegar Evrópa fer á hnén og kallar það vináttu Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Hvað var RÚV að hvítþvo – og til hvers? Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Stjórnvöld mega ekki klúðra nýju vaxtaviðmiði Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Að vera húsbyggjandi Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Hærri vörugjöld, lægri samkeppnishæfni Arnar Þór Hafsteinsson skrifar Skoðun Að einfalda veruleikann og breyta öllu í pólitískt fóður Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvers virði er ég ? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun RÚV brýtur á börnum Guðbjörg Hildur Kolbeins skrifar Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun „Ég ætlaði aldrei að hætta í útgerð“ Sigurgeir B. Kristgeirsson skrifar Sjá meira
Nýr Lyngdalsheiðarvegur mun hafa óafturkræf áhrif á landslag og ásýnd svæðis sem liggur að elsta þjóðgarði landsmanna sem skráður hefur verið á heimsminjaskrá Sameinuðu þjóðanna (UNESCO World Heritage List). Vegastæðið liggur yfir eitt ríkasta vatnsból landsins sem hætta er á að spillist af framkvæmdum og umferð. Vegurinn mun óhjákvæmilega kalla á frekari gegnumumferð um Þjóðgarðinn á Þingvöllum og auka loftmengun og spilla friðsæld. Sýnt hefur verið fram á að aukin niturmengun vegna viðbótar gegnumumferðar getur hugsanlega spillt lífríkinu í vatninu vegna ofauðgunar á viðkvæmum hrygningarsvæðum. Þegar allt er reiknað virðist þessi áformaða vegabót aðeins stytta leiðina á milli Reykjavíkur og Laugarvatns um fáeinar mínútur. Á þetta var allt bent. Vegagerðin hafði fjölmargar vel rökstuddar ábendingar opinberra stofnana, samtaka, sérfræðinga og einstaklinga um framangreind efni að engu. Vanda þarf til vegagerðar á Íslandi og vegastæði ber að velja þannig að vegur valdi ekki óásættanlegu tjóni á umhverfi okkar og náttúru. Vegagerð af því tagi sem nú liggur fyrir við Þingvallavatn brýtur í bága við almenn og viðurkennd náttúruverndarviðmið. Hún er heldur ekki í samræmi við ýmsa alþjóðlega sáttmála sem Ísland hefur undirgengist. Hún er líklega einnig í andstöðu við vilja þjóðarinnar, ef marka má opna skoðanakönnun sem gerð var. Hér tókust á staðbundnir skammtímahagsmunir og langtímahagsmunir heildarinnar. Skammtímahagsmunir urðu ofan á, eins og svo oft hjá okkur Íslendingum. Þegar mæta á óskum íbúa um greiða og hraðfara leið til höfuðborgarinnar má ekki spilla verðmætri náttúru landsins nema mjög brýnir hagsmunir séu í húfi. Mikil náttúruverðmæti búa í óspilltu landi. Við þennan helgasta stað þjóðarinnar og aðstæður sem eru áþekkar, á náttúran að njóta vafans. Sýnt var fram á í umfjöllun um málið að það mátti bæta núverandi akveg frá Gjábakka og austur á Reyðarbarm (Barmskarði) eða Laugarvatnshelli (gamla Kóngsveginn) sem ferðamannaveg um áhugaverða skoðunarstaði og með tilkomumikið útsýni yfir Þingvallavatn. Jafnframt mátti gera hann að heilsársvegi, að vísu með lægri hámarkshraða en 90 km á klukkustund. En slíkan veg taldi Vegagerðin ekki standast „kröfur samtímans“. Því létu stjónvöld vel rökstuddar kröfur um að vernda einstæða náttúru landsins fyrir komandi kynslóðir víkja. Breiður vegur liggur nú yfir áður óraskað land, vegur sem veldur óafturkræfum spjöllum og sorg hjá þeim sem unna íslenskri náttúru. Ósk mín er nú sú að draga megi lærdóm af þessu máli við vegagerð í framtíðinni.
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun
Skoðun Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun „Sofðu rótt í alla nótt“ – Um stöðu íslenskunnar, lestrarmenningu og ákall til okkar sjálfra Gunnar Már Gunnarsson skrifar
Skoðun Tími til kominn Berglind Friðriksdóttir,Gunnsteinn R. Ómarsson,Hrönn Guðmundsdóttir,Sigfús Benóný Harðarson,Vilhjálmur Baldur Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðarsýn Íslands: Raunsæ tækni, græn orka og friður fyrir hugann Sigvaldi Einarsson skrifar
Bætt staða stúdenta - en verkefninu ekki lokið Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun