Vöktun á náttúruvá Svandís Svavarsdóttir skrifar 12. júlí 2010 06:00 Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Svandís Svavarsdóttir Mest lesið Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley Skoðun Skoðun Skoðun Við eigum ekki efni á vonleysi né uppgjöf Magnús Magnússon skrifar Skoðun Hingað og ekki lengra Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Hagsmunir heildarinnar - Kafli eitt: Tómlæti Íslendinga Hannes Örn Blandon skrifar Skoðun Þegar líða fer að jólum Ísak Hilmarsson skrifar Skoðun Svansvottaðar íbúðir – fjárfesting í lífsgæðum Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun Hættulegt tal Sjálfstæðisflokksins og Viðskiptaráðs Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Þetta má ekki gerast aftur! - Álag á útsvar Sveinn Ægir Birgisson skrifar Skoðun Meistaragráða í lífsreynslu Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórnvöld, Óskar á heima hér! Þóra Andrésdóttir skrifar Skoðun Dvel þú í draumahöll Hugrún Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Níðingsverk Jón Daníelsson skrifar Skoðun Umhverfi, heilsa og skólamáltíðir Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Æji nei innflytjendur Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Stríðsglæpir sem munu ekki gleymast! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Samstaða, kjarkur og þor Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Það er betra fyrir okkur öll að Háskóli Íslands efli fjarnám Darri Rafn Hólmarsson skrifar Skoðun Yfirfull fangelsi, brostið kerfi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar rafmagn hættir að vera sjálfsagður hlutur Árni B. Möller skrifar Skoðun Það er flókið að eiga næstum 500 milljarða króna á Íslandi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Lýðræði og framtíð RÚV: Tími til breytinga? Erling Valur Ingason skrifar Skoðun 5.maí Alþjóðadagur ljósmæðra Unnur Berglind Friðriksdóttir skrifar Skoðun Endurnýjun hugarfarsins Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Ferðamenn: Vanmetnir skattgreiðendur í íslensku hagkerfi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Góð vísa... Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á tvískinnungi SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað getum við lært af Víetnamstríðinu? Einar Magnússon skrifar Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Sjá meira
Eldgosið í Eyjafjallajökli hefur valdið okkur Íslendingum búsifjum, bæði nágrönnum eldfjallsins og þjóðarbúinu í heild. Um 100.000 flugferðum þurfti að aflýsa víða um heim vegna gossins og hefur ekkert annað eldgos valdið jafn víðtækri röskun á samgöngum og starfsemi. Mikið hefur mætt á stjórnvöldum og stofnunum sem sinna jarðvísindum, vöktun á náttúruvá og almannavörnum vegna gossins og búa þær þar að mikilvægri vinnu vísindamanna við gerð hættumats og áhættugreiningar vegna eldgosa og flóða úr Mýrdals- og Eyjafjallajökli. Gífurlegar kröfur eru gerðar til íslenskra vísindamanna um áreiðanlegar spár og upplýsingar; öryggi þúsunda flugfarþega veltur á vinnu þeirra. Álagið hefur verið eftir því. Á Veðurstofu Íslands þurfti starfsfólk að leggja nótt við dag við vöktun, úrvinnslu gagna og dagleg samskipti við erlendar vísindastofnanir, flugmálayfirvöld og fjölmiðla til að miðla sem nýjustum og nákvæmustum upplýsingum um gosið og öskuskýið og dreifingu þess. Vísindamenn stóðust álagsprófiðSkemmst er frá því að segja að Veðurstofan hefur staðist þessa prófraun með glans og ég hef sannfrétt að erlendum samstarfsaðilum finnst mikið til koma yfir því að svo fáliðuð stofnun geti veitt jafn góða þjónustu og upplýsingar sem raun ber vitni. Eftir að Vatnamælingar Orkustofnunar og Veðurstofan voru sameinuð fyrir um tveimur árum er vöktun á helstu eðlis-þáttum jarðar samþætt í einni stofnun, sem gefur henni meiri burði til að takast á við stór verkefni og tímabundið álag. Því fer þó fjarri að við skiljum hegðun eldstöðva til fulls. Mælingar á dreifingu eldfjallaösku og mat á hættu henni samfara eru ung og óþroskuð fræði. Áhugi á að bæta þekkingu á þessum málum hefur aukist gríðarlega nú í gosinu. Veðurstofan hefur skrifað undir yfirlýsingu um samstarf við bresku veðurstofuna og fleiri erlendir aðilar hafa áhuga á samstarfi, m.a. á sviði „eldfjallaveðurfræði“, sem má segja að sé ný hliðargrein á meiði vísindanna. Sterkir innviðir mæta náttúruváÁ mörgum sviðum býr íslenskt samfélag að góðum innviðum og er vel í stakk búið til að mæta erfiðum áskorunum. Ég tel að viðbrögðin við gosinu í Eyjafjallajökli og eftirmál þess hafi sýnt styrk þeirra sem þar báru mesta ábyrgð og eiga þeir þakkir skilið. Góð frammistaða íslenskra vísindamanna og stofnana í gosinu mun efla til muna möguleika Íslendinga á að taka þátt í fjölþjóðlegum rannsóknum og vöktunarverkefnum í náinni framtíð. Úr öskunni getur sprottið græn nál. Við þurfum að hlúa að henni og tryggja að hér verði enn betri vöktun á náttúruvá og sterkar stofnanir sem geti brugðist rétt og fumlaust við stór-atburðum.
Skoðun Góður rekstur Mosfellsbæjar og framtíðin björt Halla Karen Kristjánsdóttir,Anna Sigríður Guðnadóttir ,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar