Stækka Mjólkárvirkjun án þess að taka lán 20. september 2010 19:02 Raforkuframleiðsla Mjólkárvirkjunar, stærstu virkjunar Vestfjarða, eykst um þrjátíu prósent með virkjanaframkvæmdum sem nú standa þar yfir. Á sama tíma og stóru orkufyrirtækin fyrir sunnan geta sig hvergi hrært vegna lánsfjárskorts þá stendur Orkubú Vestfjarða í því að stækka Mjólkárvirkjun. Virkjunin nýtir vatn af Glámuhálendinu en óvenju mikil fallhæð, nærri 500 metrar, næst þegar vatnið steypist um fallpípur inn í stöðvarhúsið í Arnarfirði. Mjólká er í raun tvær virkjanir, eitt og tvö, en verið er að bæta við þriðju virkjuninni með sér stöðvarhúsi hátt uppi í fjalli. Á næsta ári verður svo Mjólká tvö stækkuð. Áætlað er að verkið kosti um einn milljarð króna og Orkubúið tekur engin lán. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólká, segir Orkubúið vel rekið fyrirtæki og það hafi þá stefnu að framkvæma aðeins fyrir eigið fé og taka ekki lán til framkvæmda. Það sé að skila Vestfirðingum lægsta raforkuverði í landinu og því að Orkubúið geti virkjað, fólkinu til góða. Fyrirtækið Urð og grjót byggir Mjólká þrjú en stefnt er að því hún verði gangsett í nóvember. Þá eru sjálfstæðir verktakar að breyta stíflum og vatnsrásum. Þegar breytingum lýkur eykst aflið úr átta megavöttum upp í tæp ellefu megavött. Steinar segir Mjólkárvirkjun vera grunnstöð á Vestfjörðum og hún stöðvist yfirleitt aldrei þegar línur slái út. Það sé því mikið atriði að stækka hana. Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira
Raforkuframleiðsla Mjólkárvirkjunar, stærstu virkjunar Vestfjarða, eykst um þrjátíu prósent með virkjanaframkvæmdum sem nú standa þar yfir. Á sama tíma og stóru orkufyrirtækin fyrir sunnan geta sig hvergi hrært vegna lánsfjárskorts þá stendur Orkubú Vestfjarða í því að stækka Mjólkárvirkjun. Virkjunin nýtir vatn af Glámuhálendinu en óvenju mikil fallhæð, nærri 500 metrar, næst þegar vatnið steypist um fallpípur inn í stöðvarhúsið í Arnarfirði. Mjólká er í raun tvær virkjanir, eitt og tvö, en verið er að bæta við þriðju virkjuninni með sér stöðvarhúsi hátt uppi í fjalli. Á næsta ári verður svo Mjólká tvö stækkuð. Áætlað er að verkið kosti um einn milljarð króna og Orkubúið tekur engin lán. Steinar Jónasson, stöðvarstjóri í Mjólká, segir Orkubúið vel rekið fyrirtæki og það hafi þá stefnu að framkvæma aðeins fyrir eigið fé og taka ekki lán til framkvæmda. Það sé að skila Vestfirðingum lægsta raforkuverði í landinu og því að Orkubúið geti virkjað, fólkinu til góða. Fyrirtækið Urð og grjót byggir Mjólká þrjú en stefnt er að því hún verði gangsett í nóvember. Þá eru sjálfstæðir verktakar að breyta stíflum og vatnsrásum. Þegar breytingum lýkur eykst aflið úr átta megavöttum upp í tæp ellefu megavött. Steinar segir Mjólkárvirkjun vera grunnstöð á Vestfjörðum og hún stöðvist yfirleitt aldrei þegar línur slái út. Það sé því mikið atriði að stækka hana.
Skroll - myndbönd og hljóðklippur Skroll-Fréttir Mest lesið Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ Erlent Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Erlent „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Innlent Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Innlent Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Erlent Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Innlent Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Innlent Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Erlent Strekkingur og væta suðvestanlands en allt að 17 stig fyrir austan Veður Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Erlent Fleiri fréttir „Maður skyldi ætla að það þurfi tiltekið siðferði til að starfa í lögreglunni“ Snjólaust á fjöllum og Garðyrkjuskólinn grútnar niður Njósnamálið, hræringar í evrópskum stjórnmálum og fjárhagur borgarinnar Eldur í bíl við fjölbýlishús í Urriðaholti Vakinn af „ölvunarsvefni“ inni á baði og brást ókvæða við Býður upp á sögugöngu um svæðið sem hún vill vernda Sex ára framtíðar sauðfjárbóndi á Rangárvöllum Samfylkingin bætir við sig og sauðburður á fullu Sinueldur við Landvegamót Sigldi ölvaður utan í annan bát og endaði í grjótgarði Kvartöld liðin frá jarðskjálftunum 17. júní á Suðurlandi Samfylkingin með 29 prósenta fylgi „Þetta hefur verið sorgleg þróun“ Mörg hundruð óseldar fasteignir og sótt í sund Rykið dustað af sólbekkjunum Nágrannaerjur, grjótkast og „víðáttuölvuðum“ veitt eftirför Nýtt 44 herbergja hjúkrunarheimili byggt í Hveragerði „Þetta er vítahringur sem endurtekur sig í sífellu!“ Öskrandi reiður í vandræðum með að leigja rafskútu Glussakerfið ónýtt eftir brunann Hefur áhyggjur af arftaka sínum Sér fram á bjarta framtíð fyrir börnin þökk sé styrknum Umtöluð frelsissvipting og stórslösuð sjónvarpsstjarna Búið að innsigla Kastrup: „Góður að taka á móti fólki en ömurlegur í tölvupóstum“ Tifandi tímasprengjan sem grunuð er um frelsissviptingu „Ekki bara rekinn heldur á staðnum og fyrirvaralaust“ „Vona að þú sofir vel“ Eldur í ruslabíl vestur í bæ Buðu mótherjum Björgólfs fyrst þjónustu sína Mannréttindadómstóllinn blandar sér í Vatnsendamálið Sjá meira