Raforkuverð í Danmörku nær þrjátíufalt hærra en hér 7. desember 2010 10:58 Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota. Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Raforkuverð til danskra heimila muna fara upp í allt að 15 kr. danskar, eða rúmlega 300 kr., á kílówattstundina milli klukkan fimm og sjö síðdegis í dag. Þetta er nær þrjátíufalt það verð sem íslensk heimili borga fyrir raforkuna í dag en verðið hérlendis er 10,6 kr. á kílówattstundina. Ástæðan fyrir þessu háa orkuverði sem Danir neyðast til að greiða í dag eru hinar miklu vetrarhörkur í Evrópu og mikill skortur á raforku um norðanverða Evrópu. Í frétt um málið á börsen.dk segir að undanfarnar vikur hafi raforkuverð í Danmörku og á hinum Norðurlöndunum verið nokkuð hátt en venjulegt verð er í kringum 35 aurar danskir á kílówattstund eða um 8 kr.að meðaltali. „Í dag rýkur verðið svo upp og verður það hæsta sem skráð hefur verið í sögu Danmerkur," segir Stine Grenaa Jensen hjá Dansk Energi í samtali við Ritzau fréttaþjónustuna. Sökum vetrarhörkunnar er lítið magn af vatni nú í uppistöðulónum virkjanna í Noregi og Svíþjóð. Þá eru nokkur kjarnorkuver í Svíþjóð ekki í rekstri í augnablikinu en það er einmitt í austurhluta Danmerkur þar sem orkuverðið verður hæst í dag. „Sjáland verður verst úti," segir Jensen. „Þetta skýrist af því að rafmagnkaplar milli Sjálands og Þýskalands eru ekki í notkun þar sem verið er að gera við þá. Þar að auki eru kaplarnir frá Svíþjóð einnig óvirkir þar sem Svíar eru sjálfir í vandræðum með orkuverð sitt." Fram kemur að Svíar höfðu ákveðið að endurbæta kjarnorkuver sín fyrir veturinn en hann kom mun fyrr en menn áttu von á og er endurbótunum ekki enn lokið. Því standa neytendur nú frammi fyrir himinháum orkuverðum til heimilisnota.
Mest lesið Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Krabbamein á vinnustöðum: „Ekki segja; þú veist að ég er til staðar“ Atvinnulíf Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Viðskipti innlent „Starfsfólkið sem eftir er vegnar oft verr andlega heldur en fólkinu sem hættir“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira