Kubica og Renault í toppslagnum 6. apríl 2010 13:58 Robert Kubica varð fjórði á Sepang brautinni um helgina og er í þéttum hópi ökumanna sem eru ofarlega í stigamótinu. Mynd: Getty Images Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane. Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira
Pólverjinn Robert Kubica og Renault er lið sem hefur komið hvað mest á óvart í Formúlu 1 mótunum. Kubica varð annar í Ástralíu og fjórði í Malasíu á sunnudaginn. Alain Permane einn af yfirmönnum liðsins er ánægður með gang mála, enda er Kubica aðeins 9 stigum frá Felipe Massa sem er efstur í stigamótinu. "Robert og Vitaly Petrov gerðu góða hluti í tímatökunni varðandi dekkjaval þegar aðrir lentu í vandræðum. Robert byrjaði mjög vel, græddi tvö sæti í ræsingunni og eftir það gekk allt tiltölulega eðlilega. Hann var á svipuðum hraða or Nico Rosberg og því ógerlegt að fara framúr honum", sagði Permane. Kubica er mjög vinnusamur ökumaður og gerir kröfur til sín og liðsins. "Robert hefur ekki misstigið sig. Það var ekið á hann í fyrsta hring í Barein og hann varð ellefti. Hann ók síðan fullkomna keppni í Melbourne og Malasíu. Robert er mjög fljótur og vinnusamur og ver miklum tíma með tæknimönnum sínum. Permane telur að Renault bíllinn sem liðið hefur hannað hafi ákveðinn styrkleika. "Bíllinn fer vel með dekkin, en í fyrra vorum við í vandræðum með dekkjaslit að aftan, en R30 bíllinn er með betra jafnvægi hvað þetta varðar. Það er góður kostur í ljósi þess að bensínáfylling er ekki leyfð. Hvað veikleika varðar, þá þurfum við að bæta niðurtogið á yfirbyggingunni. En við endurbætum bílinn mót frá móti og enn eitt þrepið verður tekið fyrir mótið í Kína", sagði Permane.
Mest lesið Kári reynir að hjálpa HK upp um deild Íslenski boltinn Liverpool vann Athletic tvívegis á Anfield Enski boltinn „Þeir standa fyrir eitthvað annað“ Fótbolti Áhorfendum vísað út af Anfield Enski boltinn „Báðir endar vallarins mættu vera betri“ Íslenski boltinn Tíu af bestu kylfingum landsins lögðu Minningarsjóð Bryndísar Klöru lið Golf Uppgjörið: Valur - Breiðablik 0-3 | Létt verk fyrir meistarana Íslenski boltinn „Skemmtilegra þegar vel gengur“ Íslenski boltinn Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf Mark Kolbeins svo gott sem gulltryggði sigurinn Fótbolti Fleiri fréttir „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Leclerc hélt ekki í við hraðann og Norris náði mögnuðum sigri Hamilton segir Ferrari þurfa nýjan ökumann því hann sé gagnslaus Leclerc óvænt á ráspól í Ungverjalandi Verstappen slekkur á öllum sögusögnunum Ákvörðunin að reka Horner að mestu vegna slaks árangurs Rigningin setti strik í reikninginn er Piastri sigraði í Belgíu Hætt að rigna í Francorchamps og ræs klukkan eitt Úrhellir í Belgíu og tvísýnt með keppni dagsins Norris á ráspól í Belgíu á morgun Verstappen vann sprettinn í Belgíu Ekki hissa á því að Horner hafi verið rekinn Gæti fengið átta milljarða króna Brottreksturinn kom Horner í opna skjöldu Rekinn sextán mánuðum eftir skandalinn Sjá meira