Samfélagsleg ábyrgð komi í stað arðsemi 19. maí 2010 04:00 telja Lífeyrissjóði gegna mikilvægu hlutverki Salvör Nordal og Steingrímur J. Sigfússon voru ræðumenn á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða.Fréttablaðið/GVA Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira
Lífeyrissjóðirnir gegna lykilhlutverki í uppbyggingu íslensks samfélags, sagði Steingrímur J. Sigfússon fjármálaráðherra á aðalfundi Landssamtaka lífeyrissjóða í gær. Ráðherra sagði að sjóðunum bæri til þess siðferðisleg skylda auk þess sem það væri efnahagslega skynsamlegt fyrir þá. Ráðherra sagði að vel mætti endurskoða þá arðsemiskröfu sem gerð væri til lífeyrissjóða. „Á samfélagslegur ávinningur að fá meira vægi, á að horfa meira til langtíma sjónarmiða og heildarhagsmuna fremur en að leggja kalt mat á arðsemi fjárfestinga í augnablikinu, það mat er mannanna verk,“ sagði ráðherra. Salvör Nordal, forstöðumaður Siðfræðistofnunar Háskóla Íslands, benti á að mikilvægt væri að hreinskiptin umræða um stefnu lífeyrissjóða, hlutverk og starfshætti færi fram, rétt eins og hvatt væri til í umfjöllun um lífeyrissjóðina sem finna má í siðferðishluta skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis. Salvör er einn höfunda þess hluta. Í skýrslunni hefði komið fram að stjórnarmenn í lífeyrissjóðum voru beittir þrýstingi af fyrirtækjum, benti Salvör á, og rifjaði upp það sem haft er eftir Gunnari Páli Pálssyni, þáverandi formanni VR, að Bónus-feðgar, Jón Ásgeir Jóhannesson og Jóhannes Jónsson, hafi beitt hann þrýstingi til að selja hlutabréf VR í Icelandair í krafti þess hversu margir starfsmenn Bónuss voru í VR. Salvör sagði í framhaldinu mjög mikilvægt að standa vörð um sjálfstæði lífeyrissjóðanna. Byggja þyrfti upp traust í samfélaginu og lífeyrissjóðir væru í lykilstöðu til að leiða sáttaferli í samfélaginu. Steingrímur J. sagði í umræðum í kjölfar erindanna að lífeyrissjóðir mættu gjarnan setja sér siðareglur í fjárfestingum, neita til dæmis að fjárfesta í fyrirtækjum sem veittu háa bónusa. Hann sagði olíusjóðinn norska góða fyrirmynd í þeim efnum. Salvör ræddi einnig um olíusjóðinn, sem hefur þá stefnu að fjárfesta ekki í Noregi og sagði að ef til vill væri það stefna sem lífeyrissjóðirnir ættu að hafa. sigridur@frettabladid.is
Fréttir Innlent Mest lesið Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Innlent Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Innlent Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Innlent Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Innlent Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug Innlent Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Innlent Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Kólnun á fasteignamarkaði: Færri skoða og lægra verð „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Gagnrýnisverð hegðun Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Ugla Stefanía nýr sérfræðingur Reykjavíkurborgar Upplausn á meðferðarheimili og fleiri fölsuð lyf Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Setja milljarða í raforkumál á Norðausturlandi Fjársvikamálið komið til Héraðssaksóknara Hrein mannvonska að námsmenn séu blórabögglar útlendingaóþols ESA segir Ísland þurfa að herða sig í loftslagsmarkmiðum sínum Stutt stopp Orbans á Íslandi Grunaður barnaníðingur komi ekki lengur nálægt BHM Skrifin séu ekki til komin vegna framboðs í borginni Þjófarnir lifðu eins og kóngar um stund Líf og Dóra í nýjum hlutverkum út kjörtímabilið Barni bjargað frá drukknun í Dalslaug „Ætlum ekki að hætta við allt sem er erfitt og gera allt fyrir alla“ Álag réttlæti ekki mistökin sem voru gerð Segja fátt rétt í fréttinni og heimildamanninn fyrrverandi eiginmann Gögnin frá ríkislögreglustjóra komin á borð ráðherra Lögreglustjóri svarar ráðherra og efnahagsmálin rædd á Alþingi Loka Breiðholtsbraut alla helgina Blóðugt barn eftir tilefnislausa árás í Kringlunni Staða sólar hafi mögulega truflað sýn ökumannsins sem lést Meirihluti stjórnmálasamtaka í vanskilum með ársreikning Leysa brátt frá skjóðunni um leiðtoga Miðflokksins í borginni og nafnaleikurinn hafinn Handteknir fyrir að hafa í hótunum við leigubílstjóra Starfsmaður ríkissaksóknara sagður hafa játað refsiverð brot Heiðra minningu Sigurðar Kristófers með Neyðarkallinum í ár Sjá meira