Ábyrgðin er okkar Elín Björg Jónsdóttir skrifar 7. desember 2010 06:45 Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Elín Björg Jónsdóttir Mest lesið Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Ég neita að trúa... Guðlaug Kristjánsdóttir Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Olafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmar Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Skoðun Trump les tölvupóstinn þinn Mörður Áslaugarson skrifar Skoðun „Já, hvað með bara að skjóta hann!“ Þórhildur Hjaltadóttir skrifar Skoðun Heimar sem þurfa nýja umræðu! Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sársauki annarra og samúðarþreyta Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar Skoðun Alþjóðalög eða lögleysa? Urður Hákonardóttir skrifar Sjá meira
Þjóðin hafði ekki úr miklu að moða árið 1936. Kreppunni miklu var varla lokið, fjöldi atvinnu- og húsnæðislausra hafði aldrei verið meiri. Fjárþörf ríkissjóðs var mikil. Gæfa íslensku þjóðarinnar var hins vegar sú að þá sátu framsýnir menn á þingi og eftir nokkurt þref samþykktu þeir að koma á fót kerfi almannatrygginga. Með því var viðurkennt að samfélagið sem heild bæri ábyrgð á því að framfleyta þeim sem ekki höfðu tök á því sjálfir. Fólk sem lenti í slysi, varð veikt eða missti vinnu fékk bætur. Til að sjá um útrgeiðsluna var Tryggingastofnun Íslands komið á fót. Mjór er mikils vísir og segja má að þarna hafi grunnurinn að velferðarkerfinu verið lagður. Á því hefur verið gerður fjöldi endurbóta, það verið úttvíkað og bætt með það fyrir augum að ná til sem flestra. Grunnhugsunin er hins vegar enn sú sama; að þeir sem einhverra hluta vegna geta ekki séð sér farborða, fái við það aðstoð. Það er á ábyrgð samfélagsins alls. Enn á ný steðja efnahagsþrengingar að þjóðinni og engum dylst að fjárþörf ríkissjóðs er gríðarlega mikil. Sú fjárþörf er tímabundin; íslenskt samfélag mun rísa upp úr efnahagslægðinni á ný. Þetta hafa verið erfiðir tímar og þeir verða það áfram. Víða þarf að þrengja sultarólina og margir munu búa við kröpp kjör. Við slíkar aðstæður er það mikilvægara en nokkru sinni fyrr að öryggisnet velferðarkerfisins sé þéttriðið. Þetta skildi íslenskt launafólk í kreppunni miklu og því tókst að sannfæra stjórnvöld um hið sama. Ýmislegt verður að breytast í íslensku samfélagi, það er ljóst. Einhversstaðar þarf að ná í það fé sem vantar upp á, eða spara útgjöld á móti. Það væri hins vegar þyngra en tárum tæki ef við, í upphafi 21. aldar, eyðileggðum það starf sem afar okkar og ömmur lögðu á sig við mun verri kjör á fjórða áratugnum. Fjárlagafrumvarpið 2011 kemur nú til annarrar umræðu. Þingmenn hafa það hlutverk að verja velferðarkerfið. Þeirra ábyrgð er að tryggja að fjárlögin höggvi ekki að rótum þess. Þá ábyrgð berum við einnig sem þjóð.
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Í minningu sonar – og allra þeirra sem aldrei komu heim Kristín Dýrfjörð,Friðrik Þór Guðmundsson skrifar