Ragnar Hall segir ekki skynsamlegt að taka áhættu með dómsmáli Þorbjörn Þórðarson skrifar 21. febrúar 2011 12:00 Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Ragnar Hall, hæstaréttarlögmaður, sem var á móti eldri Icesave-samningum segir best að samþykkja þá samninga sem nú liggja fyrir. Niðurstaða dómsmáls um að íslenska ríkið hefði vanrækt skyldur sínar gæti falið í sér margfalt hærri upphæð en samningar hafa nú tekist um. Ragnar gerði athugasemdir við nokkur ákvæði í eldri Icesave-samningum þegar þeir lágu fyrir en hann var einna fyrstur til sumarið 2009 að benda á að ákvæði þeirra væru andstæð framkvæmd samkvæmt íslenskum gjaldþrotalögum. Ragnar var jafnframt þeirrar skoðunar að ekki væri nein ríkisábyrgð á skuldbindingum Tryggingarsjóðs innistæðueigenda, en hann telur samt réttast að semja um lausn málsins. Ragnar Hall.Mun greiða atkvæði með nýju samningunum í þjóðaratkvæðagreiðslunni „Ég lýsti þeirri skoðun að á þeim tíma að ég teldi að Ísland hefði ekki skuldbindingar að lögum til þess að það væri ríkisábyrgð á tryggingarsjóðnum eða greiðslum í hann. Hins vegar hef ég talið frá upphafi, og lýst þeirri skoðun oftar en einu sinni, að það væri best fyrir okkur að semja okkur út úr þessum vanda. Þó ég væri óánægður með samninginn sem var gerður. Ég er því hlynntur því að samningarnir sem nú liggja fyrir verði samþykktir," segir Ragnar. Þannig að þú munt greiða atkvæði með þessum samningum í þjóðaratkvæðagreiðslunni? „Já, ég mun gera það." Ragnar segir að alltaf megi deila um hvað sé sanngjarnt og hvað ekki þegar komi að samningum. Hins vegar fylgi öllum málaferlum einhver áhætta. „Og ef niðurstaða dómstóla yrði sú að við hefðum að einhverju leyti vanrækt skyldur okkar í sambandi við þennan sjóð (Tryggingarsjóð innistæðueigenda innsk.blm) þannig að íslenska ríkið verði að taka afleiðingunum af því og bera þetta tjón þá væri það margfaldur skellur miðað við það sem samningar hafa tekist um. Mér finnst ekki ráðlegt að taka þá áhættu," segir Ragnar. thorbjorn@stod2.is
Icesave Tengdar fréttir Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15 Mest lesið Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Innlent Demókratar flýja Texas svo þing geti ekki komið saman Erlent Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Innlent Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Innlent „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Innlent Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Innlent Maður lést eftir fall af svölum á tónleikum Oasis Erlent Hamas til í að gefa gíslum hjálpargögn ef Ísrael hleypir þeim inn á svæðið Erlent Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Innlent Segir „erfiðara“ að náða Diddy eftir „hræðilegar yfirlýsingar“ Erlent Fleiri fréttir Þorvaldur gagnrýndur fyrir órökstudda spá um eldgos Einn handtekinn vegna líkamsárasar Gosmóða mældist í Hvalfirði og á Vík í Mýrdal Netþrjótar herja á „mömmur“ landsins Spennandi traktorstorfæra á Flúðum Hvalur skaut upp höfði upp við bryggjuna: „Þetta var alveg magnað“ Slysið á sama stað og við sömu aðstæður og fyrri banaslys í fjörunni Þorgerður styður stofnun leyniþjónustu Síðustu þrjú banaslys orðið á sama stað við sömu aðstæður „Allt uppselt“ af símum eftir rigninguna Þurfum ekki að loka landamærum en þurfum að opna augun Leggjast yfir hvað megi bæta í Reynisfjöru „Við erum auðvitað mjög slegin yfir þessu slysi“ Fullt af furðubátum keppa á Flúðum í dag Níu ára stúlka frá Þýskalandi sem lést Tilkynnt um þrjár líkamsárásir en flestir gestir „vel búnir, kurteisir og til fyrirmyndar“ Vinnsla stöðvuð í Vatnsfellsvirkjun vegna leka Ekki hlynntur lokun Reynisfjöru og líkamsárásir um helgina Meistaraverkefni sem endaði í The Lancet: „Af hverju ekki að miða hátt?“ Herjólfur siglir í dag Bandaríkin, innflytjendur og Gasa á Sprengisandi Olli slysi undir áhrifum fíkniefna Vestmanneyingar „slógu velferðarskjaldborg“ yfir gesti Búast við gasi á höfuðborgarsvæðinu og Akranesi Landsvirkjun sé ekki „löngu búin að semja“ við alla landeigendur Fagna afmæli virkjunar sem sökkti sveitajörðum en rafvæddi síldarbæ Kvenfólkið í Eyjum bjargaði deginum Skinkur og Sykurpabbar skemmta sér á Egilsstöðum Blússandi stemning á harmonikkuhátíð á Borg Stúlkan sem fór í sjóinn er látin Sjá meira
Styður samningana en segir misskilning í umræðunni um þá "Samninganefndin sem tók upp þráðinn eftir þjóðaratkvæðagreiðsluna á síðasta ári fylgdi eftir sjónarmiðum sem ég hafði talað fyrir,“ segir Ragnar H. Hall, hæstaréttarlögmaður um nýju Icesave-samningana sem hann sjálfur styður. Hann segir samt að ákveðins misskilnings hafi gætt í umræðunni um samningana. 21. febrúar 2011 17:15