Umfjöllun: Öruggur sigur Keflavíkur í fyrsta leik Kristinn Páll Teitsson skrifar 18. mars 2011 20:56 Hörður Axel Vilhjálmsson. Mynd/Daníel Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik með Keflavík í kvöld en hann endaði leikinn með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Andrija Ciric var með 24 stig, Thomas Sanders bætti við 22 stigum og 11 fráköstum og Sigruður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Kelly Biedler skoraði 23 stig fyrir ÍR-liðið og þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta voru báðir með 22 stig. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu og eru ÍR-ingar komnir með líkamann upp að vegg þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri þar til að knýja fram oddaleik. Leikurinn var hnífjafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að halda forystunni allt þar til Keflavík náði ágætis kafla rétt undir lok leikhlutans og tók 28-22 forystu í annan leikhluta. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir ÍR-inga þegar Keflavík skoruðu fyrstu fimm stig annars leikhluta. Þá tóku þeir hinsvegar leikhlé og leikur þeirra stórbatnaði við það og tók við góður 14-2 kafli og náðu þeir forystunni um tíma. Keflvíkingar svöruðu þó með 8-0 kafla rétt fyrir leikhlé og virtust ætla að taka tíu stiga forskot í hálfleik en Kelly Biedler setti niður þrist með flautukörfu sem lagaði stöðu þeirra. Biedler var stigahæsti leikmaður ÍR með 14 stig í fyrri hálfleik en næstur kom Nemanja Sovic með 12 stig. Í liði Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur með 13 stig og 5 fráköst, næstur kom Andrija Ciric með 12 og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.´ Keflavík byrjuðu þriðja leikhluta af miklum ákafa og héldu áfram að pressa stíft á ÍR-ingana sem skilaði sér í að forskot þeirra jókst sífellt á meðan leið á leikhlutann. Þeir tóku 86-71 forystu í fjórða leikhluta. Sama var upp á teningunum í fjórða leikhluta, Keflvíkingar juku sífellt mun sinn og unnu á lokunum öruggan sigur 115 - 93. Keflavík-ÍR 115-93 (28-22, 26-25, 32-24, 29-22)Keflavík: Andrija Ciric 24/7 fráköst, Thomas Sanders 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2.ÍR: Kelly Biedler 23/5 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, James Bartolotta 22, Níels Dungal 9/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Friðriksson 4, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Þór Fritzson 2, Tómas Aron Viggóson 1. Dominos-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira
Keflvíkingar unnu 22 stiga sigur á ÍR, 115-93, í fyrsta leik liðanna í einvígi þeirra í átta liða úrslitum Iceland Express deildar karla í Keflavík í kvöld. Keflvíkingar voru með góð tök á leiknum nánast allan tímann og unnu öruggan sigur. Hörður Axel Vilhjálmsson átti frábæran leik með Keflavík í kvöld en hann endaði leikinn með 21 stig, 12 stoðsendingar og 8 fráköst. Andrija Ciric var með 24 stig, Thomas Sanders bætti við 22 stigum og 11 fráköstum og Sigruður Gunnar Þorsteinsson skoraði 17 stig þar af 13 þeirra í fyrri hálfleik. Kelly Biedler skoraði 23 stig fyrir ÍR-liðið og þeir Nemanja Sovic og James Bartolotta voru báðir með 22 stig. Næsti leikur fer fram í Breiðholtinu og eru ÍR-ingar komnir með líkamann upp að vegg þar sem þeir þurfa nauðsynlega á sigri þar til að knýja fram oddaleik. Leikurinn var hnífjafn framan af fyrsta leikhluta og skiptust liðin á að halda forystunni allt þar til Keflavík náði ágætis kafla rétt undir lok leikhlutans og tók 28-22 forystu í annan leikhluta. Hlutirnir litu ekkert allt of vel út fyrir ÍR-inga þegar Keflavík skoruðu fyrstu fimm stig annars leikhluta. Þá tóku þeir hinsvegar leikhlé og leikur þeirra stórbatnaði við það og tók við góður 14-2 kafli og náðu þeir forystunni um tíma. Keflvíkingar svöruðu þó með 8-0 kafla rétt fyrir leikhlé og virtust ætla að taka tíu stiga forskot í hálfleik en Kelly Biedler setti niður þrist með flautukörfu sem lagaði stöðu þeirra. Biedler var stigahæsti leikmaður ÍR með 14 stig í fyrri hálfleik en næstur kom Nemanja Sovic með 12 stig. Í liði Keflavík var Sigurður Gunnar Þorsteinsson stigahæstur með 13 stig og 5 fráköst, næstur kom Andrija Ciric með 12 og Hörður Axel Vilhjálmsson með 10 stig.´ Keflavík byrjuðu þriðja leikhluta af miklum ákafa og héldu áfram að pressa stíft á ÍR-ingana sem skilaði sér í að forskot þeirra jókst sífellt á meðan leið á leikhlutann. Þeir tóku 86-71 forystu í fjórða leikhluta. Sama var upp á teningunum í fjórða leikhluta, Keflvíkingar juku sífellt mun sinn og unnu á lokunum öruggan sigur 115 - 93. Keflavík-ÍR 115-93 (28-22, 26-25, 32-24, 29-22)Keflavík: Andrija Ciric 24/7 fráköst, Thomas Sanders 22/11 fráköst/5 stoðsendingar, Hörður Axel Vilhjálmsson 21/8 fráköst/12 stoðsendingar, Sigurður Gunnar Þorsteinsson 17/6 fráköst, Magnús Þór Gunnarsson 9/4 fráköst, Jón Nordal Hafsteinsson 7, Gunnar Einarsson 5, Þröstur Leó Jóhannsson 5, Gunnar H. Stefánsson 3, Halldór Örn Halldórsson 2.ÍR: Kelly Biedler 23/5 fráköst/7 stoðsendingar/3 varin skot, Nemanja Sovic 22/8 fráköst, James Bartolotta 22, Níels Dungal 9/4 fráköst, Sveinbjörn Claessen 7, Hjalti Friðriksson 4, Eiríkur Önundarson 3, Davíð Þór Fritzson 2, Tómas Aron Viggóson 1.
Dominos-deild karla Mest lesið Crystal Palace vann Samfélagsskjöldinn Enski boltinn Sveindís Jane til bjargar á síðustu stundu Fótbolti Hafþór Júlíus fagnaði tólfta titlinum með því að rífa bolinn af sér Sport Mo Salah krefur UEFA um svör vegna Palestínu Pele Enski boltinn Arnar með met í 100 km: „Sýnist þetta vera níundi hraðasti tíminn í heiminum“ Sport Fór holu í höggi í beinni í sjónvarpinu Golf Uppgjör: Vestri-Fram 3-2 | Vestri með sigurmark í uppbótatíma Íslenski boltinn Tveir látnir eftir sama hnefaleikakvöld í Tókýó Sport Enska augnablikið: Lærði 200 ný blótsyrði Enski boltinn Leik lokið: KA - ÍBV 1-0 | Dagur Ingi tryggði KA mikilvæg stig Fótbolti Fleiri fréttir Stelpurnar töpuðu þrátt fyrir frábæra byrjun Stockton segir að LeBron „hafa notað þyrlu til að komast á toppinn“ Serbi inn í teig hjá Stólunum: „Ég veit að áhorfendurnir elska körfubolta“ Stelpurnar spila um sjöunda sætið á Eurobasket „Þeir eiga allir skilið að fara í lokahópinn“ Stelpurnar Norðurlandameistarar og strákarnir fengu silfur Þýskaland lagði Slóvena í undirbúningi fyrir Eurobasket Celtics festa þjálfarann í sessi NBA stjarna borin út Litáen of stór biti fyrir íslensku stelpurnar Öruggar með besta árangur Íslands á EM frá upphafi Ákærður fyrir að hnupla treyju LeBron sem seldist seinna á nær hálfan milljarð Ísland í átta liða úrslit eftir ótrúlega endurkomu Dildó-faraldurinn heldur áfram í WNBA Sigtryggur Arnar í mjög fámennan hóp í sögu landsliðsins „Hættiði að henda dildóum inn á völlinn“ Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Sjá meira