Myndband af slagsmálum í leikjum Hauka Henry Birgir Gunnarsson skrifar 17. mars 2011 12:53 Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin. Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira
Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka hefur sent frá sér yfirlýsingu og myndband af slagsmálum í leik karlaliðs Hauka og KFÍ og kjaftshöggi KR-ingsins Margrétar Köru Sturludóttir í kvennaleik KR og Hauka. Margrét Kara sló þá Maríu Lind Sigurðardóttir í andlitið. Körfuknattleiksdeildin hefur ekki viljað birta myndböndin fyrr en nú. Ástæðan er sé að þeim finnst aganefnd KKÍ ekki gæta jafnræðis í dómum sínum. Margrét Kara fékk tveggja leikja bann fyrir kjaftshöggið en Davíð Páll Hermannsson Haukamaður fékk þriggja leikja bann fyrir sinn þátt í slagsmálunum. Haukarnir telji að Margrét Kara hefði átt að fá þyngri dóm. Þess vegna hafa Haukarnir áfrýjað í máli Margrétar Köru. María Lind þurfti að fara á sjúkrahús vegna höggsins þar sem hún gat ekki bitið saman. Ekki var umbrot að ræða en líklega blæddi inn á kjálkaliðinn. Viku síðar hefur María Lind ekki enn náð sér af þeim áverkjum sem hún varð fyrir. Hægt er að lesa yfirlýsingu Haukanna hér að neðan og skoða myndbandið af atvikunum tveimur hér að ofan. Yfirlýsing frá stjórn Körfuknattleiksdeildar HaukaStjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka harmar þau óíþróttamannslegu atvik sem urðu í leikjum meistaraflokka kvenna og karla 9. og 10.mars síðast liðin að Ásvöllum. Nú hafa fallið dómar hjá aga- og úrskurðarnefnd KKÍ um málin. Stjórn körfuknattleiksdeildar Hauka telur að í úrskurðum nefndarinnar sé ekki gætt jafnræðis né samræmis í dómum yfir þeim sem hlut eiga að máli. Án þess að á nokkurn hátt sé gert minna úr alvarleika brots Davíðs Páls Hermannssonar leikmanns Hauka í meistaraflokki karla þá telur stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka að brot Margrétar Köru Sturludóttur leikmanns KR verðskuldi mun harðari refsingu en aga- og úrskurðarnefnd KKÍ felldi um það brot vegna eftirfarandi: 1. Brot Margrétar Köru á leikmanni Hauka, Maríu Lind Sigurðardóttur er framkvæmt án minnsta tilefnis og af hreinum ásetningi eins og glöggt má sjá á myndbroti af atvikinu. 2. María þurfti aðhlynningu lækna strax eftir atvikið og var á slysadeild langt fram á kvöld, enda gat hún ekki bitið saman og var með áverka eftir brotið. Við röntgen- og sneiðmyndatöku kom í ljós að sem betur fer er ekki er um brot að ræða en líklega hefur blætt inn á kjálkaliðinn. Nú viku síðar hefur María enn ekki náð sér af þeim áverkum sem hún varð fyrir, hún finnur enn töluverðan sársauka við eðlilegar hreyfingar á kjálkanum. 3. Hvorki leikmaður KR né Körfuknattleiksdeild KR hafa opinberlega beðist afsökunar á framkomu leikmanns eins og leikmenn KFÍ og Hauka gerðu daginn eftir að atvik í leik þeirra. 4. Í því atviki sem varð í leik Hauka og KFÍ eru tveir gerendur sem báðir eiga sök á þeim óíþróttamannslegu átökum sem þar urðu. Í atviki í leik Hauka og KR er einn gerandi sem gerir yfirvegaða og algerlega tilefnislausa árás á leikmann Hauka sem á sér einskis ills von. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka hefur ákveðið að áfrýa dómi aga- og úrskurðarnefndar KKÍ í máli Margrétar Köru Sturludóttur til áfrýjunardómstóls KKÍ þar sem Haukar telja að ekki sé gætt samræmis í úrskurðum þessara alvarlegu agamála. Tilefnislausar og yfirvegaðar árásir eins og gerðist í leik Hauka og KR eiga aldrei að sjást á leikvelli. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka telur að alvarleiki brots leikmanns KR endurspeglist ekki í niðurstöðu aga- og úrskurðarnefndar KKÍ og áfrýja því Haukar úrskurðinum. Stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka Haukar höfðu ákveðið að sína ekki opinberlega myndbrot sem Hauka TV tóku upp af þeim atvikum sem urðu í leikjum Hauka við KR og KFÍ þar sem stjórn Körfuknattleiksdeildar Hauka taldi að birting myndbrotanna væri ekki körfuknattleiknum til framdráttar. Í ljósi þess að ekki er að mati Kkd Hauka gætt samræmis í niðurstöðum aga- og úrskurðarnefndar KKÍ telja Haukar rétt að birta allar upplýsingar um málin, þar með talin myndbrotin.
Dominos-deild karla Skroll-Íþróttir Mest lesið Brenndi á sér höndina áður en hann kýldi í borðið Sport Moyes ældi alla leiðina til Eyja Enski boltinn Hefur aldrei séð svona ofbeldi: „Þetta var allt of mikið“ Sport Mbappé vann PSG og fær níu milljarða Fótbolti Romano segir fólki að fylgjast með Alberti í janúar Fótbolti Vísa á bug fullyrðingum Bruno sem hafa valdið fjaðrafoki Enski boltinn Gestgjafar HM bjóða Íslandi heim í leik Fótbolti Á hækjum á milli leikja og þoldi sífellt verri sársauka Handbolti Sjáðu flottasta mark í heimi árið 2025 Fótbolti Segir að Salah muni sjá eftir því að fara í janúar Enski boltinn Fleiri fréttir Umfjöllun: Keflavík 97 - 84 Ármann | Sannfærandi sigur heimakvenna Martin áfram í sextán liða úrslit Meistaradeildarinnar Valskonur ekki í neinum vandræðum á heimavelli Segir að Keflvíkingar hafi ekki þolað gott umtal Yngstur í sögu NBA til að skora fjörutíu stig Stjarnan jók á raunir Álftaness og Valsmenn slógu ÍR-inga út „Auðvitað var þetta sjokk“ Skór sem Jordan notaði seldust á tæplega níutíu milljónir Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron „Troðslan sem þið sjáið núna verður ekki toppuð“ Tindastóll, Keflavík og KR brunuðu áfram í bikarnum Hilmar með frábærar mínútur og risaþrist í dramatískum sigri Aftur og nýbúnir en núna í bikarnum KR, Aþena og Tindastóll örugglega áfram í bikarnum Íslandsmeistararnir unnu bikarmeistarana í framlengingu Elvar leiddi liðið til sigurs Tryggvi lét mest til sín taka Wembanyama sneri aftur í sigri gegn meisturunum Jónína Þórdís gældi við þrennuna og Ármann fór áfram í bikarnum Sara Rún með sigurkörfuna í ótrúlegri endurkomu Keflavíkur Kjartan Atli lætur af störfum Körfuboltakvöld í áfalli yfir vörn Álftaness: „Bara kjánalegt að horfa á þetta“ Curry sneri aftur með miklum látum Uppgjörið:Njarðvík - Þór Þorlákshöfn 92-93| Stigin til Þorlákshafnar eftir háspennu Álftanes - Tindastóll 78-137 | Metin slegin í stórsigri Stólanna „Get ekki verið fúll út í mína menn“ Fyrsti sigurinn í rúman mánuð: „Sýndum í dag að við erum með gott lið“ Uppgjörið: KR - ÍR 102-96 | Langþráður KR-sigur ÍA - Stjarnan 85-115 | Meistararnir búnir að finna gírinn Sjá meira