KR-ingar tryggðu sér annað sætið með sigri á deildarmeisturunum Jón Júlíus Karlsson skrifar 10. mars 2011 20:59 Marcus Walker. Mynd/Daníel KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2. Dominos-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira
KR vann góðan sigur á deildarmeisturum Snæfelli í kvöld, 116-93, í lokaumferð Iceland Express deild karla í körfubolta. Með sigrinum varð KR í öðru sæti deildarinnar og mun mæta Njarðvík í 8-liða úrslitum um Íslandsmeistaratitilinn sem hefst á fimmtudag. KR-ingar settu í fimmta gír í þriðja leikhluta og kláruðu leikinn með frábærum kafla. Það var jafnræði með liðunum í fyrsta leikhluta og skiptust liðin á um að hafa forystuna. Hinn öskufljóti Marcus Walker dró vagninn hjá KR í fyrsta leikhluta og skoraði 10 stig. Athygli vakti að eftir fyrst leikhluta var Jón Ólafur Jónsson kominn í villuvandræði en hann var kominn með þrjár villur áður en fyrsti leikhluti var úti. Staðan eftir fyrsta leikhluta 25-22 fyrir heimamenn í KR. Jón Ólafur sat sem fastast á varamannabekknum í öðrum leikhluta þar sem KR náði yfirhöndinni þó þeir næðu aldrei að slíta sér almennilega frá gestunum úr Stykkishólmi. Varnarleikur liðanna var ekki upp á marga fiska og áttu liðin auðvelt með að finna leiðina að körfunni. Ryan Amaroso var drjúgur fyrir Snæfell og skoraði 12 stig í fyrri hálfleik, þar af átta af vítalínunni. Staðan í hálfleik 51-47. KR-ingar voru frábærir í þriðja leikhluta. Snæfellingar fundu fá svör við sterki vörn heimamanna sem gengu á lagið í kjölfarið. Ryan Amaruso kom reyndar ekki við sögu hjá gestunum í síðari hálfleik en hann haltraði útaf í hálfleik meiddur. Það hafði kannski sitt að segja hjá gestunum sem voru 89-70 undir fyrir lokaleikhlutann. Til að bæta gráu ofan á svart setti Ólafur Már Ægisson niður flottan þrist þegar leiktíminn var u.þ.b. að renna út og kórónaði frábæran leikhluta KR-inga. KR-inga létu kné fylgja kviði í lokaleikhlutanum og héldu forystunni um og yfir 20 stigum. KR hefði í raun getað unnið leikinn með stærri mun en þegar ljóst var að sigurinn var í höfn var ungum og upprennandi leikmönnum gefið færi á að spreyta sig. Lokatölur 116-93 fyrir KR sem léku frábærlega í síðari hálfleik. Marcus Walker heitur fyrir KR-inga í kvöld og skoraði 27 stig, Finnur Atli Magnússon var með 18 stig og Pavel Ermolinskij með 15 stig. Hjá Snæfelli var Pálmi Sigurgeirsson atkvæðamestur með 15 stig. KR-Snæfell 116-93 (25-22, 26-25, 38-23, 27-23)KR: Marcus Walker 27, Finnur Atli Magnússon 18/7 fráköst, Pavel Ermolinskij 15/5 fráköst, Ágúst Angantýsson 14, Hreggviður Magnússon 13, Brynjar Þór Björnsson 11/5 fráköst/6 stoðsendingar, Ólafur Már Ægisson 8, Jón Orri Kristjánsson 5/4 fráköst, Skarphéðinn Freyr Ingason 5/6 fráköst.Snæfell: Pálmi Freyr Sigurgeirsson 15/5 fráköst, Jón Ólafur Jónsson 14/6 fráköst, Sean Burton 13/4 fráköst, Ryan Amaroso 12/5 stoðsendingar, Zeljko Bojovic 12, Emil Þór Jóhannsson 11, Atli Rafn Hreinsson 7, Sveinn Arnar Davíðsson 4/4 fráköst, Egill Egilsson 3, Daníel A. Kazmi 2.
Dominos-deild karla Mest lesið „Skil ekki hvernig má kýla einhvern í andlitið?“ Íslenski boltinn Bjargaði lífi mótherja í miðjum leik Fótbolti LeBron boðar aðra Ákvörðun Körfubolti Hafa fengið áttatíu prósent stiga í boði með Gunnar í byrjunarliðinu Íslenski boltinn „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Körfubolti Aron Rafn hetja Hauka gegn Val og Fjölnir henti Stjörnunni úr leik Handbolti „Mér finnst hún skipta sér af málum sem koma henni ekki við“ Fótbolti Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu Körfubolti Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Dagskráin í dag: Stórleikur að Hlíðarenda Sport Fleiri fréttir LeBron boðar aðra Ákvörðun Uppgjörið: Valur - Tindastóll 85-87 | Basile með sigurkörfu „Þeir skutu úr einhverjum fjörutíu vítum“ Elvar stigahæstur í fyrsta deildarleiknum með nýja liðinu Bikarmeistarar Vals byrja á móti B-liði KR Er Kristján Fannar ÍR-ingur eða Keflvíkingur? „Ótrúlegt hvað við framleiðum marga góða unga leikmenn sem heita Styrmir“ „Hann er topp þrír í deildinni“ Jón Axel öflugur þegar spænska deildin fór af stað á nýjan leik Nabblinn á ferðinni: Bræðurnir gerðu upp fyrsta leikinn í Grindavík síðan 2023 Giannis ekki kominn af stað með Milwaukee Bucks Kemi tilþrifin | Sjáðu harkalega byltu Arnórs Tristan „Við grípum augnablikið og gerum það mjög vel“ Uppgjörið: Grindavík - Njarðvík 109-96 | Grindvíkingar unnu í heimkomunni Martin með nítján stig í fyrsta leik Stólarnir fastir í München De Assis með fjórða íslenska liðinu á fjórum árum Bjóða upp á Frank Booker-árskort Afar ólík viðbrögð hjá Hlyni Bærings og Benna Gumm eftir byrjun þáttarins Uppgjörið: KR - Stjarnan 102-98 | Meistararnir töpuðu í Vesturbænum „Var í vímu þarna í smá stund af gleði og æsingi“ Uppgjörið: ÍA - Þór Þ. 102-92 | Gulir og glaðir byrja á sigri „Þá er erfitt að spila hér“ Uppgjörið: Keflavík - ÍR 92-83| Breyttir tímar hjá Keflvíkingum? „Fannst þetta full mikil brekka“ Uppgjörið: Álftanes - Ármann 121-69 | Löng bið gestanna ekki þess virði Ekkert þriggja stiga skot þegar Ármann spilaði síðast í efstu deild Fannst Þórsarar og Lárus þurfa frí frá hvor öðrum Benedikt gefur Stjörnunni ráð: Alls ekki hringja í eldri bróðurinn „Vorum eiginlega búnar að reka hana í hálfleik“ Sjá meira