Umfjöllun: Vængbrotið KR-lið jafnaði metin Jón Júlíus Karlsson skrifar 22. mars 2011 20:58 Melissa Jelterna í leiknum í kvöld. Mynd/Valli Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7. Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira
Staðan í rimmu KR og Keflavíkur í undanúrslitum í úrslitakeppni Iceland Express deildar kvenna er jöfn, 1-1, eftir að KR hafði í kvöld sigur, 75-64, í öðrum leik liðanna. Leikurinn var jafn og spennandi en staðan í hálfleik var 37-38 fyrir Keflavík. Heimastúlkur í KR mættu vængbrotnar til leiks og léku án bæði Margrétar Köru Sturludóttir, sem tók úr leikbann, og Chanzy Morris, sem reif liðþófa á dögunum. KR-ingar tefldu hins vegar fram nýjum bandarískum leikmanni, Melissa Ann Jeltema, sem greinilega mætti tilbúin í úrslitakeppnina því hún var besti leikmaður vallarins í kvöld. Það var mikil taugaspenna á fyrstu mínútunum hjá báðum liðum og skoraði Keflavík ekki sín fyrstu stig fyrr en eftir þriggja mínútna leik. Þá skiptu gestirnir úr Keflavík um gír og breyttu stöðunni úr 4-0 yfir í 4-13. KR svaraði hins vegar með frábærum kafla og jafnaði metinn 13-13 áður er fyrsti leikhluti var allur. Jafnræði var með liðunum í öðrum leikhluta. KR-ingar höfðu nauma forystuna framan af en Pálína Gunnlaugsdóttir svaraði fyrir Keflvíkinga með tveimur þristum. Liðin skiptust á að hafa forystuna og staðan í hálfleik, 37-38 fyrir gestina úr Keflavík. Mikill kraftur var í Melissu Jeltema í fyrri hálfleik því hún skoraði alls 19 stig og tók 7 fráköst. Það var stál í stál í þriðja leikhluta því liðin skiptust á að hafa forystuna sem aldrei fór yfir fjögur stig. Nokkuð dró af Jeltema í liði KR sem skoraði aðeins tvö stig í þriðja leikhluta en liðsfélagar hennar stigu upp. Staðan eftir þriðja leikhluta, 52-51 fyrir heimastúlkur og allt í járnum. KR náði yfirhöndinni í lokaleikhlutanum og munaði þar mesta um góða vörn sem setti sóknarleika Keflvíkinga úr skorðum. KR-ingar sigu fram úr og náðu mest 11 stiga forystu þegar um tvær mínútur voru eftir af leiknum. Keflvíkingar pressuðu KR-ingar hátt upp völlinn á lokamínútunum en höfðu ekki erindi sem erfiði. Lokatölur 75-64 og mætast liðin í þriðja sinn á föstudag. Jeltema var atkvæðamest í liði KR með 25 stig, tók 10 fráköst og gaf sex stoðsendingar. Hildur Sigurðardóttir kom næst með 12 stig. Bryndís Guðmundsdóttir dró vagninn hjá Keflavík með 21 stig og Pálína Guðmundsdóttir skoraði 15 stig. KR-Keflavík 75-64 (37-38)KR: Melissa Ann Jeltema 25/12 fráköst/6 stoðsendingar, Hildur Sigurðardóttir 12/5 fráköst, Guðrún Gróa Þorsteinsdóttir 11/6 fráköst, Helga Einarsdóttir 10, Signý Hermannsdóttir 8/8 fráköst, Sólveig Helga Gunnlaugsdóttir 5, Hafrún Hálfdánardóttir 4/4 fráköst.Keflavík: Bryndís Guðmundsdóttir 21/5 fráköst, Pálína Gunnlaugsdóttir 16/7 fráköst, Jacquline Adamshick 12/12 fráköst, Ingibjörg Jakobsdóttir 8, Marina Caran 7.
Dominos-deild kvenna Mest lesið „Mikið í gangi sem enginn veit af“ Formúla 1 Kærastinn kemur til varnar: „Allir glíma við sín vandamál“ Sport Gott silfur gulli betra en hvað nú? Enski boltinn Fékk annað gult fyrir að keyra inn í Mikael og lét dómarann heyra það Fótbolti Barist um undirskrift Nunez Enski boltinn „Augljóslega þurfum við fleiri leikmenn“ Enski boltinn Sjáðu umdeilda vítadóminn og sigurmarkið sem var dæmt af Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Bikar- og Íslandsmeistararnir mætast Sport Risaskjár og stuðsvæði á Íslandsmótinu í golfi Golf „Ég veit ekkert hverjir þetta voru“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Stórskotasýning Sigtryggs dugði ekki til sigurs Trúðurinn Arenas í vondum málum eftir handtöku Grindavík fær leikstjórnanda frá Grikklandi Stórt tap á Ítalíu Ísland mátti þola stórt tap Luka framlengir til þriggja ára í Los Angeles Fékk vægt áfall: „Með fullt af missed calls“ Stjórnendur NBA reyna að sannfæra Real Madrid og fleiri forrík félög KR sækir ungan bakvörð „Sýna að maður eigi það skilið“ Segir að þeim besta í heimi sé skítsama Álftanes bætir Bandaríkjamanni við hópinn „Númer eitt, tvö og þrjú að knúsa þau sem mest“ Callum Lawson aftur til Valsmanna Þrír verða heima meðan landsliðið fer til Ítalíu Skora á KKÍ að sniðganga Ísrael: „Íþróttahreyfingin ekki undanskilin ábyrgð“ Semple til Grindavíkur NBA stjarna sökuð um að stela tugum milljóna frá spilavítum Gamall Stjörnumaður kemur aftur til Íslands og semur við Álftanes Kynlífsleikfangi hent inn á völlinn í miðjum leik „Erum að einblína á það sem er að gerast á vellinum“ Í þrjátíu mánaða fangelsi fyrir að hrella Caitlin Clark Bað hennar í íþróttahúsinu þar sem allt byrjaði Mario fer ekki á EM – fimm dottnir úr hópi Íslands Gjörbreyttur Luka hefur tekið á því í ræktinni NBA reynslubolti handtekinn fyrir ávísunarfals LeBron hitti umboðsmann Jokic í Frakklandi Landsliðsmenn buðust til að ræða við Craig: „Var ekki að fara grátbiðja hann í annað sinn“ Kristófer sendir frá sér yfirlýsingu: „Ekki ætlun mín að valda usla“ Kristófer opnar sig um ágreininginn: „Vonbrigði og vanvirðing“ Sjá meira