Icesave málið gæti verið hjúpað leynd næstu 110 árin Símon Birgisson skrifar 19. apríl 2011 18:45 Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel." Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Lykilgögn, til dæmis í Icesave málinu, gætu verið hulin leyndarhjúpi í hundrað og tíu ár nái nýtt frumvarp ríkisstjórnarinnar um upplýsingalög fram að ganga. Þingmaður krefst þess að frumvarpið verði dregið til baka. Markmið upplýsingalaganna, sem forsætisráðherra lagði fram, er að tryggja upplýsingarétt og tjáningarfrelsi. Lögin hafa þó verið harðlega gagnrýnd sér í lagi ákvæði um að þjóðskjalavörður geti ákveðið að hefta aðgang að skjölum í allt að hundrað og tíu ár telji hann almannahagsmuni eiga við. „Það er alveg óskilgreint um hvaða virku almannahgasmuni geti verið að ræða sem réttlæti það að loka skjölum í hundrað og tíu ár," segir Svanhildur Bogadóttir borgarskjalavörður, en í umsögn hennar um frumvarpið segir hún það í beinlínis miða að því að takmarka aðgengi almennings að upplýsingum. Hér sýnir okkur skjöl sem borgarskjalasafni bárust nýlega um Bjarna Benediktsson. „Samkvæmt frumvarpinu væri hægt að loka þessum skjölum í sextíu ár. En þegar maður skoðar þetta sér maður ekki ástæðuna til að loka þessu," segir Svanhildur. Frumvarpið liggur nú á borði allsherjarnefndar en erfitt er að sjá miðað við þær umsagnir sem hafa borist að það þjóni hlutverki sínu um aukið gegnsæi í stjórnsýslunni. Í umsögn blaðamannafélags Íslands kemur fram að ef lögin væru í gildi hefði Árbótarmálið svokallaða ekki komist upp á yfirborðið. „Og ef að frumvarpið eða lögin væru í gildi núna eins og lagt er til, þá mætti búast við því að mikilvægar upplýsingar í tengslum við Icesve málið kynni að vera lokað og ekki upplýst um þau fyrr en 2120," segir Sigurður Kári. Sigurður Kári segir frumvarpið svo gallað, „að það væri nærtækast að leggja það til hliðar og gera þá atlögu að því að nýju og semja þá nýtt frumvarp frá grunni því þetta frumvarp sýnist mér vera afturför frá þeim upplýsingalögum sem nú eru í gildi og hafa reynst mjög vel."
Mest lesið Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Innlent Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Innlent Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Innlent Sögð vafin í ísraelska fánann og veifað um eins og verðlaunagrip Erlent Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Innlent Tæplega þúsund manns innlyksa á Everest Erlent Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur Innlent Síðasti fuglinn floginn Innlent Látinn eftir skotárás í Kaupmannahöfn Erlent „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Innlent Fleiri fréttir Nýr formaður SUS vill sækja til hægri Miður að börn fylgi foreldrum en ekki öfugt Hafi tekið bílstjórann hálstaki meðan hann lá á flautunni Play skuldi Isavia hálfan milljarð króna Tveir á sjúkrahús eftir að bíll valt við árekstur „Þetta er ekki á borði þingflokksins“ Umdeild brottvísun, fjárhagstjón á Grænlandi og kyngreint sæði Óttast áhrifin á vinnandi mæður Sakar Weekday um stuld: „Hönnun sem ég er búin að vinna í í marga mánuði“ Síðasti fuglinn floginn Sektuð í gjaldfrjálsu stæði og sneri vörn í sókn Ísrael sagt sig úr samfélagi siðaðra manna Símafrí en ekki símabann „Sjálfsíkveikja“ olli eldsvoða í þvottahúsi Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum Sótti kindabyssu eftir hótun um að skjóta fyrrverandi og fimm aðra Leikskólamál, afnám hafta og Trump-isminn Stjórnarformaður RÚV vill að Ísrael verði tafarlaust vikið úr Eurovision Gekk berserksgang og beraði sig Prestur á Dalvík sver af sér kjaftasögur um ókristilega hegðun Eldur í þvottahúsi á Granda Prestur og prófastur bíður spenntur eftir Hrútaskránni Kurr innan Samfylkingarinnar vegna brottvísunar ungbarna Fokdýrar flugferðir, ögurstund á Gasa og óvenjulegt innbrot Boða íbúafundi vegna mögulegrar sameiningar sveitarfélaganna Alelda bíll á Reykjanesbraut Framkvæmdirnar komi eftir ákall frá íbúum Safnaði í bálköst innandyra en kennir stundarbrjálæði um íkveikjuna Skrítin afstaða BSRB og ASÍ Tekist á um leikskólamál og árásir á Gasa Sjá meira
Síðbúnar hádegisfréttir Bylgjunnar: Áróður í Eurovision, nýtt landamærakerfi og „símafrí“ í skólum