Enginn uppgjöf hjá Webber 18. apríl 2011 14:42 Mark Webber á Sjanghæ brautinni í Kína. Mynd: Getty Images/Mark Thompson Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24. Formúla Íþróttir Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira
Óhætt er að segja að Mark Webber hafi sýnt framúrskarandi hæfileika í Formúlu 1 mótinu í Sjanghæ í gær. Hann var átjándi á ráslínu, en vann sig upp í þriðja sæti, á eftir þeim Lewis Hamilton og Sebastian Vettel. Webber ók hvern keppinautinn upp á fætur öðrum í mótinu og sýndi að hann ætlar ekki að gefa eftir í stigamótinu, þó liðsfélagi hans Vettel hafi unnið tvö fyrstu mót ársins. Webber gekk ekki vel í tímatökunni á laugardaginn, komst ekki upp úr fyrstu umferð af þremur og hafði því verk að vinna í mótinu á sunnudag. Webber hóf keppnina á sunnudag á hörðum dekkjum frá Pirelli, en nýtti svo mýkri útgáfu dekkja og tók þrjú þjónustuhlé í mótinu, Vettel notaði tvö, en sigurvegarinn Hamilton þrjú. „Þegar maður sér P17 (sautjánda sæti) á skiltinu eftir 15 hringi, þá hefur maður ekki mikla trú. En skyndilega leið mér vel með bílinn. Ég átti dekk afgangs frá tímatökunni, sem hjálpaði til. Kannski er þetta leiðin. Missa af tímatökunni og spila á stöðuna miðað við það", sagði Webber í fréttatilkynningu frá Red Bull eftir keppnina. „En grínlaust, þá unnu strákarnir frábæra vinnu. Það voru tvö mót í röð og okkur hefur ekki gengið sem best með bílinn, en ég hef ekki gefist upp. Aksturinn í dag var fyrir strákanna og alla í bækistöðinni. Hamingjuóskir til Lewis og dagurinn var góður fyrir okkur hvað stig til liðsins varðar", sagði Webber. Vettel er efstur í stigamóti ökumanna með 68 stig, Hamilton er með 47, Jenson Button 38, Webber 37, Fernando Alonso 26 og Felipe Massa 24.
Formúla Íþróttir Mest lesið Persónulegar ástæður fyrir brotthvarfi Vésteins Sport Blá og marin rétt fyrir EM: „Vissi ekki hvort ég ætti að hlæja eða gráta“ Sport Ólafur baðst afsökunar eftir leik: „Ég er bara rosalega viðkvæmur eins og er“ Körfubolti Real Madrid vill fara í viðræður við Liverpool um Trent Enski boltinn „Komum Gylfa Þór meira í boltann“ Fótbolti „Er þetta ljótasti maður sem þú hefur kysst?“ Körfubolti Hildur fékk svakalegt glóðarauga Fótbolti Mac Allister: Liverpool er bara rétt að byrja Enski boltinn „Ég fékk að setja þetta ofan í og guðirnir voru með mér í dag“ Körfubolti Klobbaði eldri bróður sinn á stóra sviðinu Fótbolti Fleiri fréttir Pirraður Hamilton biðst ekki afsökunar Piastri fagnaði þriðja sigrinum í röð „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Piastri sigraði í Jeddah og leiðir keppni ökumanna Kallaði sig hálfvita eftir áreksturinn Segja fjörutíu milljarða í boði fyrir Verstappen Max svaraði Marko fullum hálsi Hefur áhyggjur af framtíð Verstappen Piastri hleypti engum fram úr og fagnaði fyrsta sigrinum Schumacher skrifaði nafnið sitt á hjálm „Eins og ég hafi aldrei keyrt Formúlu 1 bíl“ „Vandamálið er mín megin og ég verð að bæta mig“ Blótar háum sektum fyrir það að blóta Schumacher orðinn afi Verstappen fagnaði sigri í Japan: „Þetta er ansi dýr sláttuvél“ Sjáðu magnaðan lokahring Verstappen: „Jafnvel sá besti á ferli Max" Verstappen á ráspólnum í Japan „Það er algjört kjaftæði“ Pérez rætt við nokkur lið um endurkomu Sjá meira