Hagfræðingur: ESB óttast fjárhagsleg ragnarök 15. apríl 2011 14:30 Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina. Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira
Jacob Graven aðalhagfræðingur Sydbank segir að óttinn um fjárhagsleg ragnarök komi í veg fyrir að Grikklandi sé leyft að lýsa yfir þjóðargjaldþroti. Grikkland sé gjaldþrota og engin leið sé til að taka á því vandamáli nema afskrifa skuldir landsins. Graven segir að eina ástæðan fyrir því að þetta ferli sé ekki hafið nú þegar, og að stjórnmálamenn og yfirvöld í ESB neiti áfram að það muni gerast, sé óttinn við fjármálahrun í framhaldinu. Hrun sem leiðir til fleiri þjóðargjaldþrota og gífurlegs taps hjá bönkum á evrusvæðinu. Fyrstu afleiðingarnar af þjóðargjaldþroti Grikklands yrði að þýskir og franskir bankar yrðu að afskrifa um 50 milljarða dollara af lánum sínum til félaga og fyrirtækja í landinu. Þetta er sú upphæð sem þessir bankar áttu útistandandi í einkageiranum í Grikklandi á þriðja ársfjórðungi síðasta árs samkvæmt BIS bankanum. Síðan er spurningin um hve mikið af útlánum til gríska ríkisins þessir bankar þyrftu að afskrifa. Franskir bankar eru með 92 milljarða dollara útistandandi í heild í Grikklandi og þýskir bankar eru með 69 milljarða dollara á heildina litið. Ef Grikklandi fer á hausinn hefjast dómínóáhrif þar sem Portúgal yrði næst til að falla. Spænskir bankar eru með nær 109 milljarða dollara „úti að synda“ í portúgalska hagkerfinu. Því myndu margir þeirra falla í framhaldinu. Ef slíkt gerist væru frönsku og þýsku bankarnir fyrst í verulegum vandræðum því þeir hafa lánað gífurlegar upphæðir til Spánar, í báðum tilvikum vel yfir 200 milljarða dollara. Graven segir að hugsanlega muni ESB og Alþjóðagjaldeyrissjóðurinn setja saman annan björgunarpakka fyrir Grikkland þegar núverandi neyðaraðstoð lýkur árið 2013. Slíkt væri þó eingöngu bráðabirgðalausn sem myndi framlengja kvölina eitthvað inn í framtíðina.
Mest lesið Sjá rukkun og „sirka tilboð“ gjörólíku ljósi Neytendur Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Herða hreðjatakið á birgðakeðjum Vesturlanda Virði gulls í methæðum Fyrrverandi forstjóri félags í eigu Íslendinga dæmdur fyrir fjárdrátt Strava stefnir Garmin AMD upp um fjórðung eftir risasamning við OpenAI Boeing sagt byrjað að þróa arftaka 737 max-þotunnar Rúmlega þriðjungs samdráttur í olíuvinnslu í Rússlandi Burger King opnar fyrsta staðinn á Grænlandi Eigandinn hættir sem forstjóri Trump setur tolla á lyf, vörubíla og húsgögn Murdoch-feðgar verði meðal kaupenda TikTok Ben kveður Jerry Nálgast samkomulag um TikTok Breytingar hjá Microsoft koma fyrirtækinu hjá sektum Ellison klórar í hælana á Musk Danski lyfjarisinn að baki Ozempic segir upp þúsundum manna Útvaldi sonurinn tryggir sér stjórn Murdoch-veldisins Vilja að Musk fái allt að 122 billjónir á næsta áratug Vara við „Lafufu“ Framkvæmdastjóri Nestlé látinn fara í kjölfar ástarsambands Sjá meira