Tækifæri til breytinga í Blaðamannafélaginu Halla Gunnarsdóttir skrifar 27. apríl 2011 18:16 Fyrir rétt um ári síðan hélt Blaðamannafélag Íslands aðalfund sinn við heldur skrítnar aðstæður. Meirihluti stjórnar hafði neitað að samþykkja ársreikninga félagsins vegna skorts á upplýsingum frá framkvæmdastjóra félagsins, til margra ára, um fjárhagsstöðu BÍ. Framkvæmdastjórinn ákvað í framhaldinu að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en kjörtímabil formanns er aðeins eitt ár. Sitjandi formaður dró hins vegar framboð sitt til baka og því var aðeins eitt framboð, frá starfsmanni stjórnar félagsins, sem óljóst var hvort væri kjörgengur. Aðalfundur þurfti að takast á við þetta, auk þess sem samþykkja þurfti ársreikninga sem meirihluti stjórnarinnar hafði neitað að skrifa upp á. Illskiljanlegt félagatal Í aðdraganda aðalfundarins og á honum sjálfum komu í ljós verulegir annmarkar á skipulagi og rekstri BÍ. Lög félagsins eru óljós og félagatal ekki í neinu samræmi við þau lög sem gilda um aðild að félaginu. Samkvæmt lögunum geta blaðamenn orðið félagar ef þeir hafa fjölmiðlun að aðalstarfi, bæði sem starfsmenn ritstjórna og sem lausapennar. Hætti viðkomandi í blaðamennsku jafngildir það úrsögn úr félaginu og ekki er annað að sjá en sama gildi um blaðamenn sem hætta af sjálfdáðum og þá sem sagt er upp störfum. Blaðamenn geta þó fengið svokallaða biðaðild með samþykki stjórnar. Þetta er mikilvægt þar sem fjöldi blaðamanna hefur misst vinnuna undanfarin ár en fyrir síðasta aðalfund hafði stjórn ekki tekið eina einustu ákvörðun um biðfélaga. Hins vegar höfðu sumir, sem þess óskuðu, fengið samþykkta biðaðild af áðurnefndum framkvæmdastjóra. Á sama tíma er fjöldi fólks á félagatali BÍ sem fyrir margt löngu hætti í blaðamennsku og sneri sé að störfum á öðrum vettvangi. Þar má t.d. finna nokkra núverandi alþingismenn, upplýsingafulltrúa stofnana, fyrirtækja og einstaklinga og einstaka rithöfund. Margir sem misstu vinnuna í uppsagnahrinum á fjölmiðlum, þ.m.t. sú sem þetta ritar, duttu hins vegar samstundis út af félagatalinu - jafnvel þvert á eigin óskir - og hafa því ekki atkvæðarétt á aðalfundi. Fyrir aðalfund BÍ árið 2010 var alls óljóst hver hafði aðild að félaginu - og þar af leiðandi atkvæðarétt - og hver ekki. Þar af leiðandi var líka óljóst hverjir höfðu málfrelsi og tillögurétt á fundinum og hverjir voru kjörgengir. Þannig var því aldrei svarað hvort framkvæmdastjórinn væri sjálfur kjörgengur en miðað við lög félagins benti allt til þess að svo væri ekki. Eitt loforð gefið - eitt loforð svikið M.a. vegna þessara vafaatriða var lagt til í upphafi aðalfundarins að fresta kjöri formanns og stjórnar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum samþykkti aðalfundur frávísun á þessa tillögu. Framkvæmdastjórinn og tilvonandi formaður hélt dramatíska (og mjög langa) ræðu um dugnað sinn í starfi (þ.m.t. fyrir að hafa rekið „skúringakellinguna" og tekið að sér skúringar sjálfur) og veifaði reikningum sem enginn fékk að skoða. Hann svaraði hins vegar í engu þeim mikilvægu spurningum sem voru spurðar, að því undanskildu að hann sagðist ekki ætla sér að vera starfandi formaður, heldur aðeins formaður. Formaður BÍ hafði áður 80 þúsund krónur í mánaðartekjur en framkvæmdastjórinn að því er virðist í kringum 700 þúsund krónur. Frá þessum aðalfundi hefur lítið borið á stjórn BÍ. Vonir stóðu til að lög félagsins yrðu endurskoðuð en svo fór ekki. Starfið hefur verið í lágmarki og opnir fundir, sem annars voru yfirleitt vel sóttir, hafa legið niðri. Formaðurinn réð framkvæmdastjóra í hlutastarf - án auglýsingar - en hélt sínum tekjum sem formaður, þvert á yfirlýsingar sem hann gaf á aðalfundinum. Á morgun, fimmtudag, koma félagar í BÍ saman til aðalfundar. Að þessu sinni er formaður ekki sjálfkjörin en valið stendur milli sitjandi formanns, Hjálmars Jónssonar, og Ingimars Karls Helgasonar. Ingmar hefur gert vel grein fyrir þeim áherslum sem hann vill taka með sér inn í stjórn BÍ en um þær má m.a. lesa á vefsvæðinu press.is, þar sem Hjálmar gerir einnig grein fyrir sínum sjónarmiðum. Hvernig sem á það er litið þá þarf að efla að Blaðamannafélag Íslands og mynda traust um starfsemi þess. Það traust er ekki fyrir hendi í dag og núverandi formaður hefur ekkert aðhafst í að lagfæra þá annmarka sem athygli var vakin á fyrir síðasta aðalfund. Félagar fjölmenna vonandi á fundinn og kjósa breytingar til batnaðar. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halla Gunnarsdóttir Mest lesið Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Gellupólitík Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland þarf að tilnefna fulltrúa í European SET Plan Ester Halldórsdóttir skrifar Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar Skoðun Síbrotaferill ríkislögreglustjóra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Velkomin á fjórðu vaktina Árný Ingvarsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er framtíðin? Um olíuleit við Ísland Jóhanna Malen Skúladóttir skrifar Skoðun Vísvitandi verið að skaða atvinnulífið? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Varaflugvallagjaldið og flugöryggi Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Á rauðu ljósi í Reykjavík Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Hefur þú tíma? Ósk Kristinsdóttir skrifar Skoðun Heilnæm fæða – íslenskur landbúnaður er grunnur öryggis okkar Ragnar Rögnvaldsson skrifar Skoðun Arnaldarvísitalan Starri Reynisson skrifar Skoðun Fjölmiðlar í kreppu Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Dauðsföll í Gaza-stríðinu og Mogginn Egill Þórir Einarsson skrifar Skoðun Eyðum óvissunni Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Opinberi geirinn og stjórnunarráðgjafar: ástarsaga Adeel Akmal skrifar Skoðun Ættbálkahegðun á stafrænu formi Martha Árnadóttir skrifar Skoðun Kirkjurnar standa en stoðirnar eru sveltar Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Sjá meira
Fyrir rétt um ári síðan hélt Blaðamannafélag Íslands aðalfund sinn við heldur skrítnar aðstæður. Meirihluti stjórnar hafði neitað að samþykkja ársreikninga félagsins vegna skorts á upplýsingum frá framkvæmdastjóra félagsins, til margra ára, um fjárhagsstöðu BÍ. Framkvæmdastjórinn ákvað í framhaldinu að bjóða sig fram gegn sitjandi formanni en kjörtímabil formanns er aðeins eitt ár. Sitjandi formaður dró hins vegar framboð sitt til baka og því var aðeins eitt framboð, frá starfsmanni stjórnar félagsins, sem óljóst var hvort væri kjörgengur. Aðalfundur þurfti að takast á við þetta, auk þess sem samþykkja þurfti ársreikninga sem meirihluti stjórnarinnar hafði neitað að skrifa upp á. Illskiljanlegt félagatal Í aðdraganda aðalfundarins og á honum sjálfum komu í ljós verulegir annmarkar á skipulagi og rekstri BÍ. Lög félagsins eru óljós og félagatal ekki í neinu samræmi við þau lög sem gilda um aðild að félaginu. Samkvæmt lögunum geta blaðamenn orðið félagar ef þeir hafa fjölmiðlun að aðalstarfi, bæði sem starfsmenn ritstjórna og sem lausapennar. Hætti viðkomandi í blaðamennsku jafngildir það úrsögn úr félaginu og ekki er annað að sjá en sama gildi um blaðamenn sem hætta af sjálfdáðum og þá sem sagt er upp störfum. Blaðamenn geta þó fengið svokallaða biðaðild með samþykki stjórnar. Þetta er mikilvægt þar sem fjöldi blaðamanna hefur misst vinnuna undanfarin ár en fyrir síðasta aðalfund hafði stjórn ekki tekið eina einustu ákvörðun um biðfélaga. Hins vegar höfðu sumir, sem þess óskuðu, fengið samþykkta biðaðild af áðurnefndum framkvæmdastjóra. Á sama tíma er fjöldi fólks á félagatali BÍ sem fyrir margt löngu hætti í blaðamennsku og sneri sé að störfum á öðrum vettvangi. Þar má t.d. finna nokkra núverandi alþingismenn, upplýsingafulltrúa stofnana, fyrirtækja og einstaklinga og einstaka rithöfund. Margir sem misstu vinnuna í uppsagnahrinum á fjölmiðlum, þ.m.t. sú sem þetta ritar, duttu hins vegar samstundis út af félagatalinu - jafnvel þvert á eigin óskir - og hafa því ekki atkvæðarétt á aðalfundi. Fyrir aðalfund BÍ árið 2010 var alls óljóst hver hafði aðild að félaginu - og þar af leiðandi atkvæðarétt - og hver ekki. Þar af leiðandi var líka óljóst hverjir höfðu málfrelsi og tillögurétt á fundinum og hverjir voru kjörgengir. Þannig var því aldrei svarað hvort framkvæmdastjórinn væri sjálfur kjörgengur en miðað við lög félagins benti allt til þess að svo væri ekki. Eitt loforð gefið - eitt loforð svikið M.a. vegna þessara vafaatriða var lagt til í upphafi aðalfundarins að fresta kjöri formanns og stjórnar. Af einhverjum óskiljanlegum ástæðum samþykkti aðalfundur frávísun á þessa tillögu. Framkvæmdastjórinn og tilvonandi formaður hélt dramatíska (og mjög langa) ræðu um dugnað sinn í starfi (þ.m.t. fyrir að hafa rekið „skúringakellinguna" og tekið að sér skúringar sjálfur) og veifaði reikningum sem enginn fékk að skoða. Hann svaraði hins vegar í engu þeim mikilvægu spurningum sem voru spurðar, að því undanskildu að hann sagðist ekki ætla sér að vera starfandi formaður, heldur aðeins formaður. Formaður BÍ hafði áður 80 þúsund krónur í mánaðartekjur en framkvæmdastjórinn að því er virðist í kringum 700 þúsund krónur. Frá þessum aðalfundi hefur lítið borið á stjórn BÍ. Vonir stóðu til að lög félagsins yrðu endurskoðuð en svo fór ekki. Starfið hefur verið í lágmarki og opnir fundir, sem annars voru yfirleitt vel sóttir, hafa legið niðri. Formaðurinn réð framkvæmdastjóra í hlutastarf - án auglýsingar - en hélt sínum tekjum sem formaður, þvert á yfirlýsingar sem hann gaf á aðalfundinum. Á morgun, fimmtudag, koma félagar í BÍ saman til aðalfundar. Að þessu sinni er formaður ekki sjálfkjörin en valið stendur milli sitjandi formanns, Hjálmars Jónssonar, og Ingimars Karls Helgasonar. Ingmar hefur gert vel grein fyrir þeim áherslum sem hann vill taka með sér inn í stjórn BÍ en um þær má m.a. lesa á vefsvæðinu press.is, þar sem Hjálmar gerir einnig grein fyrir sínum sjónarmiðum. Hvernig sem á það er litið þá þarf að efla að Blaðamannafélag Íslands og mynda traust um starfsemi þess. Það traust er ekki fyrir hendi í dag og núverandi formaður hefur ekkert aðhafst í að lagfæra þá annmarka sem athygli var vakin á fyrir síðasta aðalfund. Félagar fjölmenna vonandi á fundinn og kjósa breytingar til batnaðar. Halla Gunnarsdóttir, aðstoðarmaður innanríkisráðherra.
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir skrifar
Skoðun Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson skrifar
Skoðun Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Vitundarvakning um ófrjósemi: Þekking á frjósemi er ekki lúxus – hún er lífsnauðsyn María Rut Baldursdóttir Skoðun
Heimilisofbeldi er ekki einkamál – hugleiðing fyrrverandi lögreglumanns Sigurður Árni Reynisson Skoðun
Martin bakari flýgur heim með látum frá leikvelli auðmanna í Vatnsmýrinni Daði Rafnsson,Haukur Magnússon,Kristján Vigfússon,Margrét Manda Jónsdóttir Skoðun