Framarar harma ummæli Reynis Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 9. maí 2011 11:24 Mynd/Vilhelm Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli fráfarandi þjálfara, Reynis Þórs Reynissonar, eru hörmuð. Þeim var þó ekki svarað með beinum hætti. Reynir Þór komst að samkomulagi um að hætta þjálfun meistaraflokks karla hjá Fram og gagnrýndi svo í kjölfarið leikmenn fyrir lélegt hugarfar og metnaðarleysi. Viðtölin við Reyni má lesa neðst í greininni en yfirlýsingin er svohljóðandi: „Yfirlýsing í framhaldi af fjölmiðla umfjöllun um brotthvarf Reynis Þórs. Stjórn handknattleiksdeildar Fram harmar harkalega gagnrýni Reynis Þórs á leikmenn meistaraflokks Fram. Hugarfar keppnisliða er samspil margra þátta og vinnu sem þjálfari fer fyrir hverju sinni og ber ábyrgð á. Sú vinna var með besta móti á löngum köflum á yfirstöðnu Íslandsmóti og bauð Framliðið á löngum köflum í vetur upp á spilamennsku í algerum sérflokki. Þegar að á móti blés brugðust Framarar sjálfum sér og náðu ekki að rétta úr kútnum og er stjórn og þjálfari síður en svo undanskilin gagnrýni. Fram stefnir ávallt á sigur í öllum keppnum. Leikmannahópur karlaliðsins er þannig skipaður að krafa um titil var eðlileg. Fram lenti í 3. sæti deildinni og voru það vonbrigði. Að lokum vill stjórn handknattleiksdeildar óska Reyni Þór velfarnaðar á nýjum vetfangi. Ólafur I. Arnarsson Formaður Hkd Fram“ Olís-deild karla Tengdar fréttir Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið. 7. maí 2011 09:30 Leikmenn með slæmt hugarfar Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. 7. maí 2011 09:00 Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór hættur hjá Fram Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu. 6. maí 2011 15:27 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Stjórn handknattleiksdeildar Fram hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem ummæli fráfarandi þjálfara, Reynis Þórs Reynissonar, eru hörmuð. Þeim var þó ekki svarað með beinum hætti. Reynir Þór komst að samkomulagi um að hætta þjálfun meistaraflokks karla hjá Fram og gagnrýndi svo í kjölfarið leikmenn fyrir lélegt hugarfar og metnaðarleysi. Viðtölin við Reyni má lesa neðst í greininni en yfirlýsingin er svohljóðandi: „Yfirlýsing í framhaldi af fjölmiðla umfjöllun um brotthvarf Reynis Þórs. Stjórn handknattleiksdeildar Fram harmar harkalega gagnrýni Reynis Þórs á leikmenn meistaraflokks Fram. Hugarfar keppnisliða er samspil margra þátta og vinnu sem þjálfari fer fyrir hverju sinni og ber ábyrgð á. Sú vinna var með besta móti á löngum köflum á yfirstöðnu Íslandsmóti og bauð Framliðið á löngum köflum í vetur upp á spilamennsku í algerum sérflokki. Þegar að á móti blés brugðust Framarar sjálfum sér og náðu ekki að rétta úr kútnum og er stjórn og þjálfari síður en svo undanskilin gagnrýni. Fram stefnir ávallt á sigur í öllum keppnum. Leikmannahópur karlaliðsins er þannig skipaður að krafa um titil var eðlileg. Fram lenti í 3. sæti deildinni og voru það vonbrigði. Að lokum vill stjórn handknattleiksdeildar óska Reyni Þór velfarnaðar á nýjum vetfangi. Ólafur I. Arnarsson Formaður Hkd Fram“
Olís-deild karla Tengdar fréttir Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið. 7. maí 2011 09:30 Leikmenn með slæmt hugarfar Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. 7. maí 2011 09:00 Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. 6. maí 2011 17:31 Reynir Þór hættur hjá Fram Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu. 6. maí 2011 15:27 Mest lesið Opnaði sig um skilnaðinn og erfiða tíma Sport Trump fær blóðugan bardaga í Hvíta húsinu í afmælisgjöf Sport Arnar Gunnlaugs segir gagnrýnendur Liverpool gleyma mannlega þættinum Enski boltinn Bjarni Guðjóns tók einn KR-ing sérstaklega fyrir Íslenski boltinn Niðurbrotin Eygló keppir ekki á HM Sport „Hættiði að horfa á klám og hættiði að runka ykkur“ Sport Gleðin í klefanum hjá nýju Íslandsmeisturunum Íslenski boltinn UEFA grætur niðurstöðuna en gefur grænt ljós Fótbolti „Þá er búið að yfirtaka sál félagsins“ Enski boltinn Stólarnir komust ekki heim og æfa í Grindavík fyrir stórleikinn Sport Fleiri fréttir Laus úr útlegðinni og mættur heim Selfoss úr leik þrátt fyrir sigur Misjafnt gengi Íslendingaliðanna Valur áfram eftir góðan sigur KA áfram eftir þægilegan sigur í Eyjum Ómar Ingi frábær með Magdeburg í naumum sigri Haukar og Fram með mikilvæga sigra Tíu íslensk mörk í góðum sigri toppliðsins „Það var smá stress og drama“ Afturelding áfram með fullt hús stiga Markaflóð á Akureyri Viktor Gísli og félagar í Barcelona heimsmeistarar félagsliða Tíu íslensk mörk þegar Magdeburg tók bronsið Valur vann stigalausu Stjörnuna Sandra með stórleik í sigri gegn Selfossi Stórleikur Hauks dugði ekki til sigurs Elín Klara markahæst hjá toppliðinu Íslendingaliðið í undanúrslit Tilfinningaþrungin stund eftir hörmungar síðustu ára Haukur með flestar stoðsendingar í Þýskalandi Íslendingarnir skutu Ringsted áfram Magdeburg fataðist flugið og Bjarki Már í úrslit Hroðaleg hnémeiðsli Janusar Daða Tryggðu sér sigurinn með því að skora síðustu fjögur mörkin Rut barnshafandi Haukur hafði betur í Íslendingaslagnum Eins marks sigur Valskvenna í Evrópudeildinni ÍBV með þægilegan sex marka sigur á Þór Sex marka tap í fyrsta Evrópuleik Selfyssinga Dramatískt jafntefli á Ásvöllum Sjá meira
Ætla ekki að munnhöggvast við Reyni Reynir Þór Reynisson, sem hætti sem þjálfari Fram í gær, segir að taka þurfi til í leikmannamálum félagsins og bar leikmennina þungum sökunum í viðtali við Fréttablaðið. 7. maí 2011 09:30
Leikmenn með slæmt hugarfar Reynir Þór Reynisson, sem þjálfaði meistaraflokk karla hjá Fram í vetur, er hættur hjá félaginu eftir að hafa komist að samkomulagi þess efnis við stjórn handknattleiksdeildar Fram. "Það má segja að leið mín og leikmanna hafi ekki legið saman,“ segir Reynir í samtali við Fréttablaðið. 7. maí 2011 09:00
Reynir: Þarf að hreinsa til í leikmannahópi Fram Reynir Þór Reynisson segir að samstarfserfiðleikar við leikmenn Fram hafi verið helsta ástæðan fyrir því að hann hætti sem þjálfari liðsins, sem tilkynnt var í dag. 6. maí 2011 17:31
Reynir Þór hættur hjá Fram Handknattleiksdeild Fram hefur komist að samkomulagi við Reyni Þór Reynisson, þjálfara meistaraflokks karla, að hann láti af störfum hjá félaginu. 6. maí 2011 15:27