Geir segir málsmeðferðina vera hneisu Jón Hákon Halldórsson skrifar 7. júní 2011 15:04 „Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. Við þingfestinguna krafðist Andri Árnason, verjandi Geirs, þess að dómarar sem kjörnir eru til setu í landsdómi af Alþingi og varamenn þeirra víki sæti. Þetta gerði hann vegna breytinga á lögum um landsdóm eftir að ákæran gegn Geir var samþykkt á Alþingi. Samkvæmt lögunum sitja dómarar áfram þó að kjörtímabil þeirra sé runnið út. Geir og verjandi hans telja að með þessu fyrirkomulagi sé Alþingi, sem sé ákærandinn í málinu, að velja dómara til að dæma í málinu. Slíkt brjóti gegn reglum um réttláta málsmeðferð. Saksóknari hafnar túlkun Geirs. Ekki hefur verið úrskurðað um kröfuna. Þá vakti Geir máls á því við blaðamenn, eftir þingfestinguna, að saksóknaranefnd Alþingis hefði ekki látið neina rannsókn fara fram áður en ákveðið var að ákæra hann. „Slíkt hlýtur að teljast alger hneisa í réttarríki," sagði Geir. Við þingfestingu málsins las Geir upp yfirlýsingu sem lesa má með því að smella á hlekkinn hér að neðan. Landsdómur Tengdar fréttir Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. 7. júní 2011 12:22 Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. 7. júní 2011 13:43 Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. 7. júní 2011 10:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
„Ég er auðvitað afskaplega ánægður með það að málið skuli vera komið af stað. Ég er búinn að bíða eftir því síðan í október," sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, við blaðamenn eftir að þingfestingu í máli Alþingis gegn honum lauk í dag. Við þingfestinguna krafðist Andri Árnason, verjandi Geirs, þess að dómarar sem kjörnir eru til setu í landsdómi af Alþingi og varamenn þeirra víki sæti. Þetta gerði hann vegna breytinga á lögum um landsdóm eftir að ákæran gegn Geir var samþykkt á Alþingi. Samkvæmt lögunum sitja dómarar áfram þó að kjörtímabil þeirra sé runnið út. Geir og verjandi hans telja að með þessu fyrirkomulagi sé Alþingi, sem sé ákærandinn í málinu, að velja dómara til að dæma í málinu. Slíkt brjóti gegn reglum um réttláta málsmeðferð. Saksóknari hafnar túlkun Geirs. Ekki hefur verið úrskurðað um kröfuna. Þá vakti Geir máls á því við blaðamenn, eftir þingfestinguna, að saksóknaranefnd Alþingis hefði ekki látið neina rannsókn fara fram áður en ákveðið var að ákæra hann. „Slíkt hlýtur að teljast alger hneisa í réttarríki," sagði Geir. Við þingfestingu málsins las Geir upp yfirlýsingu sem lesa má með því að smella á hlekkinn hér að neðan.
Landsdómur Tengdar fréttir Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. 7. júní 2011 12:22 Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. 7. júní 2011 13:43 Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. 7. júní 2011 10:11 Mest lesið Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Innlent „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Innlent Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Innlent Lögreglan innsiglaði Flóka Innlent Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Innlent „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Innlent Starfsmaður Múlaborgar ákærður Innlent „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Innlent Fer fram og til baka með SNAP Erlent Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Innlent Fleiri fréttir Tali ekki fyrir unga Miðflokksmenn Flestir vantreysta ráðherrum Flokks fólksins Eltihrellir lögreglukvenna situr inni fyrir morð Þjófarnir margfölduðu upphæðir við millifærslur Taldi sig sjá bát hvolfa og þyrla og björgunarsveit kölluð út Ákærður fyrir að skjóta að dróna Fiskistofu Grunaðir um hundruð milljóna króna þjófnað en ganga lausir Hundruð kennara nýta gervigreind til að undirbúa kennslu „Upp er runninn Kristrúnar Frostaveturinn mikli“ Starfsmaður Múlaborgar ákærður Gleðiefni að útkomuspá ársins sé á núlli Stefnt að leiðtogaprófkjöri eftir áramót og kunnugleg nöfn mögulega í pottinum Miðflokkurinn með eigið útspil í öryggis- og varnarmálum „Menn eiga ekki að vera að hnýsast í gögn sem þeim koma ekki við“ Reikna með tæplega nítján milljarða afgangi á næsta ári Tekinn í tíunda skipti dópaður og réttindalaus Uppsagnir hjá Icelandair og borgin kynnir fjárhagsáætlun næsta árs „Lífsgæðin mín hafa verið tekin aftur í burtu frá mér“ Bein útsending: Kynnir sína fyrstu fjárhagsáætlun Ölvaður en ekki barnaníðingur Líklegast að Reykjavíkurleiðin taki breytingum eftir umsagnir Harpa Elín Haraldsdóttir er látin Snúin staða Sönnu og sameiginlegt framboð virðist ekki í kortunum Lögreglan innsiglaði Flóka „Við vorum komin með súrefniskúta heim“ Tveir reyndir lögreglumenn ákærðir fyrir brot í starfi Lögreglumenn ákærðir fyrir uppflettingar og hlerun Sækja slasaðan sjómann djúpt austur af landinu Miðflokkurinn nálgast Sjálfstæðisflokkinn óðfluga Óvænt stólaskipti skyggðu ekki á Bandaríkjareisuna Sjá meira
Aldrei hefði átt að ákæra Geir Jóhanna Sigurðardóttir, forsætisráðherra, segir að málaferlin gegn Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, hafi tekið allt of langan tíma. Hún hefði viljað að aldrei hefði komið til þess að Geir yrði ákærður. 7. júní 2011 12:22
Geir: Ég er saklaus "Virðulegu dómarar háttvirtur saksóknari, mín afstaða til sakarefnis er skýr. Ég lýsi mig saklausan af ákæruefnunum,“ sagði Geir H. Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra, þegar Ingibjörg Benediktsdóttir, forseti landsdóms, bauð honum að lýsa yfir afstöðu til sakarefnisins fyrir Landsdómi í dag. Ákæra gegn Geir var þingfest í landsdómi, sem staðsettur er í Þjóðmenningarhúsinu, klukkan hálf tvö í dag. 7. júní 2011 13:43
Ákæran á hendur Geir þingfest eftir hádegi Ákæra Sigríðar Friðjónsdóttur, saksóknara Alþingis, á hendur Geir Haarde, fyrrverandi forsætisráðherra og formanni Sjálfstæðisflokksins, verður þingfest í landsdómi eftir hádegi í dag. Á blaðamannafundi í gær gagnrýndi Geir málsmeðferðina harðlega og boðaði frávísunarkröfu vegna galla á henni. Ítrekað hefði verið brotið á sér. 7. júní 2011 10:11