FIA samþykkir Barein mót 30. október 3. júní 2011 14:33 Auglýsing fyrir mótið Í Barein sem átti að vera í mars. Mynd: Getty Images/John Moore FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com. Þetta þýðir að mót sem átti að fara fram í Indlandi á sama tíma verður fært til fjórða eða ellefta desember. Mótið í Barein átti að fara fram 13. mars. en var frestað vegna mótmæla í landinu og átaka milli yfirvalda og mótmælenda sem leiddu til þess að yfir 20 létust. Ákvörðun FIA á fundi í Barcelona í dag þýðir að 20 mót verða á dagskrá í Formúlu 1 í ár, eins og til stóð. FIA menn ræddu við yfirvöld í Barein, auk þess að ræða við forsvarsmenn alþjóðlegra mannréttindasamtaka og samskonar samtaka í Barein áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þetta eru góðar fréttir fyrir allaí Barein. Við höfum gengið gengum erfiða tíma sem þjóð, en það er komið á jafnvægi og viðskiptalífið er að taka á sig eðlilega mynd", sagði Zayed R. Alzayani, sem er einn af yfirmönnum Barein mótssvæðisins. „Mótið í Barein hefur alltaf verið þáttur af þjóðarstoltinu og ofar pólíík. Það nýtur stuðnings stjórnvalda í Barein og allra stærstu stjórnmálaflokkanna og stjórnarandstæðinga. Þá skilar mótið tekjum upp á 500 miljónir dala og 3000 störfum." „Mig langar fyrir hönd Barein að þakka Bernie Ecclestone, Jean Todt og FIA og öðrum í akstursíþróttageiranum fyrir skilning og stuðning sem hefur verið veittur í ár", sagði Alzayani. Ákvörðun FIA lengir Formúlu 1 tímabilið og óljóst er hvernig forsvarsmenn keppnisliða munu bregðast við, en yfirmaður Mercedes, Ross Brawn sagði í vikunni að það væri óásættanlegt að halda mót þann 11. desember. Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira
FIA samþykkti í dag óskir yfirvalda í Barein að Formúlu 1 mót fari fram í landinu á þessu keppnistímabili. Mótshaldarar fengu frest í tvígang til að sækja um mótshald og gerðu það á dögunum. FIA samþykkit í dag að mót færi fram 30. október samkvæmt frétt á autosport.com. Þetta þýðir að mót sem átti að fara fram í Indlandi á sama tíma verður fært til fjórða eða ellefta desember. Mótið í Barein átti að fara fram 13. mars. en var frestað vegna mótmæla í landinu og átaka milli yfirvalda og mótmælenda sem leiddu til þess að yfir 20 létust. Ákvörðun FIA á fundi í Barcelona í dag þýðir að 20 mót verða á dagskrá í Formúlu 1 í ár, eins og til stóð. FIA menn ræddu við yfirvöld í Barein, auk þess að ræða við forsvarsmenn alþjóðlegra mannréttindasamtaka og samskonar samtaka í Barein áður en ákvörðun var tekin í málinu. „Þetta eru góðar fréttir fyrir allaí Barein. Við höfum gengið gengum erfiða tíma sem þjóð, en það er komið á jafnvægi og viðskiptalífið er að taka á sig eðlilega mynd", sagði Zayed R. Alzayani, sem er einn af yfirmönnum Barein mótssvæðisins. „Mótið í Barein hefur alltaf verið þáttur af þjóðarstoltinu og ofar pólíík. Það nýtur stuðnings stjórnvalda í Barein og allra stærstu stjórnmálaflokkanna og stjórnarandstæðinga. Þá skilar mótið tekjum upp á 500 miljónir dala og 3000 störfum." „Mig langar fyrir hönd Barein að þakka Bernie Ecclestone, Jean Todt og FIA og öðrum í akstursíþróttageiranum fyrir skilning og stuðning sem hefur verið veittur í ár", sagði Alzayani. Ákvörðun FIA lengir Formúlu 1 tímabilið og óljóst er hvernig forsvarsmenn keppnisliða munu bregðast við, en yfirmaður Mercedes, Ross Brawn sagði í vikunni að það væri óásættanlegt að halda mót þann 11. desember.
Mest lesið Sá húsið sitt brenna til kaldra kola Körfubolti Pálmi í ótímabundið leyfi Íslenski boltinn Shakhtar - Breiðablik 2-0 | Breiðablik átti sín augnablik Fótbolti Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana Körfubolti Uppgjörið: Fram - Valur 27-36 | Arnór í banastuði gegn meisturunum Handbolti Erfitt að heyra hvað Orri hefur þjáðst Fótbolti ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Körfubolti Eigandi Nott.Forest ákærður fyrir tengsl við glæpagengi Sport Stelpurnar okkar fá ekki leiki vegna sparnaðar Fótbolti Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Körfubolti Fleiri fréttir Verstappen telur sig ekki geta barist um titilinn Hlupu inn á Formúlu 1-brautina: „Ég hefði getað drepið þá“ Yfirburðir Norris sem er kominn á toppinn Norris á ráspól og forysta Piastri í hættu Grunur um nauðgun á heimili Schumachers Segir að formúlu 1 vanti nú illmenni Russell fyrstur í mark í Singapúr og McLaren tryggði sigur bílasmiða George Russell á ráspól í Singapúr Hringt í flesta eigendur í Formúlu 1 eftir brottreksturinn frá Red Bull Sjá meira