Máli ísbjarnarlistakvenna vísað frá dómi 28. júní 2011 13:42 MYND/Christopher Lund Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorni. Listakonurnar voru kærðar til lögreglu fyrir meint brot gegn 42. grein náttúruverndarlaga þar sem segir: „Áletranir á náttúrumyndanir. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu..." Samkvæmt Skessuhorni var það mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. Vísir ræddi við Bjargeyju Ólafsdóttur, aðra listakonuna, eftir listagjörninginn en hún teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul með matarlit. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á Skessuhorni segir að það hafi verið til styrkingar ákvörðun sýslumannsembættisins að vísa málinu frá að starfsmaður Umhverfisráðuneytisins hafði sett færslu á Facebook þar sem listaverkinu var hrósað. Enginn vildi þó kannast við að hafa hrósað verkinu þó ljóst væri að starfsmaður með lykilorð ráðuneytisins að Facebook hefði lofað listaverkið.Sjá fréttina á vef Skessuhorns. Loftslagsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira
Kæru Umhverfisstofnunar á hendur tveimur listakonum sem máluðu mynd með matarlit á Langjökul á síðasta ári, hefur verið vísað frá af hálfu embætti Sýslumannsins í Borgarnesi. Frá þessu er greint á fréttavefnum Skessuhorni. Listakonurnar voru kærðar til lögreglu fyrir meint brot gegn 42. grein náttúruverndarlaga þar sem segir: „Áletranir á náttúrumyndanir. Hvers konar áletranir á náttúrumyndanir eru óheimilar og varða refsingu..." Samkvæmt Skessuhorni var það mat embættis Sýslumannsins í Borgarnesi að ofangreint ákvæði væri alltof óskýrt til að það væri nothæft sem refsiheimild, þar sem kröfur nútímarefsiréttar til skýrleika refsiheimilda gerðu strangar kröfur til þess að ákvæði væru skýr og skiljanleg. Vísir ræddi við Bjargeyju Ólafsdóttur, aðra listakonuna, eftir listagjörninginn en hún teiknaði fjögur þúsund fermetra stóran ísbjörn á Langjökul með matarlit. Verkið var hluti af alþjóðlega verkefninu 350 Earth, þar sem listamenn á sautján stöðum víðs vegar um heim bjuggu til gríðarstór listaverk sem teknar voru loftmyndir af. Tilefnið var loftslagsráðstefna Sameinuðu þjóðanna. Á Skessuhorni segir að það hafi verið til styrkingar ákvörðun sýslumannsembættisins að vísa málinu frá að starfsmaður Umhverfisráðuneytisins hafði sett færslu á Facebook þar sem listaverkinu var hrósað. Enginn vildi þó kannast við að hafa hrósað verkinu þó ljóst væri að starfsmaður með lykilorð ráðuneytisins að Facebook hefði lofað listaverkið.Sjá fréttina á vef Skessuhorns.
Loftslagsmál Mest lesið Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Innlent Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Innlent Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Innlent Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Innlent Gagnrýndur fyrir að nota gervigreind í embættisstörfum Erlent Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Innlent Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Clinton-hjónin krafin svara vegna Epstein-málsins Erlent Fleiri fréttir Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Lax ofan Stuðlagils gæti hafa veiðst lengst frá sjó á Íslandi Trúa varla að tollahækkanirnar séu að skella á Til skoðunar að hafa mannskap við vöktun í Reynisfjöru Herða öryggisreglur eftir slysið: „Þetta hafa verið mjög erfiðir dagar“ Flugeldum kastað að fólki á Akureyri Handtekin fyrir ölvunarakstur eftir grænt ljós frá löggunni Ráðstafanir í Reynisfjöru, tollar og lax á sjaldséðum slóðum Boðar fund um tolla Trumps og ESB Rauða ljósið mun blikka fyrr Enn má búast við gosmóðu þó eldgosinu sé lokið í bili Flutti lítra af kókaínvökva til landsins gegn greiðslu „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs Sjá meira