Gullstelpurnar úr Gerplu á ferðinni út á landi Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 18. júlí 2011 17:15 Mynd/Anton Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti. Fimleikar Innlendar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira
Evrópumeistarar Gerplu í hópfimleikum hafa verið duglegar að kynna fimleika á landsbyggðinni og þær eru nú annað árið í röð á leiðinni í Fimleikahringinn. Í fyrra fóru stelpurnar á fimm staði í kringum landið en nú hafa þær bætt einum stað við og koma því við á sex stöðum. Gullstelpurnar fóru í fyrra á Höfn, Egilstaði, Akureyri, Stykkishólm og Grundarfjörð en nú ætla stelpurnar að fara á Dalvík, Ólafsfjörð, Siglufjörð, Sauðárkrók, Stykkishólm og Grundarfjörð. Fimleikahringurinn mun alls koma við á 6 stöðum, sýna og kenna fimleika. Allir krakkar eru hvattir til að koma og sjá glæsilega fimleikasýningu og í framhaldi býðst þeim að njóta leiðsagnar Evrópumeistaranna í grunnæfingum fimleikanna. Íris Mist Magnúsdóttir fimleikakona úr Gerplu lenti í þriðja sæti í kjöri á Íþróttamanni ársins 2010 verður með í för í Fimleikahringnum. „Þetta var frábær ferð í fyrra og við erum viss um að hún hafði mikið um það að segja að okkur tókst að landa Evrópumeistaratitlinum. Það var aldrei vafi hjá okkur að við færum aftur í ár. Það er klárt mál að það leynast einhverjir Evrópumeistarar þarna úti og við ætlum að gera okkar í að finna þá. Hver veit nema að þeir eigi síðan eftir að stíga sín fyrstu spor á Unglingalandsmótinu." Í lok hvers námskeiðs verða krakkarnir leystir út með gjöfum frá Olís og Símanum. Fimleikahringurinn mun halda úti Facebook síðu undir nafninu Fimleikahringurinn. Síðan verður uppfærð daglega með myndum og myndböndum frá ferð hópsins. Það er Síminn sem sér um að halda Fimleikahringnum nettengdum á ferð sinni um landið.Eftirfarandi staðir verða heimsóttir á eftirfarandi tímum: Mánudaginn 18. júlí: Íþróttamiðst. Dalvík kl. 16-18 Þriðjudaginn 19. júlí: Íþróttamiðst. Ólafsfirði kl. 16-18 Miðvikudaginn 20. júlí: Íþróttamiðst. Siglufirði kl. 16-18 Fimmtudaginn 21. júlí: Íþróttamiðst. Sauðárkróki kl. 16-18 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttamiðst. Stykkishólmi kl. 13-15 Föstudaginn 22. júlí: Íþróttavellinum Grundarfirði kl. 20:15 Samstarfsaðilar um fimleikahringinn eru Olís og UMFÍ. Fimleikahringurinn er m.a. farinn til að vekja athygli á Unglingalandsmót UMFÍ en í ár verður í fyrsta skipti keppt í fimleikum á Unglingalandsmóti.
Fimleikar Innlendar Mest lesið „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Handbolti Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti Enski boltinn Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Enski boltinn Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg Fótbolti Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Íslenski boltinn „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ Körfubolti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Körfubolti Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni Enski boltinn Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Fótbolti Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Sport Fleiri fréttir Í beinni: Roma - Fiorentina | Albert í Rómarborg Í beinni: Chelsea - Liverpool | Nýju meistararnir mættir á Brúna Isak tryggði Skjórunum stig gegn Mávunum Sjö marka leikur í Lundúnum og enn eitt tap United Hamrarnir jöfnuðu gegn Spurs en biðin eftir sigri lengist enn Styrmir gulltryggði sigur Belfius Mons og var stigahæstur á vellinum Titilvonir Real Madrid lifa og El Clásico framundan Yngstur til að byrja leik fyrir United í ensku úrvalsdeildinni Í beinni: ÍBV - Vestri | Liðin sem blásið hafa á hrakspárnar Leo vann brons í Svíþjóð Leikmaður Palace vann tvær og hálfa milljón á skákmóti „Verið að kveðja góðan mann með mjög glæstan feril“ Sjáðu markaveislu Breiðabliks og FH og mörkin úr sögulegum sigri Fram Sterk liðsheild Denver á meðan Clippers féll á prófinu Ætla að nýta reiðina í Meistaradeildinni „Borgar þrjátíu en færð hundrað prósent“ Dagskráin í dag: Annar úrslitaleikurinn, Formúlan og fótbolti Markmaðurinn á batavegi eftir harkalegt höfuðhögg „Þetta var minn síðasti körfuboltaleikur“ „Ég kom til Íslands með eitt markmið“ Börsungar sneru við blaðinu gegn botnliðinu „Við gátum ekki farið mikið neðar“ Fyrsta mark Eggerts í fimmta sigri Brann í röð Hamar jafnaði einvígið með stórsigri Uppgjörið: Stjarnan - Valur 1-0 | Stjarnan fyrst til að skora gegn Val Uppgjörið: Álftanes - Tindastóll 90-105 | Stólarnir komnir í úrslit Kirsuberin komu til baka og stálu sigri af Skyttunum Kolstad rétti úr kútnum og komst í úrslit Lærisveinar Arnórs laumuðu sér upp fyrir lið Guðmundar FH-ingar kláruðu Akureyringa á korteri og jöfnuðu Blika á toppnum Sjá meira