Ósætti um sjónvarpstekjur Barcelona og Real Madrid Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 27. júlí 2011 23:30 David Villa fagnar marki í leik gegn Real Madrid á síðustu leiktíð. Nordic Photos/AFP Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015. Spænski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Forseti spænska knattspyrnufélagsins Real Betis segir að sívaxandi yfirburðir Barcelona og Real Madrid séu slæm fyrir spænsku deildina. Hann segir að skoða verði sjónvarpstekjur stórliðanna miðað við tekjur minni liðanna. Það er óhætt að segja að sjónvarpstekjurnar dreifist ekki jafnt milli félaganna í spænsku fyrstu deildinni La Liga. Barcelona og Real Madrid fá um helming sjónvarpsteknanna til sín en afgangurinn deilist milli hinna félaganna. „Bilið milli Barcelona, Real Madrid og hinna liðanna mun halda áfram að vaxa og vaxa,“ segir Miguel Guillen forseti Real Betis sem vann sér sæti í La Liga á nýjan leik í vor. Betis á í miklum fjárhagserfiðleikum líkt og fleiri spænsk lið. Jose Maria del Nido, forseti Sevilla nágrannaliðs Betis, er sama sinnis og segir spænsku deildina vera rusl. „Fólk í Suður-Ameríku, Asíu og Bandaríkjunum mun missa áhuga á deildinni því það veit að aðrir leikir en viðureignir Barcelona og Real Madrid skipta engu máli,“ sagði del Nido. Útreikningar prófessorsins Jose Maria Gay við háskólann í Barcelona sýna að Barcelona fékk 158 milljón evrur í sjónvarpstekjur tímabilið 2009-2010 og Real Madrid 136 milljón evrur. Samanlagt gera þetta 48 prósent af heildartekjum deildarinnar. Getafe, nágrannar Real Madrid, fengu til samanburðar 6 milljónir evra eða 1 prósent af heildinni. Málum er öðruvísi háttað í ensku úrvalsdeildinni. Til dæmis fékk Manchester United 64.5 milljón evrur umrætt tímabil eða tæp sex prósent. Bolton og Wolves fengu til samanburðar rúmar 40 milljónir evra eða um fjögur prósent af heildarpakkanum. Öllu jafnari dreifing. Barcelona og Real Madrid hafa samið við hin lið deildarinnar um jafnari skiptingu sjónvarpstekna frá og með árinu 2015.
Spænski boltinn Mest lesið Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Enski boltinn „Ég hélt að við værum komin lengra“ Enski boltinn Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Enski boltinn „Betra er seint en aldrei“ Enski boltinn Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum Fótbolti Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Enski boltinn Dagskráin: Enski boltinn rúllar í DocZone Sport „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun Fótbolti Fleiri fréttir Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Í beinni: Aston Villa - Newcastle | Skjórarnir mæta til leiks í skugga Isaks-málsins Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Endurkomusigur í stórskemmtilegum opnunarleik Opnunarleikurinn var stöðvaður vegna kynþáttaníðs Kristall farinn að skora aftur eftir meiðslin Aston Villa sektað og bannað að nota marga bolta „Allt er þegar þrennt er“ Liverpool kaupir ungan ítalskan miðvörð Brentford að slá félagaskiptametið Allar tilfinningarnar í gangi Enska augnablikið: Hamingjureiturinn Stórkostleg tölfræði Salah í fyrsta leik „Tölfræðin er eins og bikiní“ Fjölskylda Jota á Anfield í kvöld Táningi hótað lífláti þrátt fyrir sigurinn á Víkingum „Maður er búinn að vera á nálum“ Hentu ferðatöskum inn á völlinn í miðjum leik Danirnir hjá Norwich fögnuðu óförum Víkinga berir að ofan Spurningar um Isak tóku yfir fundinn Sjá meira
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn
Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? Enski boltinn