Kínverjar segja Ronaldo vera hrokagikk Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 3. ágúst 2011 11:30 Ronaldo gaf aðeins meira af sér við þennan unga dreng en blaðamenn í Kína. Nordic Photos / AFP Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn. Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira
Kínverskir fjölmiðlamenn og knattspyrnuáhugamenn eru allt annað en ánægðir með frammistöðu Cristiano Ronaldo á blaðamannafundi þar í landi á dögunum. Félag Ronaldo, Real Madrid, er nú á keppnisferðalagi í Kína þar sem knattspyrnuáhuginn er mikill og Ronaldo í uppáhaldi hjá mörgum. Hann sat fyrir svörum á blaðamannafundi í Guangzhou í gær fyrir leik liðsins gegn Guangzhou Evergrande. Ronaldo þótti einfaldlega leiðinlegur í tilsvörum sem voru stutt og snubbótt. „Hann virðist eigingjarn og hrokafullur," sagði Yan Qiang, varaforseti fjölmiðlafyrirtækis í Kína, Titan Media. „Það er alveg ljóst að framkoma hans mun ekki gera honum neina greiða í Kína." Hann var til að mynda spurður hvernig ástandið væri á Kaka, liðsfélaga Ronaldo hjá Real. „Perfecto," sagði Ronaldo og lét þar við sitja. Annar blaðamaður reyndi þá að brydda upp á öðru og léttara umræðuefni og spurði hvort hann væri duglegur að skipta um bleiur á ungum syni sínum. „Já. Það er mér sem föður eðlilegt að skipta um bleiur," sagði Ronaldo án þess að stökkva bros. Spurður um hvort hann myndi mögulega einn daginn snúa aftur til Englands og þá Manchester United sagði kappinn: „Kannski. Af hverju ekki? Maður veit aldrei." Hann var einnig spurður um álit sitt á borðtennis og hvort hann þekkti einhverja kínverska knattspyrnumenn. Sömuleiðis spurðu blaðamenn hann hvað honum þætti um Guangzhou og var svarið einfalt; „Það er heitt." Ronaldo var staddur hér á landi í október síðastliðnum þegar að Ísland mætti Portúgal í undankeppni EM 2012 en lét það vera að ræða við íslenska fjölmiðlamenn.
Spænski boltinn Mest lesið Mögulegt áfall fyrir Slóvena í aðdraganda EM Körfubolti Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Fótbolti Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Fótbolti Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn Fótbolti Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Íslenski boltinn Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Fótbolti „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ Fótbolti Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Enski boltinn Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Fótbolti „Hörku barátta tveggja góðra liða“ Fótbolti Fleiri fréttir Eze hafi nú þegar náð samkomulagi við Tottenham Hetjan Arnór stýrði fjöldasöng eftir leik Brynjólfur tryggði dramatískan sigur Kane og Diaz tryggðu Bayern Ofurbikarinn „Hörku barátta tveggja góðra liða“ „Þakklát fyrir að vera uppalin í þessum klúbbi“ „Ætluðum ekki heim án sigurs“ „Loksins, tilfinningin er geggjuð“ Allt jafnt í fyrsta leik Orra og félaga Arnór og Ari skoruðu er Norrköping hafði betur í Íslendingaslag Öruggur sigur Börsunga gegn níu heimamönnum Úlfarnir steinlágu gegn City Draumabyrjun nýliðanna úr norðri | Muniz bjargaði Fulham Uppgjörið: FH - Breiðablik 2-3 | Blikar bikarmeistarar eftir framlengingu Daníel Tristan skoraði í stórsigri Ísak skoraði enn eitt markið fyrir Lyngby Richarlison sýndi nýliðunum enga miskun Markalaust á Villa Park Semenyo tjáir sig: „Fótboltinn sýndi sínar bestu hliðar þegar mest á reyndi“ Fáar spilað leik á þessum velli Jökull í Kaleo hitti stjörnur Rauðu djöflanna og spilaði á Old Trafford Amorim brattur: „Ég er bjartsýnni“ Liverpool vinni ekki deildina haldi liðið áfram á þessari braut Englarnir frá LA án sigurs í átta leikjum „Vona að við séum búnar að læra nægilega mikið og förum að vinna“ Öll helstu atvikin úr opnunarleiknum: Átti varnarmaður Bournemouth að vera rekinn af velli? „Eiginlega alveg viss“ um að Rashford megi spila á morgun „Ég hélt að við værum komin lengra“ „Betra er seint en aldrei“ Villareal vann í endurkomu Cazorla og frumraun Partey Sjá meira