Mikið undir á Sedgefield-vellinum - Ólafur Björn mætir stjörnunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 15. ágúst 2011 17:30 Davis Love verður á svæðinu líkt og fjölmargar aðrar golfstjörnur. Nordic Photos/AFP Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn. Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira
Kylfingurinn Ólafur Björn Loftsson verður í góðum félagsskap þegar hann keppir á PGA-móti á Sedgefield-golfvellinum í Greensboro síðar í vikunni. Margir af bestu og frægustu golfurum heimsins hafa boðað komu sína á mótið. PGA-mótið er það síðasta á mótaröðinni áður en kemur að FedEx-úrslitakeppninni sem hefst síðar í mánuðinum. Aðeins 125 stigahæstu kylfingarnir á PGA-mótaröðinni komast í úrslitakeppnina og því verður hart barist á Sedgefield-vellinum. Englendingarnir Ian Poulter og Paul Casey, sem verma 16. og 17. sæti heimslistans, eru hæst skrifuðu golfararnir á mótinu. Báðir hafa unnið ellefu sigra á evrópsku mótaröðinni en ekkert risamót. Bandaríkjamennirnir David Toms, Justin Leonard, Davis Love III, David Duval og Bill Haas verða allir mættir. Toms og Love eiga m.a. sigur á PGA-meistaramótinu að baki og Duval og Leonard sigur á Opna breska. Love vann sigur í FedEx-úrslitakeppninni í fyrra. Haas, sem vermir 40. sæti heimslistans, verður því sem næst á heimavelli en hann er uppalinn í Charlotte í Norður-Karólínu þar sem Ólafur Björn hefur verið í háskólanámi. Suður-Afríkumennirnir Retief Goosen og Ernie Els, sem eru í 24. sæti og 32. sæti heimslistans, verða meðal keppenda. Goosen, sem sótt hefur Ísland heim, hefur í tvígang haft sigur á Opna bandaríska meistaramótinu og sömu sögu má segja um Els. Els á einnig sigur á Opna breska á ferilskránni. Þá verða Írinn og Íslandsvinurinn Padraig Harrington, Angel Cabrera frá Argentínu, Suður-Kóreumaðurinn Kim Kyung-Tae sem vermir 20. sæti heimslistans á meðal keppenda. EKki má gleyma Vijay Singh frá Fídjieyjum auk Jason Dufner sem glutraði niður forystu sinni á PGA-meistaramótinu í Atlanta í gær. Keppni í mótinu hefst á fimmtudaginn.
Golf Mest lesið Sagði fyrst nei við beiðni Kjartans: „Menn hálf skammast sín“ Körfubolti Mætti til leiks berfættur og ber að ofan í snjókomunni Sport „Í dag er dagurinn sem þú fæddist, í dag er dagurinn sem þú munt deyja“ Enski boltinn Þórir í skýjunum: „Sit með lítið tár í augnkróknum“ Handbolti „Sé ekkert annað en að dýrasti leikmaður deildarinnar verði áfram á bekknum“ Enski boltinn Breyttist úr hetju í skúrk: Rekinn út af fyrir að ögra LeBron Körfubolti Fyrirliði Newcastle eftir tapið fyrir Sunderland: „Þetta er svo vandræðalegt“ Enski boltinn „Finnst þér ekki eins og hann sé þjakaður af pressu yfir því hvað hann sé lélegur?“ Enski boltinn Ballið búið hjá Chiefs og Mahomes meiddist á hné Sport Maresca hafi tekið blaðsíðu úr bók Salah og gert sér óleik Enski boltinn Fleiri fréttir Áminntir fyrir að drekka einn bjór: Sagðir drukknir og hafa tekið „Happy Gilmore-sveiflu“ Ástand í Noregi: Hátt upp í fimm þúsund kylfingar án klúbbs Bananahýði gerði Rory McIlroy erfitt fyrir Dáður en umdeildur kylfingur látinn Gríðarleg fjölgun kylfinga: „Aðstaðan sprungin í höfuðborginni“ Barnabarn Donalds Trump: „Ég sló mörg góð högg, bara á ranga staði“ Vildi ekki svara spurningum um afa sinn, Donald Trump Tóku símana af stelpunum alla keppnisferðina Sjá meira