Stórstjörnurnar úr leik í Kanada - Nadal og Wozniacki töpuðu Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 11. ágúst 2011 14:15 Nadal óskar Dodic til hamingju með sigurinn. Nordic Photos/AFP Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins. Erlendar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira
Spánverjinn Rafael Nadal og Caroline Wozniacki frá Danmörku duttu óvænt úr leik í 2. umferð kanadíska meistaramótsins í tennis. Andy Murray var sömuleiðis sleginn út í 2. umferð í fyrradag. Nadal, sem spilaði sinn fyrsta leik síðan hann tapaði í úrslitum Wimbledon gegn Novak Djokovic í júlí, var í góðum málum eftir fyrsta settið gegn Ivan Dodig frá Króatíu. Hann náði hins vegar ekki að fylgja eftir 6-1 sigri sínum í settinu því hann tapaði næstu tveimur, báðum í oddalotu. Úrslitin 1-6, 7-6 og 7-6. Dodig, sem er í 41. sæti heimslistans var í skýjunum með sigurinn. „Þetta er stærsta stundin í lífi mínu," sagði Dodic sem fór hamförum í uppgjöfum og náði 19 ásum. Nadal, sem vann sigur á mótinu árin 2005 og 2008 sagði mótherja sinn hafa spilað afar vel og djarft. „Hann virtist ekki finna fyrir pressu á mikilvægum augnablikum. Ég var hins vegar nokkuð óheppinn í dag, finnst ykkur ekki?" Roger Federer er kominn í 3. umferð þar sem hann mætir Jo-Wilfeid Tsonga. Kapparnir mættust í átta manna úrslitum á Wimbledon þar sem Tsonga hafði betur í mögnuðum fimm setta leik. Novak Djokovic er einnig kominn í 3. umferð. Wozniacki ver ekki titil sinnHin danska Caroline Wozniacki, sem sigraði á mótinu í fyrra, er dottinn úr leik. Hún tapaði 4-6, 5-7 gegn Robertu Vinci frá Ítalíu. Vinci er í 22. sæti heimslistans. „Það er ekki gaman að tapa en það er lítið sem ég get gert í því núna, nema æfa og reyna að bæta mig," sagði Wozniacki en leikurinn fór fram við erfiðar aðstæður. „Þetta var afar erfitt, sérstaklega í byrjun vegna vindsins. Þegar maður kastaði boltanum upp í uppgjöfinni þá sveif hann út um allt sem gerði okkur erfitt fyrir," sagði sú danska. Serena Williams og Wimbledon-meistarinn Petra Kvitova komust í 3. umferð mótsins.
Erlendar Mest lesið „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Fótbolti Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Fótbolti Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Fótbolti Böl Börsunga í Belgíu Fótbolti Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Körfubolti „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Sport Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Enski boltinn Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Handbolti Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Körfubolti Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Fótbolti Fleiri fréttir Dagskráin í dag: Blikar mæta Shakhtar „Rokk og ról“ hjá Frey í villta vestrinu Sjáðu atvikið: Hágrátandi Hakimi frá í nokkrar vikur Óstöðvandi Osimhen, magurt hjá Mourinho og Bilbao brenndir Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Böl Börsunga í Belgíu Foden í stuði gegn Dortmund „Leyfðum þremur leikmönnum að ganga frá okkur“ Spilaði meira en síðustu tvo mánuði til samans Nik fær Lindu Líf til Kristianstad Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Magdeburg skoraði 45 en lærisveinar Guðjóns Vals úr leik Sandra María skoraði í svekkjandi leik Emelía með þrennu gegn FCK Óvænt úrslit í Meistaradeildinni Lovísa með níu í góðum sigri Allar landsliðskonurnar komust á blað Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri „Mér finnst þetta ekki leiðinlegur fótbolti“ Davíð Smári tekur við Njarðvík Jeffs tekur við Breiðabliki Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Dældi fyrri afrekum inn á Instagram eftir vonbrigðin Valdi Isak en ekki Gyökeres í fyrsta landsliðshópinn sinn Leiðir Breiðabliks og Damir skilja Mál Alberts truflar landsliðið ekki Stuðningsmenn Bröndby enn á ný í vandræðum Vonar að Jóhann og Hörður gefi jafn mikið af sér og Aron Orri Steinn lengra frá því að ná þessum leikjum en þeim í síðasta glugga Hópurinn fyrir lokaleikina: Hörður og Jóhann snúa aftur Sjá meira